Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2019 13:29 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Fréttablaðið/Andri Marinó Þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og nefndarmaður Utanríkismálanefndar Alþingis segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn. Hún segir málið þarfnast frekari umræðu í þinginu. Í grein Ögmundar Jónassonar sem hann birti á vefsíðu sinni í gær segir hann það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG og nefndarmaður í Utanríkismálanefnd Alþingis tekur undir orð Ögmundar. „Ég tek undir orð Ögmundar, það er bagalegt að þetta sé að fara fram á vakt VG í ríkisstjórn,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis. Greinin er birt í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í síðasta mánuði að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Rósa Björk segir að frekari umræðu um uppbygginguna skorti á þingi. „Ég studdi heldur ekki tilfærslu á 300 milljónum á þróunarfjármunum yfir í uppbyggingu og viðhald á varnarmannvirkjum sem mér fannst ótækt og studdi því ekki í atkvæðagreiðslu á þingi. Ég hef ítrekað óskað eftir því að við tökum þinglega umræðu inni á þingi um uppbyggingu af þessum toga,“ sagði Rósa. Þá áformar Bandaríkjaher sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir næsta ár. Í grein Ögmundar biðlar hann til VG að grípa í taumana. „Ég tek bara undir áskorun Ögmundar,“ sagði Rósa Björk. Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og nefndarmaður Utanríkismálanefndar Alþingis segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn. Hún segir málið þarfnast frekari umræðu í þinginu. Í grein Ögmundar Jónassonar sem hann birti á vefsíðu sinni í gær segir hann það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG og nefndarmaður í Utanríkismálanefnd Alþingis tekur undir orð Ögmundar. „Ég tek undir orð Ögmundar, það er bagalegt að þetta sé að fara fram á vakt VG í ríkisstjórn,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis. Greinin er birt í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í síðasta mánuði að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Rósa Björk segir að frekari umræðu um uppbygginguna skorti á þingi. „Ég studdi heldur ekki tilfærslu á 300 milljónum á þróunarfjármunum yfir í uppbyggingu og viðhald á varnarmannvirkjum sem mér fannst ótækt og studdi því ekki í atkvæðagreiðslu á þingi. Ég hef ítrekað óskað eftir því að við tökum þinglega umræðu inni á þingi um uppbyggingu af þessum toga,“ sagði Rósa. Þá áformar Bandaríkjaher sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir næsta ár. Í grein Ögmundar biðlar hann til VG að grípa í taumana. „Ég tek bara undir áskorun Ögmundar,“ sagði Rósa Björk.
Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03