Aldrei fleiri úrkomudagar í Reykjavík og ekki færri sólskinsstundir í 26 ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2019 10:08 Það er úrkomusamt en nokkuð hlýtt ár að baki. vísir/hanna Úrkomudagar í Reykjavík hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári þegar þeir voru 261. Næstflestir úrkomudagar voru árin 1953 og 1989, alls 255 talsins, en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, greinir frá þessu á bloggsíðu sinni, Hungurdiskum. Trausti segir að síðasta ár hafi verið úrkomusamt og nokkuð hlýtt. Þannig var hiti á landsvísu nærri meðallagi síðustu tíu ára en þau ár voru sérstaklega hlý miðað við það sem almennt gengur og gerist hérlendis. „Meðalhiti í Reykjavík var 5,1 stig og er árið eitt þeirra 30 hlýjustu (af 148) frá upphafi mælinga. Meðalhiti á Akureyri var 4,6 stig og það 14.hlýjasta frá upphafi mælinga. Austur á Dalatanga var ársmeðalhitinn 5,2 stig og hefur aðeins 3 sinnum verið hærri,“ segir Trausti. Úrkoma í Reykjavík mældist svo 1059,2 millimetrar og hefur aðeins sjö sinnum mælst meiri úrkoma frá upphafi samfelldra mælinga árið 1921 en síðast var úrkoman meiri árið 2007. „Þetta er tæpum þriðjungi umfram meðallag. Úrkomudagar voru óvenjumargir, 261 og hafa aldrei verið fleiri. Næstflestir voru úrkomudagarnir árið 1953 og 1989, 255 talsins. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða fleiri voru 183 og hafa aðeins tvisvar verið fleiri, 1953 og 1921. Á Akureyri mældist úrkoman 687,2 mm eða um 40 prósent umfram meðallag og hefur aðeins tvisvar mælst meiri á einu ári, 2014 og 1989. Úrkomudagar voru einnig óvenjumargir á Akureyri, 209, og hafa aðeins þrisvar verið fleiri á einu ári, flestir 224 árið 2014,“ segir í færslu Trausta. Þá hafa ekki mælst færri sólskinsstundir í Reykjavík í 26 ár eða síðan 1992. Voru þær 1163 á nýliðnu ári, rúmlega 100 færri en í meðalári. „Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 1016 og er það í tæpu meðallagi. Alhvítir dagar voru 38 á árinu í Reykjavík og hafa ekki verið jafnfáir frá 2010. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir 98, um 20 færri en í meðalári,“ segir Trausti á bloggsíðu sinni sem lesa má hér. Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Sjá meira
Úrkomudagar í Reykjavík hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári þegar þeir voru 261. Næstflestir úrkomudagar voru árin 1953 og 1989, alls 255 talsins, en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, greinir frá þessu á bloggsíðu sinni, Hungurdiskum. Trausti segir að síðasta ár hafi verið úrkomusamt og nokkuð hlýtt. Þannig var hiti á landsvísu nærri meðallagi síðustu tíu ára en þau ár voru sérstaklega hlý miðað við það sem almennt gengur og gerist hérlendis. „Meðalhiti í Reykjavík var 5,1 stig og er árið eitt þeirra 30 hlýjustu (af 148) frá upphafi mælinga. Meðalhiti á Akureyri var 4,6 stig og það 14.hlýjasta frá upphafi mælinga. Austur á Dalatanga var ársmeðalhitinn 5,2 stig og hefur aðeins 3 sinnum verið hærri,“ segir Trausti. Úrkoma í Reykjavík mældist svo 1059,2 millimetrar og hefur aðeins sjö sinnum mælst meiri úrkoma frá upphafi samfelldra mælinga árið 1921 en síðast var úrkoman meiri árið 2007. „Þetta er tæpum þriðjungi umfram meðallag. Úrkomudagar voru óvenjumargir, 261 og hafa aldrei verið fleiri. Næstflestir voru úrkomudagarnir árið 1953 og 1989, 255 talsins. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða fleiri voru 183 og hafa aðeins tvisvar verið fleiri, 1953 og 1921. Á Akureyri mældist úrkoman 687,2 mm eða um 40 prósent umfram meðallag og hefur aðeins tvisvar mælst meiri á einu ári, 2014 og 1989. Úrkomudagar voru einnig óvenjumargir á Akureyri, 209, og hafa aðeins þrisvar verið fleiri á einu ári, flestir 224 árið 2014,“ segir í færslu Trausta. Þá hafa ekki mælst færri sólskinsstundir í Reykjavík í 26 ár eða síðan 1992. Voru þær 1163 á nýliðnu ári, rúmlega 100 færri en í meðalári. „Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 1016 og er það í tæpu meðallagi. Alhvítir dagar voru 38 á árinu í Reykjavík og hafa ekki verið jafnfáir frá 2010. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir 98, um 20 færri en í meðalári,“ segir Trausti á bloggsíðu sinni sem lesa má hér.
Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Sjá meira