Úr kennslu í Skagafirði á skólabekk í Stanford Sveinn Arnarsson skrifar 24. maí 2019 06:00 Sauðárkrókur þar sem Ingvi Hrannar Ómarsson kennir. Fréttablaðið/Pjetur Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari á Sauðárkróki, hefur fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum næsta skólaár. Aðeins sautján aðrir nemendur hefja nám með honum. Ingvi Hrannar var valinn einn af hundrað áhrifamestu kennarum í heiminum af samtökunum HundrED og fékk æðstu viðurkenningu Google og Apple til kennara vegna notkunar tækni í kennslu barna. „Í haust mun ég hefja framhaldsnám við Stanford Graduate School of Education, að læra Learning, Design & Technology,“ segir Ingvi Hrannar og bendir á að fáir ef nokkrir grunnskólakennarar á Íslandi hafi fengið inn í svo virtan skóla á sviði menntunar. „Síðastliðin níu ár, að undanskildu skólaárinu 2013-2014 þar sem ég var í meistaranámi í frumkvöðlafræði og nýsköpun við Háskólann í Lundi, hef ég starfað við grunnskólana þrjá í Skagafirði. Fyrst sem umsjónarkennari 1. til 3. bekkjar í Árskóla og síðustu fimm ár sem kennsluráðgjafi í upplýsingatækni, skólaþróun og nýsköpun á fræðslusviði sveitarfélagsins Skagafjarðar.“Ingvi Hrannar ÓmarssonaðsendÞar sem Ingvi Hrannar hefur aðeins unnið í níu ár sem kennari getur hann ekki óskað eftir að fá launað námsleyfi frá Kennarasambandi Íslands þar sem viðmiðið er að kennari þarf að hafa unnið í að minnsta kosti tíu ár til að fá launað námsleyfi. Einnig hafnaði sveitarfélagið honum um launað leyfi á dögunum. Stanford er einn virtasti háskóli heims og því afar mikið afrek fyrir ungan grunnskólakennara að hafa fengið inngöngu í skólann. „Þessi skóli er af mörgum talinn sá fremsti í heiminum og verð ég einn átján nemenda sem hefja nám við deildina í haust,“ segir Ingvi Hrannar. Að sögn Ingva Hrannars er mikilvægt fyrir hann að koma heim að námi loknu og nýta þekkinguna til að efla menntun íslenskra skólabarna. „Ég hlakka til að snúa aftur til Íslands að námi loknu og hjálpa íslenska menntakerfinu að verða það fremsta í heiminum, þannig að öll börn, óháð búsetu, kyni, uppruna eða fjárhag geti átt bjarta framtíð,“ segir Ingvi Hrannar Ómarsson. Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari á Sauðárkróki, hefur fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum næsta skólaár. Aðeins sautján aðrir nemendur hefja nám með honum. Ingvi Hrannar var valinn einn af hundrað áhrifamestu kennarum í heiminum af samtökunum HundrED og fékk æðstu viðurkenningu Google og Apple til kennara vegna notkunar tækni í kennslu barna. „Í haust mun ég hefja framhaldsnám við Stanford Graduate School of Education, að læra Learning, Design & Technology,“ segir Ingvi Hrannar og bendir á að fáir ef nokkrir grunnskólakennarar á Íslandi hafi fengið inn í svo virtan skóla á sviði menntunar. „Síðastliðin níu ár, að undanskildu skólaárinu 2013-2014 þar sem ég var í meistaranámi í frumkvöðlafræði og nýsköpun við Háskólann í Lundi, hef ég starfað við grunnskólana þrjá í Skagafirði. Fyrst sem umsjónarkennari 1. til 3. bekkjar í Árskóla og síðustu fimm ár sem kennsluráðgjafi í upplýsingatækni, skólaþróun og nýsköpun á fræðslusviði sveitarfélagsins Skagafjarðar.“Ingvi Hrannar ÓmarssonaðsendÞar sem Ingvi Hrannar hefur aðeins unnið í níu ár sem kennari getur hann ekki óskað eftir að fá launað námsleyfi frá Kennarasambandi Íslands þar sem viðmiðið er að kennari þarf að hafa unnið í að minnsta kosti tíu ár til að fá launað námsleyfi. Einnig hafnaði sveitarfélagið honum um launað leyfi á dögunum. Stanford er einn virtasti háskóli heims og því afar mikið afrek fyrir ungan grunnskólakennara að hafa fengið inngöngu í skólann. „Þessi skóli er af mörgum talinn sá fremsti í heiminum og verð ég einn átján nemenda sem hefja nám við deildina í haust,“ segir Ingvi Hrannar. Að sögn Ingva Hrannars er mikilvægt fyrir hann að koma heim að námi loknu og nýta þekkinguna til að efla menntun íslenskra skólabarna. „Ég hlakka til að snúa aftur til Íslands að námi loknu og hjálpa íslenska menntakerfinu að verða það fremsta í heiminum, þannig að öll börn, óháð búsetu, kyni, uppruna eða fjárhag geti átt bjarta framtíð,“ segir Ingvi Hrannar Ómarsson.
Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira