Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:40 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til örorkulífeyrisþega í fjáraukalögum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í andsvörum að frumvarpið til fjáraukalaga sýni „hversu fullkomlega þessi ríkisstjórn hefur misst tökin á ríkisfjármálunum.“ Þessu vísaði fjármálaráðherra algjörlega á bug og vísaði máli sínu til stuðnings til úttektar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skýrslu nefndar sjóðsins þar sem segir meðal annars að íslensk stjórnvöld hafi brugðist rétt við efnahagsáföllum á árinu. Sjá einnig: Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Stjórnarandstæðingar nýttu einnig tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að vekja máls á þeim atriðum sem þeim finnst vanta upp á í frumvarpi til fjáraukalaga. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði til að mynda að aukin framlög til Landspítalans samkvæmt fjáraukalögum virðist ekki duga til þar sem þegar hafi verið boðað til niðurskurðar á spítalanum. Oddný Harðardóttir sagði kenna ýmissa grasa í frumvarpinu. „Gagnrýnisvert er, og í raun algjörlega óásættanlegt, að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að greiða þeim sem treysta á lífeyrisgreiðslur hækkun í takt við lífskjarasamningana svokölluðu,“ sagði Oddný. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði Oddnýju á þá leið að horfa verði til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hafi þegar gripið til. „Ég held að það verði bara ekki of oft sagt að því svo virðist sem háttvirtir þingmenn telji að mjög margt af því sem gert hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar, í þágu tekjulægstu hópa samfélagsins, gagnist ekki örorkulífeyrisþegum. Það er ekki rétt,“ sagði Katrín. Nefndi hún í því sambandi til dæmis skattkerfisbreytingar þar sem innleitt verður þriggja þrepa kerfi sem að sögn Katrínar mun skila hlutfallslega mestri skattalækkun til tekjulægstu hópana. „Aðgerðir stjórnvalda sem hæstvirtur forsætisráðherra virðist svo ánægð með skila því meðal annars að of margir eldri borgarar og öryrkjar þurfa að framfleyta sér á tæpum 248 þúsund krónum á mánuði, sem er langt undir lágmarkslaunum og reyndar langt undir atvinnuleysisbótum,“ sagði Oddný í síðara andsvari sínu. Á morgun fer fram önnur umræða um fjárlög en í fyrramálið hyggst þingflokkur Samfylkingarinnar kynna breytingartillögur sínar við frumvarpið á blaðamannafundi. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til örorkulífeyrisþega í fjáraukalögum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í andsvörum að frumvarpið til fjáraukalaga sýni „hversu fullkomlega þessi ríkisstjórn hefur misst tökin á ríkisfjármálunum.“ Þessu vísaði fjármálaráðherra algjörlega á bug og vísaði máli sínu til stuðnings til úttektar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skýrslu nefndar sjóðsins þar sem segir meðal annars að íslensk stjórnvöld hafi brugðist rétt við efnahagsáföllum á árinu. Sjá einnig: Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Stjórnarandstæðingar nýttu einnig tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að vekja máls á þeim atriðum sem þeim finnst vanta upp á í frumvarpi til fjáraukalaga. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði til að mynda að aukin framlög til Landspítalans samkvæmt fjáraukalögum virðist ekki duga til þar sem þegar hafi verið boðað til niðurskurðar á spítalanum. Oddný Harðardóttir sagði kenna ýmissa grasa í frumvarpinu. „Gagnrýnisvert er, og í raun algjörlega óásættanlegt, að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að greiða þeim sem treysta á lífeyrisgreiðslur hækkun í takt við lífskjarasamningana svokölluðu,“ sagði Oddný. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði Oddnýju á þá leið að horfa verði til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hafi þegar gripið til. „Ég held að það verði bara ekki of oft sagt að því svo virðist sem háttvirtir þingmenn telji að mjög margt af því sem gert hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar, í þágu tekjulægstu hópa samfélagsins, gagnist ekki örorkulífeyrisþegum. Það er ekki rétt,“ sagði Katrín. Nefndi hún í því sambandi til dæmis skattkerfisbreytingar þar sem innleitt verður þriggja þrepa kerfi sem að sögn Katrínar mun skila hlutfallslega mestri skattalækkun til tekjulægstu hópana. „Aðgerðir stjórnvalda sem hæstvirtur forsætisráðherra virðist svo ánægð með skila því meðal annars að of margir eldri borgarar og öryrkjar þurfa að framfleyta sér á tæpum 248 þúsund krónum á mánuði, sem er langt undir lágmarkslaunum og reyndar langt undir atvinnuleysisbótum,“ sagði Oddný í síðara andsvari sínu. Á morgun fer fram önnur umræða um fjárlög en í fyrramálið hyggst þingflokkur Samfylkingarinnar kynna breytingartillögur sínar við frumvarpið á blaðamannafundi.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38
Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55