Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 20:30 Ólafur Örn Bragason segir það ekki rétt að verið sé að herða reglur um inngöngu fólks með ADHD í lögregluna. Vísir/Andri Marinó Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. „Það er ekki rétt, þau viðmið voru áður að það væri útilokandi þáttur en við uppfærðum þau viðmið 15. júlí síðastliðinn. Nú er talað um það að þetta geti verið útilokandi þáttur eftir mat en er ekki útilokandi þáttur lengur.“ ADHD-samtökin hafa mótmælt því harðlega að inntökuskilyrðum í lögreglunám hafi verið breytt. Samtökin fullyrða að þetta sé í fyrsta sinn sem þrengt sé verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD hér á landi. Ólafur ræddi þetta í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Ólafur segir að miðað við þau viðmið sem birt voru fyrr sé búið að slaka á viðmiðunum. Hann segir ADHD ekki hafa haft samband við lögreglu vegna málsins og hann hafi gjarnan viljað rætt við þau áður en kvörtun hafi borist. Þá hafi ADHD samtökin borið viðmiðin saman við norska herinn og segir Ólafur það ekki standast þar sem ekki sé her hér á landi. „Við viljum ekki bera okkur saman við her. Við berum okkur hins vegar saman við viðmið annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum.“ Það séu sérfræðilæknar sem setji þessi viðmið, ekki starfsfólk mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. Sérfræðilæknarnir setji kröfurnar í samræmi við kröfur annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum og þá sérstaklega í Noregi.Íslensku kröfurnar séu skapaðar í mynd krafa sem séu í gildi í norska lögregluháskólanum á þessu starfsári.Hvað er það við ADHD sem fer ekki saman við störf lögreglunnar?„Vissulega er horft til lögreglustarfsins sem slíks við þetta mat og þau fjölbreyttu hlutverk sem lögreglan þarf að sinna og meðal annars hefur verið að horfa til forgangsaksturs í umferðinni og til meðferðar skotvopna og annarra krefjandi aðstæðna sem lögreglumenn þurfa að [takast á við].“ „Ef umsækjendur, alveg sama hvaða lyf það eru, við erum ekkert sérstaklega að horfa á ADHD í því tilfelli, en ef að viðkomandi er að nota lyf sem skerða hæfni viðkomandi til aksturs þá hefur það áhrif, vissulega.“ Áður en núverandi reglur tóku gildi voru einstaklingar með ADHD alveg útilokaðir frá lögreglunni en nú er búið að slaka á reglunum og eiga einstaklingar með ADHD möguleika á að komast inn í lögregluna. Gögn um umsækjendur í lögreglunám í haust munu fara beint til trúnaðarlækna þar sem allir umsækjendur verða metnir. Þegar því verður lokið mun mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar fá mat um það hvort umsækjandi standist kröfur eða ekki. Upplýsingar um það hvers vegna umsókn sé synjað verða ekki sýnilegar öðrum en trúnaðarlæknum. Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. „Það er ekki rétt, þau viðmið voru áður að það væri útilokandi þáttur en við uppfærðum þau viðmið 15. júlí síðastliðinn. Nú er talað um það að þetta geti verið útilokandi þáttur eftir mat en er ekki útilokandi þáttur lengur.“ ADHD-samtökin hafa mótmælt því harðlega að inntökuskilyrðum í lögreglunám hafi verið breytt. Samtökin fullyrða að þetta sé í fyrsta sinn sem þrengt sé verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD hér á landi. Ólafur ræddi þetta í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Ólafur segir að miðað við þau viðmið sem birt voru fyrr sé búið að slaka á viðmiðunum. Hann segir ADHD ekki hafa haft samband við lögreglu vegna málsins og hann hafi gjarnan viljað rætt við þau áður en kvörtun hafi borist. Þá hafi ADHD samtökin borið viðmiðin saman við norska herinn og segir Ólafur það ekki standast þar sem ekki sé her hér á landi. „Við viljum ekki bera okkur saman við her. Við berum okkur hins vegar saman við viðmið annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum.“ Það séu sérfræðilæknar sem setji þessi viðmið, ekki starfsfólk mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. Sérfræðilæknarnir setji kröfurnar í samræmi við kröfur annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum og þá sérstaklega í Noregi.Íslensku kröfurnar séu skapaðar í mynd krafa sem séu í gildi í norska lögregluháskólanum á þessu starfsári.Hvað er það við ADHD sem fer ekki saman við störf lögreglunnar?„Vissulega er horft til lögreglustarfsins sem slíks við þetta mat og þau fjölbreyttu hlutverk sem lögreglan þarf að sinna og meðal annars hefur verið að horfa til forgangsaksturs í umferðinni og til meðferðar skotvopna og annarra krefjandi aðstæðna sem lögreglumenn þurfa að [takast á við].“ „Ef umsækjendur, alveg sama hvaða lyf það eru, við erum ekkert sérstaklega að horfa á ADHD í því tilfelli, en ef að viðkomandi er að nota lyf sem skerða hæfni viðkomandi til aksturs þá hefur það áhrif, vissulega.“ Áður en núverandi reglur tóku gildi voru einstaklingar með ADHD alveg útilokaðir frá lögreglunni en nú er búið að slaka á reglunum og eiga einstaklingar með ADHD möguleika á að komast inn í lögregluna. Gögn um umsækjendur í lögreglunám í haust munu fara beint til trúnaðarlækna þar sem allir umsækjendur verða metnir. Þegar því verður lokið mun mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar fá mat um það hvort umsækjandi standist kröfur eða ekki. Upplýsingar um það hvers vegna umsókn sé synjað verða ekki sýnilegar öðrum en trúnaðarlæknum.
Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira