Fjölskylduhjálp þarf að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 24. júní 2019 22:36 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Há húsaleiga er meðal ástæðu þess að Fjölskylduhjálp Íslands muni ekki geta veitt matarúthlutanir frá 1. júlí til 1. september. Formaður Fjölskylduhjálpar hefur verulegar áhyggjur og segir samtökin þó ætla að reyna að halda úti neyðaraðstoð fyrir þá allra verst settu. Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið starfrækt í sextán ár og tilheyrir hún félagsþjónustunni á stórhöfuðborgarsvæðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem grípa þarf til þeirra aðgerða að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts. Fjölskylduhjálp veitir hátt í níu hundruð matargjafir á mánuði og er aðstoðin meðal annars fjármögnuð með framlögum, söfnunum og flóamörkuðum sem starfræktir eru í Reykjavík og á Reykjanesi. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir lokunina nauðsynlega til að geta byggt samtökin fjárhagslega upp fyrir veturinn. „Þegar að við erum að fá kannski eina milljón á ári frá Reykjavíkurborg, eina milljón frá ríkinu, þetta er náttúrulega voðalega lítið en það er svo skrítið að þó svo að við erum búin að vera hluti af félagsþjónustunni í sextán ár að þá einhvern vegin erum við hundsaðar.“ Hún segir að þrengt hafi að starfseminni síðustu ár meðal annars vegna húsaleigu. Ekki sé hægt að fara í vanskil þar og því þessi ákvörðun tekin. „Það er náttúrulega svolítið mikið að borga á milli 11 og 12 hundruð þúsund á mánuði og þá eru það báðir staðirnir og við náttúrulega rekum sendibíl því að við vorum að borga hátt í tvær og hálfa milljón á ári í sendibílakostnað. Þannig að það var fyrir nokkrum árum sem við keyptum bíl og hann náttúrulega marg búinn að borga sig en það eru bara kostnaðir, ég meina virðisauki af öllum vörum sem við kaupum, matvörum, og við fáum hann ekki endurgreiddan.“ Samtökin ætli þó að vera með neyðaraðstoð. „Þá er ég að tala um þegar fólk er algjörlega bara úrkula vonar um að geta á einn eða neinn hátt bjargað sér,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar. Félagsmál Hjálparstarf Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Há húsaleiga er meðal ástæðu þess að Fjölskylduhjálp Íslands muni ekki geta veitt matarúthlutanir frá 1. júlí til 1. september. Formaður Fjölskylduhjálpar hefur verulegar áhyggjur og segir samtökin þó ætla að reyna að halda úti neyðaraðstoð fyrir þá allra verst settu. Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið starfrækt í sextán ár og tilheyrir hún félagsþjónustunni á stórhöfuðborgarsvæðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem grípa þarf til þeirra aðgerða að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts. Fjölskylduhjálp veitir hátt í níu hundruð matargjafir á mánuði og er aðstoðin meðal annars fjármögnuð með framlögum, söfnunum og flóamörkuðum sem starfræktir eru í Reykjavík og á Reykjanesi. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir lokunina nauðsynlega til að geta byggt samtökin fjárhagslega upp fyrir veturinn. „Þegar að við erum að fá kannski eina milljón á ári frá Reykjavíkurborg, eina milljón frá ríkinu, þetta er náttúrulega voðalega lítið en það er svo skrítið að þó svo að við erum búin að vera hluti af félagsþjónustunni í sextán ár að þá einhvern vegin erum við hundsaðar.“ Hún segir að þrengt hafi að starfseminni síðustu ár meðal annars vegna húsaleigu. Ekki sé hægt að fara í vanskil þar og því þessi ákvörðun tekin. „Það er náttúrulega svolítið mikið að borga á milli 11 og 12 hundruð þúsund á mánuði og þá eru það báðir staðirnir og við náttúrulega rekum sendibíl því að við vorum að borga hátt í tvær og hálfa milljón á ári í sendibílakostnað. Þannig að það var fyrir nokkrum árum sem við keyptum bíl og hann náttúrulega marg búinn að borga sig en það eru bara kostnaðir, ég meina virðisauki af öllum vörum sem við kaupum, matvörum, og við fáum hann ekki endurgreiddan.“ Samtökin ætli þó að vera með neyðaraðstoð. „Þá er ég að tala um þegar fólk er algjörlega bara úrkula vonar um að geta á einn eða neinn hátt bjargað sér,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar.
Félagsmál Hjálparstarf Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira