Kveisustingur en ekki frostlögur sem fór illa í hundinn Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2019 11:22 Þetta er Neró, tveggja ára gamall Labrador-hundur, sömu tegundar og sá hundur sem veiktist illa eftir gönguferð við golfvöllinn á Hvaleyrarholti. visir/vilhelm „Fljótlegt að segja frá því, það greindist ekkert etylenglycol í sýninu,“ segir Kristín Ólafsdóttir á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands.Þannig að, hundurinn hefur ekki látið í sig frostlög? „Það voru alla vega engin merki þess í sýninu sem ég fékk.“Óhugur greip um sig vegna meintrar eitrunarVísi greindi frá því fyrir tæpum hálfum mánuði að hundur nokkur hafi etið fisk sem blandaður var frostlegi. Var það samkvæmt viðvörun sem Dýraspítalinn í Garðabæ birti en þar voru gæludýraeigendur hvattir til að vera á varðbergi. Því einhver snarbrenglaður einstaklingur væri á kreiki og hafi eitrað fyrir gæludýrum með því að væta fisk í frostlegi. Þetta tiltekna atvik átti sér stað við golfvöllinn á holtinu í Hafnarfirði, það er að labradorhundur fór tók að kasta upp í sífellu eftir að hafa farið þar um. Mikill óhugur greip um sig, sem eðlilegt má heita, meðal hundaeigenda.Frá Hvaleyrarholtinu, nánar tiltekið Keilisvelli en þar var hundurinn á ferð þegar hann tók að kasta upp í sífellu.fbl/DaníelVísir hefur fylgst grannt með gangi mála og rætt við dýralækni á Dýraspítalanum sem taldi ekki nokkurn vafa á leika að um væri að ræða frostlögseitrun. Spýjan væri bláleit og það hafi orðið hundinum til lífs að eigandinn brást skjótt við og kom honum í viðeigandi meðhöndlun. Ef dýr komast ekki undir læknishendur eftir að hafa lagt sér til munns frostlög, sem er sætur á bragðið í hundskjafti, innan 8 tíma, þá á dýrið fyrir höndum kvalarfullan dauðdaga á þremur dögum. Tveggja ára gamall leitarhundur Vísir hefur verið í sambandi við lögreglu vegna málsins en ekki hefur borist nein kæra þangað. Sýni voru sent til MAST, en þar á bæ var einnig talið líklegt að um eitrun væri að ræða. En ekkert kom út úr rannsóknum þar og voru sýni send áfram til frekari rannsóknar hjá Háskólanum. Og nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir. Því er óljóst hvað varð til þess að hundurinn, sem er um tveggja ára gamall og hefur verið í þjálfun sem leitarhundur, tók að kasta upp með þessum ofsa. Þar til annað sannara reynist hlýtur það að skrifast á heiftarlegan kveisusting. Dýr Tengdar fréttir Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
„Fljótlegt að segja frá því, það greindist ekkert etylenglycol í sýninu,“ segir Kristín Ólafsdóttir á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands.Þannig að, hundurinn hefur ekki látið í sig frostlög? „Það voru alla vega engin merki þess í sýninu sem ég fékk.“Óhugur greip um sig vegna meintrar eitrunarVísi greindi frá því fyrir tæpum hálfum mánuði að hundur nokkur hafi etið fisk sem blandaður var frostlegi. Var það samkvæmt viðvörun sem Dýraspítalinn í Garðabæ birti en þar voru gæludýraeigendur hvattir til að vera á varðbergi. Því einhver snarbrenglaður einstaklingur væri á kreiki og hafi eitrað fyrir gæludýrum með því að væta fisk í frostlegi. Þetta tiltekna atvik átti sér stað við golfvöllinn á holtinu í Hafnarfirði, það er að labradorhundur fór tók að kasta upp í sífellu eftir að hafa farið þar um. Mikill óhugur greip um sig, sem eðlilegt má heita, meðal hundaeigenda.Frá Hvaleyrarholtinu, nánar tiltekið Keilisvelli en þar var hundurinn á ferð þegar hann tók að kasta upp í sífellu.fbl/DaníelVísir hefur fylgst grannt með gangi mála og rætt við dýralækni á Dýraspítalanum sem taldi ekki nokkurn vafa á leika að um væri að ræða frostlögseitrun. Spýjan væri bláleit og það hafi orðið hundinum til lífs að eigandinn brást skjótt við og kom honum í viðeigandi meðhöndlun. Ef dýr komast ekki undir læknishendur eftir að hafa lagt sér til munns frostlög, sem er sætur á bragðið í hundskjafti, innan 8 tíma, þá á dýrið fyrir höndum kvalarfullan dauðdaga á þremur dögum. Tveggja ára gamall leitarhundur Vísir hefur verið í sambandi við lögreglu vegna málsins en ekki hefur borist nein kæra þangað. Sýni voru sent til MAST, en þar á bæ var einnig talið líklegt að um eitrun væri að ræða. En ekkert kom út úr rannsóknum þar og voru sýni send áfram til frekari rannsóknar hjá Háskólanum. Og nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir. Því er óljóst hvað varð til þess að hundurinn, sem er um tveggja ára gamall og hefur verið í þjálfun sem leitarhundur, tók að kasta upp með þessum ofsa. Þar til annað sannara reynist hlýtur það að skrifast á heiftarlegan kveisusting.
Dýr Tengdar fréttir Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33