Ætla að draga úr notkun sýklalyfja og sterkra verkjalyfja Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2019 21:41 Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum og sterkum verkjalyfjum en Svíar. Stefnt er að því að draga talsvert úr ávísun slíkra lyfja á næstu árum. Farið var yfir ávinning af starfi Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu í dag sem fagnaði eins árs afmæli. Þróunarmiðstöðinni hefur tekist að draga úr ávísun sýklalyfja um þrjátíu prósent og er stefnt að því að gera slíkt hið sama við sterk verkjalyf. Miðstöðin leiðir þróun allra heilsugæslu á landinu og er ætlað að gera heilsugæsluna að fyrstu viðkomu sjúklinga. Eins árs afmæli miðstöðvarinnar var fagnað í morgun þar sem Emil Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarmiðstöðvarinnar, fór yfir þann ávinning sem hefur náðst á síðastliðnu ári. Meðal annars hefur tekist að draga úr ávísunum breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um 20 til 30 prósent. Nota Íslendingar nær tvöfalt meira en Svíar.„Við erum að sjá fram á mikið sýklalyfjaónæmi þar sem bakteríurnar þola þá meðferð sem hefur hingað til dugað gegn þeim. Við höfum gert þetta með því að setja ákveðin markmið, bæði að draga úr almennum sýklalyfjum og sérstaklega að draga úr notkun breiðvirkra sýklalyfja,“ segir Emil. Næsta verkefni er að sporna við ofnotkun sterkra verkjalyfja sem innihalda ópíóða. Frá árinu 2008 til 2017 jókst ávísun ópíóða um 30 prósent hér á landi. Er meira úthlutað á konur en karla en árið 2018 dró hins vegar úr ávísunum um 13,6 prósent.Íslendingar nota mest af slíkum lyfjum á Norðurlöndum en á meðan dregið hefur úr slíkri notkun í Skandinavíu hefur hún aukist hér. Emil segir margar ástæður geta verið fyrir því hvers vegna svo miklu er ávísað hér á landi. „Ég hugsa að það sé skortur af úrræðum hreinlega. Það er ekki augljóst hvað á að gera þegar fólk er hrjáð af verkjum en notkun ópíóða á eingöngu að vera í skamman tíma, ekki langan tíma.“ Heilbrigðismál Heilsa Lyf Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum og sterkum verkjalyfjum en Svíar. Stefnt er að því að draga talsvert úr ávísun slíkra lyfja á næstu árum. Farið var yfir ávinning af starfi Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu í dag sem fagnaði eins árs afmæli. Þróunarmiðstöðinni hefur tekist að draga úr ávísun sýklalyfja um þrjátíu prósent og er stefnt að því að gera slíkt hið sama við sterk verkjalyf. Miðstöðin leiðir þróun allra heilsugæslu á landinu og er ætlað að gera heilsugæsluna að fyrstu viðkomu sjúklinga. Eins árs afmæli miðstöðvarinnar var fagnað í morgun þar sem Emil Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarmiðstöðvarinnar, fór yfir þann ávinning sem hefur náðst á síðastliðnu ári. Meðal annars hefur tekist að draga úr ávísunum breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um 20 til 30 prósent. Nota Íslendingar nær tvöfalt meira en Svíar.„Við erum að sjá fram á mikið sýklalyfjaónæmi þar sem bakteríurnar þola þá meðferð sem hefur hingað til dugað gegn þeim. Við höfum gert þetta með því að setja ákveðin markmið, bæði að draga úr almennum sýklalyfjum og sérstaklega að draga úr notkun breiðvirkra sýklalyfja,“ segir Emil. Næsta verkefni er að sporna við ofnotkun sterkra verkjalyfja sem innihalda ópíóða. Frá árinu 2008 til 2017 jókst ávísun ópíóða um 30 prósent hér á landi. Er meira úthlutað á konur en karla en árið 2018 dró hins vegar úr ávísunum um 13,6 prósent.Íslendingar nota mest af slíkum lyfjum á Norðurlöndum en á meðan dregið hefur úr slíkri notkun í Skandinavíu hefur hún aukist hér. Emil segir margar ástæður geta verið fyrir því hvers vegna svo miklu er ávísað hér á landi. „Ég hugsa að það sé skortur af úrræðum hreinlega. Það er ekki augljóst hvað á að gera þegar fólk er hrjáð af verkjum en notkun ópíóða á eingöngu að vera í skamman tíma, ekki langan tíma.“
Heilbrigðismál Heilsa Lyf Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira