Mismunur á aksturskostnaði þingmanna vekur upp spurningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. desember 2019 14:30 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. vísir/vilhelm Alþingi hefur birt tölur um aksturskostnað þingmanna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þar kemur fram að þingmenn hafa á tímabilinu fengið um 25 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturs. Á öllu árinu í fyrra nam kostnaðurinn um 30 milljónum króna. Níu landsbyggðarþingmenn taka um tvo þriðju hluta alls aksturskostnaðar, og eru greiðslur til þeirra á bilinu ein til þrjár og hálf milljónir króna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þar efstur á lista en næstur á eftir honum kemur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins með 2,3 milljónir króna. Báðir eru þeir úr Suðurkjördæmi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. „Það gefur tilefni til spurninga. Því tvímælalaust er ákveðinn kostnaður við að komast héðan og þaðan af landinu á þing og ekkert óeðlilega hár kostnaður í mörgum tilfellum. En þegar það er svona mikill munur á milli þingmanna frá sama svæði þá er kannski eðlilegt að það sé farið að spyrja spurninga,“ segir Björn Leví. Aksturskostnaður Ásmundar vakti athygli árið 2017 þegar hann nam alls 4,6 milljónum króna. Eftir það lagði hann einkabílnum og ferðast nú um á bílaleigubílum á kostnað þingsins. Í fyrra lækkaði kostnaðurinn niður í tvær og hálfa milljón króna en nú þegar einungis er litið til fyrstu tíu mánaða ársins nemur hann 3,5 milljónum króna og er því hið minnsta um að ræða 40% aukningu milli ára. Björn Leví telur að setja þurfi skýrari reglur þannig að rekja megi hvort ferðir séu vissulega vegna þingstarfa. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis í Bretlandi. „Það er eina leiðin til að það sé hægt að ganga á eftir því að einhver þingmaður mætti á fund sem var tvímælalaust vegna þingstarfa. Við höfum enga leið núna til að athuga hvort þingmaður rukkaði þingið fyrir þá fundarferð eða ekki. Við verðum að geta haft þann aðhaldsmöguleika.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Alþingi hefur birt tölur um aksturskostnað þingmanna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þar kemur fram að þingmenn hafa á tímabilinu fengið um 25 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturs. Á öllu árinu í fyrra nam kostnaðurinn um 30 milljónum króna. Níu landsbyggðarþingmenn taka um tvo þriðju hluta alls aksturskostnaðar, og eru greiðslur til þeirra á bilinu ein til þrjár og hálf milljónir króna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þar efstur á lista en næstur á eftir honum kemur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins með 2,3 milljónir króna. Báðir eru þeir úr Suðurkjördæmi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. „Það gefur tilefni til spurninga. Því tvímælalaust er ákveðinn kostnaður við að komast héðan og þaðan af landinu á þing og ekkert óeðlilega hár kostnaður í mörgum tilfellum. En þegar það er svona mikill munur á milli þingmanna frá sama svæði þá er kannski eðlilegt að það sé farið að spyrja spurninga,“ segir Björn Leví. Aksturskostnaður Ásmundar vakti athygli árið 2017 þegar hann nam alls 4,6 milljónum króna. Eftir það lagði hann einkabílnum og ferðast nú um á bílaleigubílum á kostnað þingsins. Í fyrra lækkaði kostnaðurinn niður í tvær og hálfa milljón króna en nú þegar einungis er litið til fyrstu tíu mánaða ársins nemur hann 3,5 milljónum króna og er því hið minnsta um að ræða 40% aukningu milli ára. Björn Leví telur að setja þurfi skýrari reglur þannig að rekja megi hvort ferðir séu vissulega vegna þingstarfa. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis í Bretlandi. „Það er eina leiðin til að það sé hægt að ganga á eftir því að einhver þingmaður mætti á fund sem var tvímælalaust vegna þingstarfa. Við höfum enga leið núna til að athuga hvort þingmaður rukkaði þingið fyrir þá fundarferð eða ekki. Við verðum að geta haft þann aðhaldsmöguleika.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05