Fótbolti

„Ekki nógu góð, nógu hröð eða í nógu góðu formi“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið fyrirliði Íslands síðustu ár og var um áramótin valin Íþróttamaður ársins 2018
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið fyrirliði Íslands síðustu ár og var um áramótin valin Íþróttamaður ársins 2018 Vísir/Getty
Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, segist enn þurfa að heyra að hún sé ekki nógu góð og kvennafótbolti þurfi að fá meiri virðingu.



Sara Björk skrifaði pistil fyrir vefsíðuna iNews þar sem hún fer yfir það hvernig var að alast upp sem stelpa í fótbolta á Íslandi og hvernig hlutirnir hafa breyst með tímanum.

Hana dreymdi ekki um að verða atvinnumaður í fótbolta og einu plakötin á veggnum í herberginu hennar voru af poppstjörnum.

Þrátt fyrir að vera í dag lykilmaður í einu besta félagsliði heims segist Sara Björk enn þann dag í dag finna fyrir mismunun.

„Ég fæ að heyra að ég sé ekki nógu góð, ekki nógu hröð, ekki í nógu góðu formi,“ skrifar Sara.

„Þrátt fyrir að leikurinn, æfingarnar og tækifærin hafi þróast þá er ennþá stórt bil fjárhagslega sem þýðir að heimsklassa leikmenn þurfa að koma inn námi með íþróttinni til þess að skipuleggja annan starfsframa eftir að ferlinum lýkur.“

„Kvennaleikurinn þarf meiri virðingu og það þarf að gera meira til þess að efla fjárhagsstöðuna.“

„Fótboltagoðsagnir og íþróttastjörnur hafa völd til þess að breyta leiknum. Mig dreymir um að bara einn af fótboltakrökkunum í dag sé með plakat af mér uppi á vegg.“

Allan pistilinn má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×