Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 20:30 Ólafur Örn Bragason segir það ekki rétt að verið sé að herða reglur um inngöngu fólks með ADHD í lögregluna. Vísir/Andri Marinó Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. „Það er ekki rétt, þau viðmið voru áður að það væri útilokandi þáttur en við uppfærðum þau viðmið 15. júlí síðastliðinn. Nú er talað um það að þetta geti verið útilokandi þáttur eftir mat en er ekki útilokandi þáttur lengur.“ ADHD-samtökin hafa mótmælt því harðlega að inntökuskilyrðum í lögreglunám hafi verið breytt. Samtökin fullyrða að þetta sé í fyrsta sinn sem þrengt sé verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD hér á landi. Ólafur ræddi þetta í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Ólafur segir að miðað við þau viðmið sem birt voru fyrr sé búið að slaka á viðmiðunum. Hann segir ADHD ekki hafa haft samband við lögreglu vegna málsins og hann hafi gjarnan viljað rætt við þau áður en kvörtun hafi borist. Þá hafi ADHD samtökin borið viðmiðin saman við norska herinn og segir Ólafur það ekki standast þar sem ekki sé her hér á landi. „Við viljum ekki bera okkur saman við her. Við berum okkur hins vegar saman við viðmið annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum.“ Það séu sérfræðilæknar sem setji þessi viðmið, ekki starfsfólk mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. Sérfræðilæknarnir setji kröfurnar í samræmi við kröfur annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum og þá sérstaklega í Noregi.Íslensku kröfurnar séu skapaðar í mynd krafa sem séu í gildi í norska lögregluháskólanum á þessu starfsári.Hvað er það við ADHD sem fer ekki saman við störf lögreglunnar?„Vissulega er horft til lögreglustarfsins sem slíks við þetta mat og þau fjölbreyttu hlutverk sem lögreglan þarf að sinna og meðal annars hefur verið að horfa til forgangsaksturs í umferðinni og til meðferðar skotvopna og annarra krefjandi aðstæðna sem lögreglumenn þurfa að [takast á við].“ „Ef umsækjendur, alveg sama hvaða lyf það eru, við erum ekkert sérstaklega að horfa á ADHD í því tilfelli, en ef að viðkomandi er að nota lyf sem skerða hæfni viðkomandi til aksturs þá hefur það áhrif, vissulega.“ Áður en núverandi reglur tóku gildi voru einstaklingar með ADHD alveg útilokaðir frá lögreglunni en nú er búið að slaka á reglunum og eiga einstaklingar með ADHD möguleika á að komast inn í lögregluna. Gögn um umsækjendur í lögreglunám í haust munu fara beint til trúnaðarlækna þar sem allir umsækjendur verða metnir. Þegar því verður lokið mun mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar fá mat um það hvort umsækjandi standist kröfur eða ekki. Upplýsingar um það hvers vegna umsókn sé synjað verða ekki sýnilegar öðrum en trúnaðarlæknum. Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. „Það er ekki rétt, þau viðmið voru áður að það væri útilokandi þáttur en við uppfærðum þau viðmið 15. júlí síðastliðinn. Nú er talað um það að þetta geti verið útilokandi þáttur eftir mat en er ekki útilokandi þáttur lengur.“ ADHD-samtökin hafa mótmælt því harðlega að inntökuskilyrðum í lögreglunám hafi verið breytt. Samtökin fullyrða að þetta sé í fyrsta sinn sem þrengt sé verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD hér á landi. Ólafur ræddi þetta í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Ólafur segir að miðað við þau viðmið sem birt voru fyrr sé búið að slaka á viðmiðunum. Hann segir ADHD ekki hafa haft samband við lögreglu vegna málsins og hann hafi gjarnan viljað rætt við þau áður en kvörtun hafi borist. Þá hafi ADHD samtökin borið viðmiðin saman við norska herinn og segir Ólafur það ekki standast þar sem ekki sé her hér á landi. „Við viljum ekki bera okkur saman við her. Við berum okkur hins vegar saman við viðmið annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum.“ Það séu sérfræðilæknar sem setji þessi viðmið, ekki starfsfólk mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. Sérfræðilæknarnir setji kröfurnar í samræmi við kröfur annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum og þá sérstaklega í Noregi.Íslensku kröfurnar séu skapaðar í mynd krafa sem séu í gildi í norska lögregluháskólanum á þessu starfsári.Hvað er það við ADHD sem fer ekki saman við störf lögreglunnar?„Vissulega er horft til lögreglustarfsins sem slíks við þetta mat og þau fjölbreyttu hlutverk sem lögreglan þarf að sinna og meðal annars hefur verið að horfa til forgangsaksturs í umferðinni og til meðferðar skotvopna og annarra krefjandi aðstæðna sem lögreglumenn þurfa að [takast á við].“ „Ef umsækjendur, alveg sama hvaða lyf það eru, við erum ekkert sérstaklega að horfa á ADHD í því tilfelli, en ef að viðkomandi er að nota lyf sem skerða hæfni viðkomandi til aksturs þá hefur það áhrif, vissulega.“ Áður en núverandi reglur tóku gildi voru einstaklingar með ADHD alveg útilokaðir frá lögreglunni en nú er búið að slaka á reglunum og eiga einstaklingar með ADHD möguleika á að komast inn í lögregluna. Gögn um umsækjendur í lögreglunám í haust munu fara beint til trúnaðarlækna þar sem allir umsækjendur verða metnir. Þegar því verður lokið mun mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar fá mat um það hvort umsækjandi standist kröfur eða ekki. Upplýsingar um það hvers vegna umsókn sé synjað verða ekki sýnilegar öðrum en trúnaðarlæknum.
Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira