Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 19 prósent í nýrri könnun MMR sem birt er í dag. Fylgi flokksins minnkar um rúm þrjú prósentustig frá mælingu MMR í júní.
Samkvæmt vef MMR hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í könnunum fyrirtækisins.
Miðflokkurinn bætir hins vegar við sig og mælist nú með 14,4 prósent sem er tæpum fjórum prósentustigum meira en í júní.
Þá mælist fylgi Pírata 14,9 prósent og helst það nær óbreytt á milli kannana.
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 40,9 prósent miðað við 40,2 prósent í júní.
Hér fyrir neðan má sjá fylgi flokkanna eins og það mælist hjá MMR nú samanborið við könnun í júnímánuði. Þá má nálgast nánari upplýsingar um könnunina á vef MMR.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,0% og mældist 22,1% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 14,9% og mældist 14,4% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 14,4% og mældist 10,6% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,5% og mældist 14,4% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,3% og mældist 11,3% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 9,5% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,4% og mældist 7,7% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,8% og mældist 4,2% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,3% og mældist 4,4% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 0,8% samanlagt.
