Dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en íhuga áfrýjun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 15:57 Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa brotið gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir þegar þær risu úr sætum um borð í flugvél Icelandair fimmtudaginn 26. maí 2016. Í dómsorði segir að ákærðu sæti hvor um sig fangelsi í þrjá mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi ákærðu almennt skilorð en konurnar hafa hvorugar brotið af sér áður. Þær voru sakfelldar í þremur ákæruliðum af fjórum en ákærðu voru dæmdar til að greiða allan sakarkostnað. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að konurnar hefðu ekki raskað öryggi flugvélarinnar. Tilgangurinn með uppátæki kvennanna var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi. Þær tölu sig vera að bjarga lífi hans. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu en hann hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi.Ósanngjarn dómur sem kemur á óvart Konurnar segja í samtali við fréttastofu að þær séu afar hissa á dómnum. Hann sé afar ósanngjarn. Jórunni og Ragnheiði finnst líklegt að þær komi til með að áfrýja dómnum til Landsréttar en þær ætli að gefa sér daginn í dag til að gaumgæfa málið nánar með lögmönnum sínum. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fór fram í héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. mars síðastliðinn, tæpum þremur árum eftir atburðinn. Páll Bergþórsson, lögmaður Jórunnar Eddu, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðun um mögulega áfrýjun dómsins muni liggja fyrir á morgun. Hann hefur áður sagt að ákæruvaldið hafi ekki náð að færa sönnur á þær ásakanir sem settar voru fram á hendur Jórunni og Ragnheiði.Hér að neðan er viðtal sem Sighvatur Jónsson fréttamaður tók við Jórunni og Ragnheiði í dag. Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Segir það vekja óhug að ákæruvaldið krefjist fangelsis vegna friðsamlegra mótmæla Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. 6. mars 2019 17:38 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa brotið gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir þegar þær risu úr sætum um borð í flugvél Icelandair fimmtudaginn 26. maí 2016. Í dómsorði segir að ákærðu sæti hvor um sig fangelsi í þrjá mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi ákærðu almennt skilorð en konurnar hafa hvorugar brotið af sér áður. Þær voru sakfelldar í þremur ákæruliðum af fjórum en ákærðu voru dæmdar til að greiða allan sakarkostnað. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að konurnar hefðu ekki raskað öryggi flugvélarinnar. Tilgangurinn með uppátæki kvennanna var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi. Þær tölu sig vera að bjarga lífi hans. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu en hann hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi.Ósanngjarn dómur sem kemur á óvart Konurnar segja í samtali við fréttastofu að þær séu afar hissa á dómnum. Hann sé afar ósanngjarn. Jórunni og Ragnheiði finnst líklegt að þær komi til með að áfrýja dómnum til Landsréttar en þær ætli að gefa sér daginn í dag til að gaumgæfa málið nánar með lögmönnum sínum. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fór fram í héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. mars síðastliðinn, tæpum þremur árum eftir atburðinn. Páll Bergþórsson, lögmaður Jórunnar Eddu, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðun um mögulega áfrýjun dómsins muni liggja fyrir á morgun. Hann hefur áður sagt að ákæruvaldið hafi ekki náð að færa sönnur á þær ásakanir sem settar voru fram á hendur Jórunni og Ragnheiði.Hér að neðan er viðtal sem Sighvatur Jónsson fréttamaður tók við Jórunni og Ragnheiði í dag.
Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Segir það vekja óhug að ákæruvaldið krefjist fangelsis vegna friðsamlegra mótmæla Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. 6. mars 2019 17:38 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11
Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15
Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00
Segir það vekja óhug að ákæruvaldið krefjist fangelsis vegna friðsamlegra mótmæla Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. 6. mars 2019 17:38