Tíu leikarar sem birtust í Friends áður en þeir urðu frægir Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2019 13:30 Þegar Scott Adist fékk Joey í skrautlega prufu. Það þekkja í rauninni allir þættina Friends en barist er um þá á öllum streymisveitum. Nú má sjá þættina á Netflix og greiðir veitan marga milljarða fyrir réttinn á ári hverju. Friends var í loftinu frá árunum 1994-2004. Í tíu þáttaröðum þurfa eðli málsins samkvæmt margir aukaleikarar að koma fram. Á síðunni MsMojo er búið að taka saman tíu dæmi um lítið þekkta aukaleikara í þáttunum sem síðar áttu eftir að ná enn lengra í leiklistinni.Hér að neðan má sjá listann: 10. – Dan Bucatinsky: Lék þjón í þáttunum en hann hefur komið fram í kvikmyndum á borð við Second Act, The Post og í þáttunum Scandal, The Comeback, Grey´s Anatomy, Will & Grace, 24: Legacy, CSI: Miami, Weeds og fleira.9. – Scott Adist: Fékk Joey eitt sinn í áheyrnaprufu í þáttunum en hefur í dag komið fram í 30 Rock, Bog Hero 6, The Terminal, Veep og fleira.8. – Emily Osment: Kom einu sinni fram í Friends sem barn en hefur í dag komið fram í Hannah Montana, Spy Kids, Almost Family, Family Guy, Young & Hungry og margt fleira.7. – Craig Robinson: Afgreiddi einu sinni Phoebe Buffay í þáttunum en hefur síðan komið fram í This Is the End, Hot Tub Time Machine 1 og 2, Pineapple Express, American Dad, The Office og fleira.6. – Leah Remini: Kom fram í Friends árið 1995 sem ófrísk kona á spítala. Hún reyndi að ná í hlutverk sem Monica Geller á sínum tíma. Remini er mest þekkt fyrir hlutverk sitt í King of Queens sem slógu rækilega í gegn og gerði þátturinn hana að heimsfrægri leikkonu. Einnig lék hún í kvikmyndinni Old School og margt fleira.5. – Rebecca Romijn: Fór með hlutverk kvenmanns sem var að hitta Ross og var heldur betur ekki hreinleg. Seinna átti hún eftir að slá í gegn í X-Men, Star Trek, Ugly Betty og margt fleira.4. – Jim Rash: Lék sessunaut Rachel í flugvél en átti eftir að slá í gegn í Community, The Way Way Back og margt fleira.3. – Melora Hardin: Lék eitt sinn konu sem var að hitta Ross og átti í vandræðum með apann hans en átti síðan eftir að slá í gegn í bandarísku útgáfunni af The Office, 27 Dresses, 17 Again og margt fleira.2. – Paget Brewster: Fór með hlutverk kærustu Joey sem varð seinna ástfangin af Chandler. Seinna átti hún eftir að koma fram í Criminal Minds, Modern Family og fleira.1. – Ellen Pompeo: Hún lék lítið hlutverk í Friends en er í dag ein þekktasta leikkona heims. Hún hefur leikið aðalhlutverkið í Grey´s Anatomy frá upphafi eða frá árunum 2005-2019. Hún er ein launahæsta leikkona heims í dag. Einnig var hún með nokkuð stórt hlutverk í kvikmyndinni Old School. Friends Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Sjá meira
Það þekkja í rauninni allir þættina Friends en barist er um þá á öllum streymisveitum. Nú má sjá þættina á Netflix og greiðir veitan marga milljarða fyrir réttinn á ári hverju. Friends var í loftinu frá árunum 1994-2004. Í tíu þáttaröðum þurfa eðli málsins samkvæmt margir aukaleikarar að koma fram. Á síðunni MsMojo er búið að taka saman tíu dæmi um lítið þekkta aukaleikara í þáttunum sem síðar áttu eftir að ná enn lengra í leiklistinni.Hér að neðan má sjá listann: 10. – Dan Bucatinsky: Lék þjón í þáttunum en hann hefur komið fram í kvikmyndum á borð við Second Act, The Post og í þáttunum Scandal, The Comeback, Grey´s Anatomy, Will & Grace, 24: Legacy, CSI: Miami, Weeds og fleira.9. – Scott Adist: Fékk Joey eitt sinn í áheyrnaprufu í þáttunum en hefur í dag komið fram í 30 Rock, Bog Hero 6, The Terminal, Veep og fleira.8. – Emily Osment: Kom einu sinni fram í Friends sem barn en hefur í dag komið fram í Hannah Montana, Spy Kids, Almost Family, Family Guy, Young & Hungry og margt fleira.7. – Craig Robinson: Afgreiddi einu sinni Phoebe Buffay í þáttunum en hefur síðan komið fram í This Is the End, Hot Tub Time Machine 1 og 2, Pineapple Express, American Dad, The Office og fleira.6. – Leah Remini: Kom fram í Friends árið 1995 sem ófrísk kona á spítala. Hún reyndi að ná í hlutverk sem Monica Geller á sínum tíma. Remini er mest þekkt fyrir hlutverk sitt í King of Queens sem slógu rækilega í gegn og gerði þátturinn hana að heimsfrægri leikkonu. Einnig lék hún í kvikmyndinni Old School og margt fleira.5. – Rebecca Romijn: Fór með hlutverk kvenmanns sem var að hitta Ross og var heldur betur ekki hreinleg. Seinna átti hún eftir að slá í gegn í X-Men, Star Trek, Ugly Betty og margt fleira.4. – Jim Rash: Lék sessunaut Rachel í flugvél en átti eftir að slá í gegn í Community, The Way Way Back og margt fleira.3. – Melora Hardin: Lék eitt sinn konu sem var að hitta Ross og átti í vandræðum með apann hans en átti síðan eftir að slá í gegn í bandarísku útgáfunni af The Office, 27 Dresses, 17 Again og margt fleira.2. – Paget Brewster: Fór með hlutverk kærustu Joey sem varð seinna ástfangin af Chandler. Seinna átti hún eftir að koma fram í Criminal Minds, Modern Family og fleira.1. – Ellen Pompeo: Hún lék lítið hlutverk í Friends en er í dag ein þekktasta leikkona heims. Hún hefur leikið aðalhlutverkið í Grey´s Anatomy frá upphafi eða frá árunum 2005-2019. Hún er ein launahæsta leikkona heims í dag. Einnig var hún með nokkuð stórt hlutverk í kvikmyndinni Old School.
Friends Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Sjá meira