Varð gagntekinn af gítartónum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. október 2019 07:30 Manuel Barrueco hefur starfað með mörgum af fremstu listamönnum heims. Hann kemur fram í Salnum á sunnudag. Fréttablaðið/Ernir Gítarleikarinn Manuel Barrueco heldur einleikstónleika í Salnum sunnudaginn 3. nóvember klukkan 16. Á efnisskrá tónleikanna eru verk frá Kúbu og Spáni, en sterk tengsl eru á milli þessara landa því Kúba var lengi spænsk nýlenda. Listamaðurinn verður einnig með masterklass 4. og 5. nóvember í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hann hefur áður haldið vel sótta tónleika hér á landi, en eiginkona hans er íslensk. Barrueco er einn fremsti gítarleikari heims og hefur verið tilnefndur til fjölda Grammy-verðlauna. Hann hefur starfað með mörgum af fremstu listamönnum heims og má þar nefna Placido Domingo og Barböru Hendricks. Fjöldinn allur af hljómplötum og geisladiskum með leik hans hefur komið út. Nýlega var gerð heimildarmynd um hann sem sýnd hefur verið víðs vegar um Bandaríkin.Óttaðist um móður sína Barrueco ólst upp á Kúbu og byrjaði að leika á gítar átta ára gamall. „Tónlist skiptir miklu máli í kúbönsku samfélagi. Frændur mínir fóru að leika á gítar og systur mínar tvær vildu læra á gítar. Tónlistarkennslan fór fram á heimilinu, ég varð gagntekinn og bað um að fá að læra líka,“ segir hann. Hann flutti til Bandaríkjanna þegar hann var fjórtán ára gamall með fjölskyldu sinni. „Sem krakki gekk ég í kaþólskan skóla og lífið var þægilegt fyrir byltingu. Fjölskyldumeðlimir voru ekki kommúnistar og það að vera ekki kommúnisti í kommúnísku þjóðfélagi var erfitt og nokkrir fjölskyldumeðlimir voru fangelsaðir. Fjölskyldan ákvað að flytja til Bandaríkjanna og það tók fimm ár að fá leyfi og í millitíðinni var faðir minn sviptur vinnu sinni. Þessi tími var erfiður. Ég óttaðist sérstaklega um móður mína sem talaði mjög opinskátt gegn stjórnvöldum. Ég var hræddur um að eitthvað myndi henda hana. Þegar við komum til Bandaríkjanna hvarf sá ótti. Svo byrjuðum við að aðlagast nýju landi.“ Veraldarvanur prestur Það eru orðin 52 ár síðan hann flutti frá Kúbu og hann hefur ekki komið þangað síðan. „Þar er einræðisstjórn og meðan svo er vil ég ekki koma þangað. Ef ég myndi snúa aftur í heimabæ minn myndi ég nánast ekki þekkja neinn. Fjölskyldumeðlimir eru dánir eða fluttir þaðan. Ég myndi hitta gamalt fólk sem ég þekkti sem barn og myndi ekki þekkja það aftur. Eina manneskju myndi ég þó örugglega þekkja. Þegar ég var ellefu ára nemandi í tónlistarskólanum þá var annar nemandi ári yngri en ég. Hann var mjög veraldarvanur, átti kærustu og mig langaði alltaf til að verða eins og hann. Hann varð síðan kaþólskur prestur og við höfum nokkrum sinnum hist í Bandaríkjunum.“ Barrueco hefur náð gríðarlega langt í list sinni en er afar tregur til að ræða um velgengni sína. „Mér hefur gengið vel,“ segir hann af stakri hógværð. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Gítarleikarinn Manuel Barrueco heldur einleikstónleika í Salnum sunnudaginn 3. nóvember klukkan 16. Á efnisskrá tónleikanna eru verk frá Kúbu og Spáni, en sterk tengsl eru á milli þessara landa því Kúba var lengi spænsk nýlenda. Listamaðurinn verður einnig með masterklass 4. og 5. nóvember í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hann hefur áður haldið vel sótta tónleika hér á landi, en eiginkona hans er íslensk. Barrueco er einn fremsti gítarleikari heims og hefur verið tilnefndur til fjölda Grammy-verðlauna. Hann hefur starfað með mörgum af fremstu listamönnum heims og má þar nefna Placido Domingo og Barböru Hendricks. Fjöldinn allur af hljómplötum og geisladiskum með leik hans hefur komið út. Nýlega var gerð heimildarmynd um hann sem sýnd hefur verið víðs vegar um Bandaríkin.Óttaðist um móður sína Barrueco ólst upp á Kúbu og byrjaði að leika á gítar átta ára gamall. „Tónlist skiptir miklu máli í kúbönsku samfélagi. Frændur mínir fóru að leika á gítar og systur mínar tvær vildu læra á gítar. Tónlistarkennslan fór fram á heimilinu, ég varð gagntekinn og bað um að fá að læra líka,“ segir hann. Hann flutti til Bandaríkjanna þegar hann var fjórtán ára gamall með fjölskyldu sinni. „Sem krakki gekk ég í kaþólskan skóla og lífið var þægilegt fyrir byltingu. Fjölskyldumeðlimir voru ekki kommúnistar og það að vera ekki kommúnisti í kommúnísku þjóðfélagi var erfitt og nokkrir fjölskyldumeðlimir voru fangelsaðir. Fjölskyldan ákvað að flytja til Bandaríkjanna og það tók fimm ár að fá leyfi og í millitíðinni var faðir minn sviptur vinnu sinni. Þessi tími var erfiður. Ég óttaðist sérstaklega um móður mína sem talaði mjög opinskátt gegn stjórnvöldum. Ég var hræddur um að eitthvað myndi henda hana. Þegar við komum til Bandaríkjanna hvarf sá ótti. Svo byrjuðum við að aðlagast nýju landi.“ Veraldarvanur prestur Það eru orðin 52 ár síðan hann flutti frá Kúbu og hann hefur ekki komið þangað síðan. „Þar er einræðisstjórn og meðan svo er vil ég ekki koma þangað. Ef ég myndi snúa aftur í heimabæ minn myndi ég nánast ekki þekkja neinn. Fjölskyldumeðlimir eru dánir eða fluttir þaðan. Ég myndi hitta gamalt fólk sem ég þekkti sem barn og myndi ekki þekkja það aftur. Eina manneskju myndi ég þó örugglega þekkja. Þegar ég var ellefu ára nemandi í tónlistarskólanum þá var annar nemandi ári yngri en ég. Hann var mjög veraldarvanur, átti kærustu og mig langaði alltaf til að verða eins og hann. Hann varð síðan kaþólskur prestur og við höfum nokkrum sinnum hist í Bandaríkjunum.“ Barrueco hefur náð gríðarlega langt í list sinni en er afar tregur til að ræða um velgengni sína. „Mér hefur gengið vel,“ segir hann af stakri hógværð.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira