Safnar fyrir flugmiða heim með betli eftir svikin loforð um vinnu Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 11. október 2019 21:45 Þrátt fyrir að betlarar séu að verða algengari sjón í Reykjavík segir aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögregla hafi lítil sem engin afskipti af þeim. Mun minna sé af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. Hópur betlara hér á landi er ekki stór, en að sögn lögreglumanns er áætlað að um tíu til tuttugu manns betli í Reykjavík á hverjum tíma. Á meðal þeirra er rúmenskur maður sem vegfarendur úti á Granda gætu orðið varir við. Georg Vasilica er 65 ára gamall og er hálfur Rúmeni og hálfur Grikki. Hann segist hafa komið til landsins í upphafi sumars þar sem honum hafði verið lofuð vinna. Svo hafi ekki verið þegar til kom og vegna þess endaði hann á götunni. Síðustu fimm mánuði hafi hann því framfleytt sér með því að betla fyrir framan matvöruverslanir í Vesturbænum og í miðbænum. „Ég fæ ekki kennitölu og fæ því enga vinnu og ég hef ekki getað fengið félagslega aðstoð,“ segir Georg. Hann á fjölskyldu í Rúmeníu, konu og tvö börn, sem hann þurfi að sjá fyrir. Þau séu fátækt og lifi á félagslega kerfinu í Rúmeníu. „Ég fæ stundum tvö til þrjú þúsund á dag þegar ég sit hér. Ég þarf að kaupa mat og vatn og nú reyni ég að safna fyrir flugmiða heim.“ Georg segir að flestir Íslendingar séu afar vingjarnlegir. Sumir hrópi þó á hann og vilji ekki að hann sé þarna. Hann segist eyða nóttinni hér og þar. Oftast sofi hann í tómum byggingum í grennd við höfnina. Hann segist kvíða vetrinum á götunni. „Vegna kuldans verð ég að geta keypt flugmiða heim til Rúmeníu sem fyrst,“ segir Georg. Georg segir flesta Íslendinga vera vingjarnlega.VísirLögreglan þarf sjaldan að hafa afskipti af betlurum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að þó að fólk að betla sé algengari sjón nú en áður sé ekki hægt að segja að hér séu margir betlarar. Þá sé mjög lítið ónæði af fólkinu. „Þetta hefur verið svolítið af fólki frá Rúmeníu. Það er örsjaldan sem verslanir kvarta og þá mætum við á staðinn og tjékkum á því hver þetta er, hvaðan er og hvort hann megi vera hér á landi,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan hafi því sjaldan afskipti af fólkinu. „Ef fólki finnst það verða fyrir ónæði, þá er þetta bannað. Við erum ekki að stíga inn fyrr en einhver kvartar.“ Þá sé mjög lítið af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. „Er einhver með peninga á sér eða seðla eða klink á sér lengur? Eru ekki allir Íslendingar með kort? Það er kannski ekki eftir miklu að slægjast hérna að vera að betla þegar enginn getur gefið þér neitt.“ Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Þrátt fyrir að betlarar séu að verða algengari sjón í Reykjavík segir aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögregla hafi lítil sem engin afskipti af þeim. Mun minna sé af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. Hópur betlara hér á landi er ekki stór, en að sögn lögreglumanns er áætlað að um tíu til tuttugu manns betli í Reykjavík á hverjum tíma. Á meðal þeirra er rúmenskur maður sem vegfarendur úti á Granda gætu orðið varir við. Georg Vasilica er 65 ára gamall og er hálfur Rúmeni og hálfur Grikki. Hann segist hafa komið til landsins í upphafi sumars þar sem honum hafði verið lofuð vinna. Svo hafi ekki verið þegar til kom og vegna þess endaði hann á götunni. Síðustu fimm mánuði hafi hann því framfleytt sér með því að betla fyrir framan matvöruverslanir í Vesturbænum og í miðbænum. „Ég fæ ekki kennitölu og fæ því enga vinnu og ég hef ekki getað fengið félagslega aðstoð,“ segir Georg. Hann á fjölskyldu í Rúmeníu, konu og tvö börn, sem hann þurfi að sjá fyrir. Þau séu fátækt og lifi á félagslega kerfinu í Rúmeníu. „Ég fæ stundum tvö til þrjú þúsund á dag þegar ég sit hér. Ég þarf að kaupa mat og vatn og nú reyni ég að safna fyrir flugmiða heim.“ Georg segir að flestir Íslendingar séu afar vingjarnlegir. Sumir hrópi þó á hann og vilji ekki að hann sé þarna. Hann segist eyða nóttinni hér og þar. Oftast sofi hann í tómum byggingum í grennd við höfnina. Hann segist kvíða vetrinum á götunni. „Vegna kuldans verð ég að geta keypt flugmiða heim til Rúmeníu sem fyrst,“ segir Georg. Georg segir flesta Íslendinga vera vingjarnlega.VísirLögreglan þarf sjaldan að hafa afskipti af betlurum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að þó að fólk að betla sé algengari sjón nú en áður sé ekki hægt að segja að hér séu margir betlarar. Þá sé mjög lítið ónæði af fólkinu. „Þetta hefur verið svolítið af fólki frá Rúmeníu. Það er örsjaldan sem verslanir kvarta og þá mætum við á staðinn og tjékkum á því hver þetta er, hvaðan er og hvort hann megi vera hér á landi,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan hafi því sjaldan afskipti af fólkinu. „Ef fólki finnst það verða fyrir ónæði, þá er þetta bannað. Við erum ekki að stíga inn fyrr en einhver kvartar.“ Þá sé mjög lítið af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. „Er einhver með peninga á sér eða seðla eða klink á sér lengur? Eru ekki allir Íslendingar með kort? Það er kannski ekki eftir miklu að slægjast hérna að vera að betla þegar enginn getur gefið þér neitt.“
Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira