ASÍ segir ummæli fjármálaráðherra vera til marks um „hugmyndafræðilegan ágreining“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sylvía Hall skrifa 2. febrúar 2019 12:46 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands gagnrýnir ummæli fjármálaráðherra þess efnis að tillögur sambandsins um breytingar í skattkerfinu muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. Forseti sambandsins segir að um hugmyndafræðilegan ágreining sé að ræða. „Auðvitað veit ráðherra hvað við erum að tala um en við erum ekki sammála um nálgun í kerfinu, í skattkerfisbreytingum þannig það er bara hugmyndafræðilegur ágreiningur fyrst og fremst,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Samkvæmt tilkynningu frá stjórn ASÍ hefur fjármálaráðherra haldið því fram í gagnrýni sinni á tillögur ASÍ um breytingar á skattkerfinu að þær muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. „Þetta kristallar ákveðinn hugmyndafræðilegan ágreining. Ég vil bara minna á það að við erum að leggja til fjögurra þrepa skattkerfi og bara það að fjölga skattþrepum minnkar áhættuna á jaðarsköttum. Við erum líka að leggja á það áherslu að millitekjuhópurinn greiði ekki fyrir skattalækkanir og í samhengi við það má minna á að stjórnvöld hafa afsalað sér tekjum undanfarið með skattabreytingum.“ Samkvæmt tilkynningu frá stjórninni gera tillögur sambandsins ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú. „Þetta er risastórt verkefni og samningar fram undan og kemur að hugmyndafræðinni um hvort raunverulega eigi að beita skattkerfinu til jöfnuðar og til þess að rýmka ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu eða ekki,“ segir Drífa að lokum. Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Alþýðusamband Íslands gagnrýnir ummæli fjármálaráðherra þess efnis að tillögur sambandsins um breytingar í skattkerfinu muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. Forseti sambandsins segir að um hugmyndafræðilegan ágreining sé að ræða. „Auðvitað veit ráðherra hvað við erum að tala um en við erum ekki sammála um nálgun í kerfinu, í skattkerfisbreytingum þannig það er bara hugmyndafræðilegur ágreiningur fyrst og fremst,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Samkvæmt tilkynningu frá stjórn ASÍ hefur fjármálaráðherra haldið því fram í gagnrýni sinni á tillögur ASÍ um breytingar á skattkerfinu að þær muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. „Þetta kristallar ákveðinn hugmyndafræðilegan ágreining. Ég vil bara minna á það að við erum að leggja til fjögurra þrepa skattkerfi og bara það að fjölga skattþrepum minnkar áhættuna á jaðarsköttum. Við erum líka að leggja á það áherslu að millitekjuhópurinn greiði ekki fyrir skattalækkanir og í samhengi við það má minna á að stjórnvöld hafa afsalað sér tekjum undanfarið með skattabreytingum.“ Samkvæmt tilkynningu frá stjórninni gera tillögur sambandsins ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú. „Þetta er risastórt verkefni og samningar fram undan og kemur að hugmyndafræðinni um hvort raunverulega eigi að beita skattkerfinu til jöfnuðar og til þess að rýmka ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu eða ekki,“ segir Drífa að lokum.
Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24