Keppa í gamanmyndagerð á Flateyri Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 16:12 Gamanmyndahátíðin er haldin á Flateyri. Vísir/Anton Brink Fjórða gamanmyndahátíðin verður haldin á Flateyri dagana 19. til 22. september næstkomandi. Grín og gaman ræður ríkjum á þessari hátíð en þar eru ýmist sýndar kvikmyndir, haldnir tónleikar, uppistand eða annað sem gaman er. Á meðal þess sem verður á dagskrá á hátíðinni í ár er kvöldskemmtun með Tvíhöfða, sveitaball með hljómsveitinni Á móti sól, heiðurssýning á Stellu í Orlofi að viðstaddri aðalleikkonunni Eddu Björgvinsdóttur og Chaplin tónleikasýning Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ásamt því verða 30 gamanmyndir sýndar á hátíðinni og verður veitingastaðurinn Jómfrúin með Pop-up veitingstað. Á Gamanmyndahátíðinni í ár verður keppt í gamanmyndagerð, þar sem liðin fá 48 klukkustundir til að fullgera gamanmynd frá hugmynd að frumsýningu. Það hafa verið haldnar 48 stunda kvikmyndakeppnir víða um heim, en nú verður hún haldin í fyrsta sinn á Íslandi, á Iceland Comedy Film Festival, þar sem húmor og gleði mun ráða ríkjum. Fyrirkomulagið er þannig að liðin eru skipuð þremur þátttakendum, hvert lið fær ókeypis gistingu fyrir þrjá á Flateyri og þrjú hátíðararmbönd á Gamanmyndahátíðina. Liðum er þó heimilt að styðjast við fleiri aðstoðarmenn og leikara. Miðvikudaginn 18. September næstkomandi verður Arnór Pálmi, leiðbeinandi keppninnar, með örnámskeið í gamanmyndagerð, að því loknu verður þema ársins kynnt og klukkan byrjar að telja niður. Fullkláruðum gamanmyndum þarf að skila inn föstudagskvöldið 20. september. Arnór Pálmi verður liðunum innan handar bæði varðandi handritsgerð, tökur og klippingu á meðan á ferlinu stendur. Liðin þurfa sjálf að útvega sér tökubúnað en mögulegt verður að komast í klippitölvur Lýðskóla Flateyrar. Myndirnar verða að því loknu sýndar á Gamanmyndahátíðinni þar sem fyndnasta 48 stunda gamanmyndin verður verðlaunuð. Nánari upplýsingar um keppnina og hátíðina má finna hér. Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Uppistand Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Fjórða gamanmyndahátíðin verður haldin á Flateyri dagana 19. til 22. september næstkomandi. Grín og gaman ræður ríkjum á þessari hátíð en þar eru ýmist sýndar kvikmyndir, haldnir tónleikar, uppistand eða annað sem gaman er. Á meðal þess sem verður á dagskrá á hátíðinni í ár er kvöldskemmtun með Tvíhöfða, sveitaball með hljómsveitinni Á móti sól, heiðurssýning á Stellu í Orlofi að viðstaddri aðalleikkonunni Eddu Björgvinsdóttur og Chaplin tónleikasýning Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ásamt því verða 30 gamanmyndir sýndar á hátíðinni og verður veitingastaðurinn Jómfrúin með Pop-up veitingstað. Á Gamanmyndahátíðinni í ár verður keppt í gamanmyndagerð, þar sem liðin fá 48 klukkustundir til að fullgera gamanmynd frá hugmynd að frumsýningu. Það hafa verið haldnar 48 stunda kvikmyndakeppnir víða um heim, en nú verður hún haldin í fyrsta sinn á Íslandi, á Iceland Comedy Film Festival, þar sem húmor og gleði mun ráða ríkjum. Fyrirkomulagið er þannig að liðin eru skipuð þremur þátttakendum, hvert lið fær ókeypis gistingu fyrir þrjá á Flateyri og þrjú hátíðararmbönd á Gamanmyndahátíðina. Liðum er þó heimilt að styðjast við fleiri aðstoðarmenn og leikara. Miðvikudaginn 18. September næstkomandi verður Arnór Pálmi, leiðbeinandi keppninnar, með örnámskeið í gamanmyndagerð, að því loknu verður þema ársins kynnt og klukkan byrjar að telja niður. Fullkláruðum gamanmyndum þarf að skila inn föstudagskvöldið 20. september. Arnór Pálmi verður liðunum innan handar bæði varðandi handritsgerð, tökur og klippingu á meðan á ferlinu stendur. Liðin þurfa sjálf að útvega sér tökubúnað en mögulegt verður að komast í klippitölvur Lýðskóla Flateyrar. Myndirnar verða að því loknu sýndar á Gamanmyndahátíðinni þar sem fyndnasta 48 stunda gamanmyndin verður verðlaunuð. Nánari upplýsingar um keppnina og hátíðina má finna hér.
Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Uppistand Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira