Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Ari Brynjólfsson skrifar 11. nóvember 2019 07:15 Arkitektastofan sem hannaði Gardens by the Bay í Singapore, sem er öllu stærra í sniðum, kemur að verkefni ALDIN Biodome. Nordicphotos/Getty Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. Deiliskipulagið í útjaðri Elliðaárdals norðan Stekkjarbakka var samþykkt í borgarráði í júlí í síðastliðinn, eftir nokkurra ára þróunarferli. Breytingar á orðalagi í skilmálum skipulagsins vegna ábendinga Skipulagsstofnunar voru samþykktar í skipulagsráði 31. október. Skipulagið var svo samþykkt aftur í borgarráði á fimmtudag. Hjördís Sigurðardóttir, frumkvöðullinn að baki verkefninu, er verulega hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið. „Ekki voru gerðar neinar alvarlegar athugasemdir hvorki við ferlið eða samræmi við aðalskipulag,“ segir Hjördís. „Vegna þess að minnihlutinn var á móti í borgarráði þá þarf þetta að fara fyrir borgarstjórn.“ Næsti fundur borgarstjórnar er á þriðjudaginn eftir tvær vikur. Hjördís hefur verið með verkefnið í skipulagsferli hjá borginni í um þrjú ár. Hún segir þetta seinvirkt þó að hún hafi fullan skilning á að vanda þurfi til verka og fara þurfi í samráð við íbúa og hagsmunaaðila. „Þetta kerfi er alveg rosalega seinvirkt. Þeir sem vilja tefja verkefni, hvort sem það er af pólitískum ástæðum eða vegna einhverra annarra hvata, geta bara gert það með því að vera alltaf á móti.“ Verkefnið sem um ræðir á sér engar eiginlegar fyrirmyndir í heiminum. „Ég fæ hugmyndina í námi í Hollandi fyrir sjö árum. Þá tók ég eftir því hversu eftir á við erum þegar kemur að grænni hugmyndafræði,“ segir Hjördís. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. „Ég er búin að standa í þessu í rúm fjögur ár núna og mitt aðalverkefni hefur verið að útskýra hvað þetta er, því það er hvergi til neitt nákvæmlega eins. Í stuttu máli erum við að þróa innvið fyrir borgir framtíðarinnar og gefa Reykjavík tækifæri til að vera með ‚pilot útgáfuna‘ sem nú þegar hefur fengið heimsathygli.“ Það kostar rúmlega 4,5 milljarða að klára verkefnið. Hjálmar Sveinsson, sem var formaður umhverfis- og skipulagsráðs þegar verkefnið fór af stað, segir borgina ekki hafa spurt hverjir kæmu að fjármögnun verkefnisins. „Það er iðulega ekki spurt um nafn og nafnnúmer, það er bara tekin afstaða til verkefnisins. Það er ljóst hver er talsmaður verkefnisins,“ segir Hjálmar. Hjördís segir fjársterka aðila sýna verkefninu áhuga. „Þetta er einkaframtak. Helminginn fáum við að láni, svo erum við í viðræðum við mjög fjársterka aðila sem hafa sýnt verkefninu áhuga,“ segir Hjördís. Meðal samstarfsaðila er breska arkitektastofan WilkinsonEyre sem teiknar bygginguna og hannaði meðal annars Gardens by the Bay í Singapore. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. Deiliskipulagið í útjaðri Elliðaárdals norðan Stekkjarbakka var samþykkt í borgarráði í júlí í síðastliðinn, eftir nokkurra ára þróunarferli. Breytingar á orðalagi í skilmálum skipulagsins vegna ábendinga Skipulagsstofnunar voru samþykktar í skipulagsráði 31. október. Skipulagið var svo samþykkt aftur í borgarráði á fimmtudag. Hjördís Sigurðardóttir, frumkvöðullinn að baki verkefninu, er verulega hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið. „Ekki voru gerðar neinar alvarlegar athugasemdir hvorki við ferlið eða samræmi við aðalskipulag,“ segir Hjördís. „Vegna þess að minnihlutinn var á móti í borgarráði þá þarf þetta að fara fyrir borgarstjórn.“ Næsti fundur borgarstjórnar er á þriðjudaginn eftir tvær vikur. Hjördís hefur verið með verkefnið í skipulagsferli hjá borginni í um þrjú ár. Hún segir þetta seinvirkt þó að hún hafi fullan skilning á að vanda þurfi til verka og fara þurfi í samráð við íbúa og hagsmunaaðila. „Þetta kerfi er alveg rosalega seinvirkt. Þeir sem vilja tefja verkefni, hvort sem það er af pólitískum ástæðum eða vegna einhverra annarra hvata, geta bara gert það með því að vera alltaf á móti.“ Verkefnið sem um ræðir á sér engar eiginlegar fyrirmyndir í heiminum. „Ég fæ hugmyndina í námi í Hollandi fyrir sjö árum. Þá tók ég eftir því hversu eftir á við erum þegar kemur að grænni hugmyndafræði,“ segir Hjördís. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. „Ég er búin að standa í þessu í rúm fjögur ár núna og mitt aðalverkefni hefur verið að útskýra hvað þetta er, því það er hvergi til neitt nákvæmlega eins. Í stuttu máli erum við að þróa innvið fyrir borgir framtíðarinnar og gefa Reykjavík tækifæri til að vera með ‚pilot útgáfuna‘ sem nú þegar hefur fengið heimsathygli.“ Það kostar rúmlega 4,5 milljarða að klára verkefnið. Hjálmar Sveinsson, sem var formaður umhverfis- og skipulagsráðs þegar verkefnið fór af stað, segir borgina ekki hafa spurt hverjir kæmu að fjármögnun verkefnisins. „Það er iðulega ekki spurt um nafn og nafnnúmer, það er bara tekin afstaða til verkefnisins. Það er ljóst hver er talsmaður verkefnisins,“ segir Hjálmar. Hjördís segir fjársterka aðila sýna verkefninu áhuga. „Þetta er einkaframtak. Helminginn fáum við að láni, svo erum við í viðræðum við mjög fjársterka aðila sem hafa sýnt verkefninu áhuga,“ segir Hjördís. Meðal samstarfsaðila er breska arkitektastofan WilkinsonEyre sem teiknar bygginguna og hannaði meðal annars Gardens by the Bay í Singapore.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira