Guðlaugur Þór hefur þó óskað eftir að fá að ræða einnig mál Jóns við ráðherrann.
Umfangsmikil leit að Jóni Þresti í Dyflinni bar ekki árangur um helgina. Aðstandendur Jóns Þrastar skipulögðu leitina en þeir nutu liðsinnis fjölda írskra sjálfboðaliða.

„Ég taldi mikilvægt að nýta tækifærið þegar ég hitti ráðherrann,“ segir Guðlaugur Þór. „Ég veit að hann er vel upplýstur og meira en tilbúinn til að ræða þessi mál. Vonandi verður eitthvað búið að gerast fyrir þann tíma.“
Aðspurður hvort hann muni þrýsta á að björgunarsveitir á Írlandi hefji formlega leit segir Guðlaugur: „Þetta er eitthvað sem við munum fara yfir. Þetta er á forræði Íra, en þeir hafa tekið vel í allar okkar málaleitanir.“