Vonar að útilistaverkið Pálmatré rísi í Vogabyggð Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. apríl 2019 20:33 Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur vonar að útilistaverkið Pálmatré rísi í nýju hverfi í Vogabyggð og spáir að það verði það mikill gleðigjafi. Hún segir að oft skapist mikil umræða og jafnvel gagnrýni um útilistaverk en umræðan um þetta verk í vetur hafi verið sérlega harkaleg. Mikil umræða skapaðist eftir að tilkynnt var í janúar að útilistaverkið pálmatré hefði unnið í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem haldin hefur verið hér á landi. Borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýndu kostnaðinn við verkið en gert er ráð að hann verði um 140 milljónir króna. Þá var gagnrýnt að ólíklegt væri að pálmatré gæti lifað af íslenska veðráttu. Borgarfulltrúar meirihlutans ákváðu að láta kostnaðargreina verkefni og er það mál nú í ferli. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur vonar að verkið fái að rísa. „Ég vona að það verði og þá kannski geti menn tekið umræðuna um listina, um hvaða áhrif þetta verk hefur á umhverfi sitt og hverskonar gleðigjafi það verður vonandi í Vogabyggð,“ segir Ólöf Kristín Pálsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Rætt var um list í almannarými á Kjarvalsstöðum í gær. Þar kom fram að í gegnum tíðina hafi oft skapast mikil umræða um útilistaverk. „Ég held að í þessu tilfelli hafi verkið komið inn í viðkvæmt pólitískt ástand. Þeir sem voru neikvæðir voru sérstaklega háværir en þetta á sér hliðstæðu í sögunni,“ segir Ólöf safnstjóri. Sólfarið við Sæbrautina í Reykjavík er meðal þeirra útilistaverka sem var mikið gagnrýnt þegar það var sett upp á sínum tíma og hafði fólk til dæmis áhyggjur af því að slysahætta gæti skapast í kringum verkið sem nú er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Reykjavík Borgarstjórn Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur vonar að útilistaverkið Pálmatré rísi í nýju hverfi í Vogabyggð og spáir að það verði það mikill gleðigjafi. Hún segir að oft skapist mikil umræða og jafnvel gagnrýni um útilistaverk en umræðan um þetta verk í vetur hafi verið sérlega harkaleg. Mikil umræða skapaðist eftir að tilkynnt var í janúar að útilistaverkið pálmatré hefði unnið í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem haldin hefur verið hér á landi. Borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýndu kostnaðinn við verkið en gert er ráð að hann verði um 140 milljónir króna. Þá var gagnrýnt að ólíklegt væri að pálmatré gæti lifað af íslenska veðráttu. Borgarfulltrúar meirihlutans ákváðu að láta kostnaðargreina verkefni og er það mál nú í ferli. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur vonar að verkið fái að rísa. „Ég vona að það verði og þá kannski geti menn tekið umræðuna um listina, um hvaða áhrif þetta verk hefur á umhverfi sitt og hverskonar gleðigjafi það verður vonandi í Vogabyggð,“ segir Ólöf Kristín Pálsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Rætt var um list í almannarými á Kjarvalsstöðum í gær. Þar kom fram að í gegnum tíðina hafi oft skapast mikil umræða um útilistaverk. „Ég held að í þessu tilfelli hafi verkið komið inn í viðkvæmt pólitískt ástand. Þeir sem voru neikvæðir voru sérstaklega háværir en þetta á sér hliðstæðu í sögunni,“ segir Ólöf safnstjóri. Sólfarið við Sæbrautina í Reykjavík er meðal þeirra útilistaverka sem var mikið gagnrýnt þegar það var sett upp á sínum tíma og hafði fólk til dæmis áhyggjur af því að slysahætta gæti skapast í kringum verkið sem nú er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Reykjavík
Borgarstjórn Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira