Fastagestur í lauginni á Þingeyri tók nektarmyndirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2019 13:15 Frá Þingeyri á Vestfjörðum. Vísir/Egill Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. Um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri samkvæmt heimildum Vísis. Málið kom upp í ársbyrjun 2018 en um það leyti lagði lögregla hald á snjallsíma mannsins sem innihélt myndskeið af stúlkum og mæðrum í sturtu. Þá voru þrír minnislyklar og spjaldtölva mannsins sömuleiðis gerð upptæk. Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, segir í samtali við Vísi að strax hafi verið brugðist við þegar málið komst upp. Nýtt þil hafi verið smíðað á milli klefanna til að koma í veg fyrir iðju á borð við þessa.Mynd innan úr sundlauginni á Þingeyri. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.Hún segir að ekki sé hægt að átta sig á svona hugmyndaflugi fólks, jafnvel þótt hugað sé að vörnum. Um leið og komið hafi í ljós að eitthvað hafi verið athugavert hafi menn sem kunna til verka komið fyrir alla svona möguleika. Bótakröfur á hendur manninum frá brotaþolum nema 10,5 milljónum króna. Málið var nýlega þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða. Maðurinn mun hafa flutt úr landi eftir að málið kom upp. Hann er ákærður fyrir kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot nánar tiltekið, og brot á barnaverndarlögum. Vísir fjallaði um málið í gær en þá lá ekki fyrir hvar brotið átti sér stað eða hvaða tengsl ákærði hafði við sundlaugina. Veltu margir fyrir sér hvar málið hefði komið upp og hver ætti í hlut. Blaðamaður þekkir til eins dæmis um fyrrverandi starfsmann við sundlaug á Vestfjörðum sem hefur ranglega verið bendlaður við málið. Sá íhugar að leita réttar síns vegna slúðursagna. Ísafjarðarbær Kynferðisofbeldi Sundlaugar Tengdar fréttir Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. Um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri samkvæmt heimildum Vísis. Málið kom upp í ársbyrjun 2018 en um það leyti lagði lögregla hald á snjallsíma mannsins sem innihélt myndskeið af stúlkum og mæðrum í sturtu. Þá voru þrír minnislyklar og spjaldtölva mannsins sömuleiðis gerð upptæk. Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, segir í samtali við Vísi að strax hafi verið brugðist við þegar málið komst upp. Nýtt þil hafi verið smíðað á milli klefanna til að koma í veg fyrir iðju á borð við þessa.Mynd innan úr sundlauginni á Þingeyri. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.Hún segir að ekki sé hægt að átta sig á svona hugmyndaflugi fólks, jafnvel þótt hugað sé að vörnum. Um leið og komið hafi í ljós að eitthvað hafi verið athugavert hafi menn sem kunna til verka komið fyrir alla svona möguleika. Bótakröfur á hendur manninum frá brotaþolum nema 10,5 milljónum króna. Málið var nýlega þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða. Maðurinn mun hafa flutt úr landi eftir að málið kom upp. Hann er ákærður fyrir kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot nánar tiltekið, og brot á barnaverndarlögum. Vísir fjallaði um málið í gær en þá lá ekki fyrir hvar brotið átti sér stað eða hvaða tengsl ákærði hafði við sundlaugina. Veltu margir fyrir sér hvar málið hefði komið upp og hver ætti í hlut. Blaðamaður þekkir til eins dæmis um fyrrverandi starfsmann við sundlaug á Vestfjörðum sem hefur ranglega verið bendlaður við málið. Sá íhugar að leita réttar síns vegna slúðursagna.
Ísafjarðarbær Kynferðisofbeldi Sundlaugar Tengdar fréttir Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34