Fullorðna fólkið á Djúpavogi tók hrekkjavöku með trompi Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2019 22:56 Frá hrekkjavöku á Djúpavogi í kvöld. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hrekkjavakan var tekin með trompi á Djúpavogi í dag. Þar voru það ekki aðeins krakkarnir sem klæddust búningum og gervum heldur einnig fullorðnir, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2. Þannig voru kennararnir í grunnskólanum á Djúpavogi klæddir og málaðir eins og uppvakningar, þegar Stöðvar 2-menn ráku þar inn nefið í hádeginu.Starfsmenn á Hótel Framtíð á Djúpavogi í gervum sínum í dag. Annar "uppvakningurinn" var með blóðtaumana á hálsinum, hinn á handleggnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Hótel Framtíð tóku hótelstjórinn og aðrir starfsmenn á móti gestum með „blóðtaumana“ í andlitinu og buðu upp á beinagrindafisk frá Búlandstindi á hádegismatseðli. Þá mátti sjá ýmsar ófrýnilegar myrkraverur afgreiða gesti veitingastaðarins Við Voginn. Staðurinn var auk þess skreyttur allskyns „hryllingi“.Guðrún Anna Eðvaldsdóttir, eigandi Hótels Framtíðar, slakar á með "blóðtaumana" í andlitinu og risakönguló á höfðinu á verönd hótelsins síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Börnin á Djúpavogi klæddu sig í gervi norna, drauga og annarra hrollvekjandi óvætta þegar þau gengu á milli húsa og buðu upp á „grikk eða gott“. Fyrir yngri börnin var haldið hrekkjavökubúningaball síðdegis en unglingarnir fóru á hrekkjavöku í kvöld í Hálsaskógi skammt utan við Djúpavog með ratleik og draugagangi.Vinkonur við Djúpavogsskóla í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fullorðna fólkinu var boðið upp á notalega hugleiðslustund í sundlauginni með „kertaljósum og kósy“ í kvöld. Djúpivogur og Búlandstindur skörtuðu sínu fegursta í veðurblíðunni í dag. Til vinstri sést inn í Hamarsfjörð en spegilsléttur Berufjörður opnast til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dagskráin á Djúpavogi er hluti af fimm daga byggðahátíð Austurlands sem nefnist Dagar myrkurs. Þar eru Austfirðingar hvattir til samveru og að gera sér glaða daga nú þegar skammdegið fer í hönd og lýsa það upp. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um hrekkjavökuna: Djúpivogur Hrekkjavaka Tengdar fréttir Austfirðingar baða sig við kertaljós þegar dagar myrkurs fara í hönd Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá Fljótsdalshéraði. 30. október 2019 22:53 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Hrekkjavakan var tekin með trompi á Djúpavogi í dag. Þar voru það ekki aðeins krakkarnir sem klæddust búningum og gervum heldur einnig fullorðnir, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2. Þannig voru kennararnir í grunnskólanum á Djúpavogi klæddir og málaðir eins og uppvakningar, þegar Stöðvar 2-menn ráku þar inn nefið í hádeginu.Starfsmenn á Hótel Framtíð á Djúpavogi í gervum sínum í dag. Annar "uppvakningurinn" var með blóðtaumana á hálsinum, hinn á handleggnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Hótel Framtíð tóku hótelstjórinn og aðrir starfsmenn á móti gestum með „blóðtaumana“ í andlitinu og buðu upp á beinagrindafisk frá Búlandstindi á hádegismatseðli. Þá mátti sjá ýmsar ófrýnilegar myrkraverur afgreiða gesti veitingastaðarins Við Voginn. Staðurinn var auk þess skreyttur allskyns „hryllingi“.Guðrún Anna Eðvaldsdóttir, eigandi Hótels Framtíðar, slakar á með "blóðtaumana" í andlitinu og risakönguló á höfðinu á verönd hótelsins síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Börnin á Djúpavogi klæddu sig í gervi norna, drauga og annarra hrollvekjandi óvætta þegar þau gengu á milli húsa og buðu upp á „grikk eða gott“. Fyrir yngri börnin var haldið hrekkjavökubúningaball síðdegis en unglingarnir fóru á hrekkjavöku í kvöld í Hálsaskógi skammt utan við Djúpavog með ratleik og draugagangi.Vinkonur við Djúpavogsskóla í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fullorðna fólkinu var boðið upp á notalega hugleiðslustund í sundlauginni með „kertaljósum og kósy“ í kvöld. Djúpivogur og Búlandstindur skörtuðu sínu fegursta í veðurblíðunni í dag. Til vinstri sést inn í Hamarsfjörð en spegilsléttur Berufjörður opnast til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dagskráin á Djúpavogi er hluti af fimm daga byggðahátíð Austurlands sem nefnist Dagar myrkurs. Þar eru Austfirðingar hvattir til samveru og að gera sér glaða daga nú þegar skammdegið fer í hönd og lýsa það upp. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um hrekkjavökuna:
Djúpivogur Hrekkjavaka Tengdar fréttir Austfirðingar baða sig við kertaljós þegar dagar myrkurs fara í hönd Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá Fljótsdalshéraði. 30. október 2019 22:53 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Austfirðingar baða sig við kertaljós þegar dagar myrkurs fara í hönd Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá Fljótsdalshéraði. 30. október 2019 22:53