Staða kjaraviðræðna gæti skýrst á fundi með stjórnvöldum í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2019 11:24 Frá fundi verkalýðsfélaganna í morgun áður en haldið var á fund með SA hjá ríkissáttasemjara. vísir/vilhelm Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Formaður VR bindur vonir við að línur fari að skýrast eftir boðaðan fund með stjórnvöldum á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð í viðræðum sínum við Eflingu, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR á fundi hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag. Samninganefndir félaganna hafa síðan metið þetta tilboð og standa sameiginlega að yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu Eflingar í gærkvöldi. Ragnar Þór Ingólfsson segir aðkomu stjórnvalda ráða úrslitum um framhaldið. „Við erum ekki að samþykkja eitt né neitt heldur setja fram okkar sameiginlegu viðbrögð gagnvart tilboðinu með móttilboði. Sem verður skilyrt með aðkomu stjórnvalda,” segir Ragnar Þór.Það er spurning hvort að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hafi nokkuð fundið vöffluilm í húsakynnum sáttasemjara í morgun.vísir/vilhelmHann viti til þess að stjórnvöld taki stöðuna mjög alvarlega. „Og að það muni verða boðað til fundar á þriðjudaginn í næstu viku til að ræða mögulega aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. Þannig að ég reikna þá með að staðan muni skýrast um miðja næstu viku um framhaldið,” segir formaður VR. Hann geri sér vonir um að aðkoma stjórnvalda verði með þeim hætti sem verkalýðsfélögin hafi verið að tala fyrir. „Ef svo er þá er til mikils að vinna fyrir alla aðila. Sérstaklega stjórnvöld, atvinnulífið, samfélagið allt og ekki síst launafólk. Að fá hér þriggja ára frið á vinnumarkaði með umtalsverðum kerfisbreytingum sem munu bæði til skemmri og lengri tíma stórbæta lífskjör almennings,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Hann telji að verkalýðsfélögin fjögur, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld séu öll komin á sama stað í skilningi sínum á stöðunni. Viðræður Samtaka atvinnulífsins við sextán félög innan Starfsgreinasambandsins, iðnaðarmenn og Landssamband verslunarmanna halda síðan áfram á öðrum vettvangi en þessi félög hafa ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Ef viðræður verkalýðsfélaganna fjögurra, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda leiða hins vegar til niðurstöðu mun hún örugglega hafa mikil áhrif á stöðu viðræðna við önnur verkalýðsfélög. Kjaramál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Formaður VR bindur vonir við að línur fari að skýrast eftir boðaðan fund með stjórnvöldum á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð í viðræðum sínum við Eflingu, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR á fundi hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag. Samninganefndir félaganna hafa síðan metið þetta tilboð og standa sameiginlega að yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu Eflingar í gærkvöldi. Ragnar Þór Ingólfsson segir aðkomu stjórnvalda ráða úrslitum um framhaldið. „Við erum ekki að samþykkja eitt né neitt heldur setja fram okkar sameiginlegu viðbrögð gagnvart tilboðinu með móttilboði. Sem verður skilyrt með aðkomu stjórnvalda,” segir Ragnar Þór.Það er spurning hvort að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hafi nokkuð fundið vöffluilm í húsakynnum sáttasemjara í morgun.vísir/vilhelmHann viti til þess að stjórnvöld taki stöðuna mjög alvarlega. „Og að það muni verða boðað til fundar á þriðjudaginn í næstu viku til að ræða mögulega aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. Þannig að ég reikna þá með að staðan muni skýrast um miðja næstu viku um framhaldið,” segir formaður VR. Hann geri sér vonir um að aðkoma stjórnvalda verði með þeim hætti sem verkalýðsfélögin hafi verið að tala fyrir. „Ef svo er þá er til mikils að vinna fyrir alla aðila. Sérstaklega stjórnvöld, atvinnulífið, samfélagið allt og ekki síst launafólk. Að fá hér þriggja ára frið á vinnumarkaði með umtalsverðum kerfisbreytingum sem munu bæði til skemmri og lengri tíma stórbæta lífskjör almennings,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Hann telji að verkalýðsfélögin fjögur, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld séu öll komin á sama stað í skilningi sínum á stöðunni. Viðræður Samtaka atvinnulífsins við sextán félög innan Starfsgreinasambandsins, iðnaðarmenn og Landssamband verslunarmanna halda síðan áfram á öðrum vettvangi en þessi félög hafa ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Ef viðræður verkalýðsfélaganna fjögurra, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda leiða hins vegar til niðurstöðu mun hún örugglega hafa mikil áhrif á stöðu viðræðna við önnur verkalýðsfélög.
Kjaramál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira