Sólveig segir atkvæðagreiðslu um verkfall gilda Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 14:15 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á leið upp til sáttasemjara í morgun með verkfallsboðunina. vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir atkvæðagreiðslu félagsins vegna eins dags verkfallsboðunar á föstudag í næstu viku löglega en hún skilaði tilkynningu um verkfallið til Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins efast um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall sem lauk í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslu um boðun eins dags verkfalls félagsmanna Eflingar á hótelum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands hinn 8. mars næst komandi, lauk klukkan tíu í gærkvöldi. Áttahundruð sextíu og tveir félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 769 þeirra boðun verkfalls, eða 89 prósent, sextíu og sjö vildu ekki boða til verkfalls og 26 atkvæðaseðlar voru auðir. Tæplega átta þúsund manns voru á kjörskrá og því greiddu um 11 prósent félagsmanna atkvæði. Samtök atvinnulífsins leggja fram kæru í félagsdómi í dag vegna þess að þau telja þátttöku í atkvæðagreiðslunni ekki nægjanlega mikla samkvæmt lögum, sem kveði á um að tuttugu prósent þátttöku þurfi til að hún sé gild. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar afhenti ríkissáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins verkfallsboðunina í morgun. Hún segist sannfærð um lögmæti atkvæðagreiðslunnar. „Við höfnum því öllu. Við fórum af stað með bílinn í þeim tilgangi að ná til að ná til þess hóps sem er jaðarsettastur á íslenskum vinumarkaði,” segir Sólveig Anna. Sem aðallega séu aðfluttar láglaunakonur. Stemmingin fyrir aðgerðum hafi verið augljós þegar starfsmenn Eflingar fóru á vinnustaði til að gefa félagsmönnum kost á að greiða atkvæði. Mér sýnist þátttakan vera um ellefu prósent en þarf ekki tuttugu prósent þátttöku? „Nei það þarf ekki tuttugu prósent. Það er eitthvað svona túlkunaratriði. Þá langar mig aftur að fá að leggja áherslu á að þeir sem starfa undir þessum samningi, hótel- og veitingasamningnum, er mestmegnis aðflutt verkafólk. Þetta er fólkið sem hefur komið hingað inn til að halda uppi hagvextinum. Til að vinna vinnuna. Sem hefur mætt ótrúlegri framkomu. Er látið vinna á ótrúlega lélegum launum,” segir Sólveig. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vonar að niðurstaða félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar liggi fyrir um miðja næstu viku. „Það eru mörg álitaefni í þessu og gott að félagsdómur fái tækifæri til að taka afstöðu til þess,” segir Halldór Benjamín. „Verkföll valda gríðarlegu tjóni í samfélaginu. Ekki bara fyrir fyrirtæki landsins heldur líka varðandi getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum í framtíðinni. Þannig að ég hef miklar áhyggjur af verkföllum,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Klippa: Verkfallsboðun Eflingar til ríkissáttasemjara og SA Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Formaður Eflingar segir atkvæðagreiðslu félagsins vegna eins dags verkfallsboðunar á föstudag í næstu viku löglega en hún skilaði tilkynningu um verkfallið til Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins efast um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall sem lauk í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslu um boðun eins dags verkfalls félagsmanna Eflingar á hótelum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands hinn 8. mars næst komandi, lauk klukkan tíu í gærkvöldi. Áttahundruð sextíu og tveir félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 769 þeirra boðun verkfalls, eða 89 prósent, sextíu og sjö vildu ekki boða til verkfalls og 26 atkvæðaseðlar voru auðir. Tæplega átta þúsund manns voru á kjörskrá og því greiddu um 11 prósent félagsmanna atkvæði. Samtök atvinnulífsins leggja fram kæru í félagsdómi í dag vegna þess að þau telja þátttöku í atkvæðagreiðslunni ekki nægjanlega mikla samkvæmt lögum, sem kveði á um að tuttugu prósent þátttöku þurfi til að hún sé gild. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar afhenti ríkissáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins verkfallsboðunina í morgun. Hún segist sannfærð um lögmæti atkvæðagreiðslunnar. „Við höfnum því öllu. Við fórum af stað með bílinn í þeim tilgangi að ná til að ná til þess hóps sem er jaðarsettastur á íslenskum vinumarkaði,” segir Sólveig Anna. Sem aðallega séu aðfluttar láglaunakonur. Stemmingin fyrir aðgerðum hafi verið augljós þegar starfsmenn Eflingar fóru á vinnustaði til að gefa félagsmönnum kost á að greiða atkvæði. Mér sýnist þátttakan vera um ellefu prósent en þarf ekki tuttugu prósent þátttöku? „Nei það þarf ekki tuttugu prósent. Það er eitthvað svona túlkunaratriði. Þá langar mig aftur að fá að leggja áherslu á að þeir sem starfa undir þessum samningi, hótel- og veitingasamningnum, er mestmegnis aðflutt verkafólk. Þetta er fólkið sem hefur komið hingað inn til að halda uppi hagvextinum. Til að vinna vinnuna. Sem hefur mætt ótrúlegri framkomu. Er látið vinna á ótrúlega lélegum launum,” segir Sólveig. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vonar að niðurstaða félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar liggi fyrir um miðja næstu viku. „Það eru mörg álitaefni í þessu og gott að félagsdómur fái tækifæri til að taka afstöðu til þess,” segir Halldór Benjamín. „Verkföll valda gríðarlegu tjóni í samfélaginu. Ekki bara fyrir fyrirtæki landsins heldur líka varðandi getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum í framtíðinni. Þannig að ég hef miklar áhyggjur af verkföllum,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Klippa: Verkfallsboðun Eflingar til ríkissáttasemjara og SA
Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
„Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54