Drew Brees vann kapphlaupið við Brady og bætti eftirsótt met Manning í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 16:30 Þetta var einstaklega gott kvöld fyrir Drew Brees Getty/Jonathan Bachman Drew Brees varð í nótt sá leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Þetta er eftirsóttasta met NFL-deildarinnar og því mikil tímamót fyrir hinn fertuga Drew Brees. Drew Brees bætti met Peyton Manning um leið og hann leiddi New Orleans Saints til 34-7 sigurs á Indianapolis Colts í Mánudagsleik NFL-deildarinnar. Drew Brees fór reyndar fram úr tveimur lifandi goðsögnum í þessum leik. 540 Drew Brees has done it: the most TD passes in @NFL history!#Saints#MNFpic.twitter.com/7FAakkRGCm— New Orleans Saints (@Saints) December 17, 2019 Hann byrjaði á því að jafna og komast fram úr Tom Brady sem var líka á höttunum eftir meti Peyton Manning. Peyton Manning gaf á sínum tíma 539 snertimarkssendingar og Tom Brady var kominn upp í 538 eftir leik sinn um helgina. Brees byrjaði kvöldið í 537 snertimarkssendingum. Drew Brees átti nánast fullkominn dag því 29 af 30 sendingum hans heppnuðust og leikmenn Saints skoruðu fjögur snertimörk eftir sendingar hans. Brees er þar með kominn með 541 snertimarkssendingu á ferlinum. Tom Brady er eflaust ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann er nú þremur snertimarkssendingum á eftir Drew Brees. Drew Brees is the NFL's new TD pass king pic.twitter.com/WciMPHYo1Z— ESPN (@espn) December 17, 2019 Met Manning féll í þriðja leikhlutanum þegar Drew Brees vann innherjan Josh Hill. Brees átti einnig snertimarkssendingar á útherjana Michael Thomas og Tre'Quan Smith og hinn fjölhæfa Taysom Hill. NFL Mest lesið „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ Handbolti Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik Körfubolti „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Íslenski boltinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Enski boltinn „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ Handbolti „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ Handbolti Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Handbolti Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ Handbolti Fleiri fréttir „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Íslensk amma hljóp 77 km á sex tímum Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Ten Hag tekinn við af Alonso Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Bestu laun Söru en ekkert stökk: „Held að fólk sé að búa sér til einhverjar tölur“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Sjá meira
Drew Brees varð í nótt sá leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Þetta er eftirsóttasta met NFL-deildarinnar og því mikil tímamót fyrir hinn fertuga Drew Brees. Drew Brees bætti met Peyton Manning um leið og hann leiddi New Orleans Saints til 34-7 sigurs á Indianapolis Colts í Mánudagsleik NFL-deildarinnar. Drew Brees fór reyndar fram úr tveimur lifandi goðsögnum í þessum leik. 540 Drew Brees has done it: the most TD passes in @NFL history!#Saints#MNFpic.twitter.com/7FAakkRGCm— New Orleans Saints (@Saints) December 17, 2019 Hann byrjaði á því að jafna og komast fram úr Tom Brady sem var líka á höttunum eftir meti Peyton Manning. Peyton Manning gaf á sínum tíma 539 snertimarkssendingar og Tom Brady var kominn upp í 538 eftir leik sinn um helgina. Brees byrjaði kvöldið í 537 snertimarkssendingum. Drew Brees átti nánast fullkominn dag því 29 af 30 sendingum hans heppnuðust og leikmenn Saints skoruðu fjögur snertimörk eftir sendingar hans. Brees er þar með kominn með 541 snertimarkssendingu á ferlinum. Tom Brady er eflaust ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann er nú þremur snertimarkssendingum á eftir Drew Brees. Drew Brees is the NFL's new TD pass king pic.twitter.com/WciMPHYo1Z— ESPN (@espn) December 17, 2019 Met Manning féll í þriðja leikhlutanum þegar Drew Brees vann innherjan Josh Hill. Brees átti einnig snertimarkssendingar á útherjana Michael Thomas og Tre'Quan Smith og hinn fjölhæfa Taysom Hill.
NFL Mest lesið „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ Handbolti Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik Körfubolti „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Íslenski boltinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Enski boltinn „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ Handbolti „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ Handbolti Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Handbolti Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ Handbolti Fleiri fréttir „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Íslensk amma hljóp 77 km á sex tímum Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Ten Hag tekinn við af Alonso Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Bestu laun Söru en ekkert stökk: „Held að fólk sé að búa sér til einhverjar tölur“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Sjá meira