Safnar fyrir flugmiða heim með betli eftir svikin loforð um vinnu Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 11. október 2019 21:45 Þrátt fyrir að betlarar séu að verða algengari sjón í Reykjavík segir aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögregla hafi lítil sem engin afskipti af þeim. Mun minna sé af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. Hópur betlara hér á landi er ekki stór, en að sögn lögreglumanns er áætlað að um tíu til tuttugu manns betli í Reykjavík á hverjum tíma. Á meðal þeirra er rúmenskur maður sem vegfarendur úti á Granda gætu orðið varir við. Georg Vasilica er 65 ára gamall og er hálfur Rúmeni og hálfur Grikki. Hann segist hafa komið til landsins í upphafi sumars þar sem honum hafði verið lofuð vinna. Svo hafi ekki verið þegar til kom og vegna þess endaði hann á götunni. Síðustu fimm mánuði hafi hann því framfleytt sér með því að betla fyrir framan matvöruverslanir í Vesturbænum og í miðbænum. „Ég fæ ekki kennitölu og fæ því enga vinnu og ég hef ekki getað fengið félagslega aðstoð,“ segir Georg. Hann á fjölskyldu í Rúmeníu, konu og tvö börn, sem hann þurfi að sjá fyrir. Þau séu fátækt og lifi á félagslega kerfinu í Rúmeníu. „Ég fæ stundum tvö til þrjú þúsund á dag þegar ég sit hér. Ég þarf að kaupa mat og vatn og nú reyni ég að safna fyrir flugmiða heim.“ Georg segir að flestir Íslendingar séu afar vingjarnlegir. Sumir hrópi þó á hann og vilji ekki að hann sé þarna. Hann segist eyða nóttinni hér og þar. Oftast sofi hann í tómum byggingum í grennd við höfnina. Hann segist kvíða vetrinum á götunni. „Vegna kuldans verð ég að geta keypt flugmiða heim til Rúmeníu sem fyrst,“ segir Georg. Georg segir flesta Íslendinga vera vingjarnlega.VísirLögreglan þarf sjaldan að hafa afskipti af betlurum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að þó að fólk að betla sé algengari sjón nú en áður sé ekki hægt að segja að hér séu margir betlarar. Þá sé mjög lítið ónæði af fólkinu. „Þetta hefur verið svolítið af fólki frá Rúmeníu. Það er örsjaldan sem verslanir kvarta og þá mætum við á staðinn og tjékkum á því hver þetta er, hvaðan er og hvort hann megi vera hér á landi,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan hafi því sjaldan afskipti af fólkinu. „Ef fólki finnst það verða fyrir ónæði, þá er þetta bannað. Við erum ekki að stíga inn fyrr en einhver kvartar.“ Þá sé mjög lítið af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. „Er einhver með peninga á sér eða seðla eða klink á sér lengur? Eru ekki allir Íslendingar með kort? Það er kannski ekki eftir miklu að slægjast hérna að vera að betla þegar enginn getur gefið þér neitt.“ Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Þrátt fyrir að betlarar séu að verða algengari sjón í Reykjavík segir aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögregla hafi lítil sem engin afskipti af þeim. Mun minna sé af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. Hópur betlara hér á landi er ekki stór, en að sögn lögreglumanns er áætlað að um tíu til tuttugu manns betli í Reykjavík á hverjum tíma. Á meðal þeirra er rúmenskur maður sem vegfarendur úti á Granda gætu orðið varir við. Georg Vasilica er 65 ára gamall og er hálfur Rúmeni og hálfur Grikki. Hann segist hafa komið til landsins í upphafi sumars þar sem honum hafði verið lofuð vinna. Svo hafi ekki verið þegar til kom og vegna þess endaði hann á götunni. Síðustu fimm mánuði hafi hann því framfleytt sér með því að betla fyrir framan matvöruverslanir í Vesturbænum og í miðbænum. „Ég fæ ekki kennitölu og fæ því enga vinnu og ég hef ekki getað fengið félagslega aðstoð,“ segir Georg. Hann á fjölskyldu í Rúmeníu, konu og tvö börn, sem hann þurfi að sjá fyrir. Þau séu fátækt og lifi á félagslega kerfinu í Rúmeníu. „Ég fæ stundum tvö til þrjú þúsund á dag þegar ég sit hér. Ég þarf að kaupa mat og vatn og nú reyni ég að safna fyrir flugmiða heim.“ Georg segir að flestir Íslendingar séu afar vingjarnlegir. Sumir hrópi þó á hann og vilji ekki að hann sé þarna. Hann segist eyða nóttinni hér og þar. Oftast sofi hann í tómum byggingum í grennd við höfnina. Hann segist kvíða vetrinum á götunni. „Vegna kuldans verð ég að geta keypt flugmiða heim til Rúmeníu sem fyrst,“ segir Georg. Georg segir flesta Íslendinga vera vingjarnlega.VísirLögreglan þarf sjaldan að hafa afskipti af betlurum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að þó að fólk að betla sé algengari sjón nú en áður sé ekki hægt að segja að hér séu margir betlarar. Þá sé mjög lítið ónæði af fólkinu. „Þetta hefur verið svolítið af fólki frá Rúmeníu. Það er örsjaldan sem verslanir kvarta og þá mætum við á staðinn og tjékkum á því hver þetta er, hvaðan er og hvort hann megi vera hér á landi,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan hafi því sjaldan afskipti af fólkinu. „Ef fólki finnst það verða fyrir ónæði, þá er þetta bannað. Við erum ekki að stíga inn fyrr en einhver kvartar.“ Þá sé mjög lítið af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. „Er einhver með peninga á sér eða seðla eða klink á sér lengur? Eru ekki allir Íslendingar með kort? Það er kannski ekki eftir miklu að slægjast hérna að vera að betla þegar enginn getur gefið þér neitt.“
Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira