Heimamaður fagnar ógurlega framlagi Hatara en telur fæsta landa sína sammála Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 23:00 Nevo Lederman, fimmti frá hægri, var í skýjunum með úrslitin og ekki síður að kynnast fólkinu á bak við Hatara. Vísir/Kolbeinn Tumi Nevo Lederman er Ísraeli búsettur í Tel Aviv en grjótharður stuðningsmaður Íslands í Eurovision. Hann var í skýjunum eftir að í ljós kom að Hatari var kominn í úrslit. „Ég studdi Ísland líka í Eurovision 2017, þegar Svala keppti. Ég er bara grjótharður stuðningsmaður Íslands,“ sagði Lederman augnablikum eftir að úrslitin voru ljós.En af hverju Ísland?„Þið sendið bara bestu lögin í Eurovision, ég ræð ekki við mig. Og með þessi skilaboð í ár. Stjórnmál eru stór hluti daglegs lífs í Ísrael. Ísland hundsaði ekki ástandið heldur sendi lag með skilaboð sem tekur á stöðunni.“Lederman hitti meðlimi Hatara á rennslinu í gær.Nevo LedermanLederman og vinur hans eru sannfærðir um að Hatari hafi hafnað í öðru tveggja efstu sætanna í kvöld. Hann fagnar framlagi Hatara. „Lagið á svo vel við nú árið 2017. Þetta er ekki bara eitthvert ár. Þetta talar til mín í minni Eurovision í minni heimaborg.“ Hann telur þó alls ekki marga samlanda hans á sömu skoðun. Meiri mótbyr sé með laginu en meðbyr hér í landi. „En Tel Aviv er ekki eins og restin á Ísrael. Eins og Eurovision blaðran þá er Tel Aviv öðruvísi en restin af landinu. Þetta er líklega víða svona að í stórum borgum er fólk með opnari hug á meðan íhaldsemin og hræðslan ræður meira ríkjum í minni plássum.“ Eftir fjögur mögur ár er Ísland loksins komið í úrslit. Lederman fagnar ógurlega. „Þið eigið það svo skilið. Þetta hefur tekið alltof langan tíma.“ Lederman datt í lukkupottinn en hann eignaðist íslenska vini á meðan á keppni stóð. Fjölskyldur meðlima Hatara. „Ég kallaði áfram Ísland og þau sögðust vera fjölskyldan. Gleðin var svo fölskvalaus og yndislegt að fá að vera hluti af því.“Nevo Lederman með söngvurunum Klemensi og Matthíasi Tryggva.Nevo LedermanÞótt Lederman sé mikill aðdáandi Hatara er annar íslensku tónlistarmaður í uppáhaldi, söngkonan Svala Björgvinsdóttir. „Ég hitti Svölu árið 2017 í Íslendingapartýinu í Kiev. Ég er vandræðalega mikill aðdáandi hennar. Hún áritaði lítið plakat fyrir mig sem hangir í svefnherberginu mínu.“ Svala keppti fyrir Íslands hönd fyrir tveimur árum með lag sitt Paper. „Ég elska hana, fylgist með henni og varð fyrir vonbrigðum að lagið hennar komst ekki í úrslit Söngvakeppninnar. Ég elskaði lagið hennar, sendi henni mínar bestu kveðjur og vonandi man hún eftir mér.“ Eurovision Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Nevo Lederman er Ísraeli búsettur í Tel Aviv en grjótharður stuðningsmaður Íslands í Eurovision. Hann var í skýjunum eftir að í ljós kom að Hatari var kominn í úrslit. „Ég studdi Ísland líka í Eurovision 2017, þegar Svala keppti. Ég er bara grjótharður stuðningsmaður Íslands,“ sagði Lederman augnablikum eftir að úrslitin voru ljós.En af hverju Ísland?„Þið sendið bara bestu lögin í Eurovision, ég ræð ekki við mig. Og með þessi skilaboð í ár. Stjórnmál eru stór hluti daglegs lífs í Ísrael. Ísland hundsaði ekki ástandið heldur sendi lag með skilaboð sem tekur á stöðunni.“Lederman hitti meðlimi Hatara á rennslinu í gær.Nevo LedermanLederman og vinur hans eru sannfærðir um að Hatari hafi hafnað í öðru tveggja efstu sætanna í kvöld. Hann fagnar framlagi Hatara. „Lagið á svo vel við nú árið 2017. Þetta er ekki bara eitthvert ár. Þetta talar til mín í minni Eurovision í minni heimaborg.“ Hann telur þó alls ekki marga samlanda hans á sömu skoðun. Meiri mótbyr sé með laginu en meðbyr hér í landi. „En Tel Aviv er ekki eins og restin á Ísrael. Eins og Eurovision blaðran þá er Tel Aviv öðruvísi en restin af landinu. Þetta er líklega víða svona að í stórum borgum er fólk með opnari hug á meðan íhaldsemin og hræðslan ræður meira ríkjum í minni plássum.“ Eftir fjögur mögur ár er Ísland loksins komið í úrslit. Lederman fagnar ógurlega. „Þið eigið það svo skilið. Þetta hefur tekið alltof langan tíma.“ Lederman datt í lukkupottinn en hann eignaðist íslenska vini á meðan á keppni stóð. Fjölskyldur meðlima Hatara. „Ég kallaði áfram Ísland og þau sögðust vera fjölskyldan. Gleðin var svo fölskvalaus og yndislegt að fá að vera hluti af því.“Nevo Lederman með söngvurunum Klemensi og Matthíasi Tryggva.Nevo LedermanÞótt Lederman sé mikill aðdáandi Hatara er annar íslensku tónlistarmaður í uppáhaldi, söngkonan Svala Björgvinsdóttir. „Ég hitti Svölu árið 2017 í Íslendingapartýinu í Kiev. Ég er vandræðalega mikill aðdáandi hennar. Hún áritaði lítið plakat fyrir mig sem hangir í svefnherberginu mínu.“ Svala keppti fyrir Íslands hönd fyrir tveimur árum með lag sitt Paper. „Ég elska hana, fylgist með henni og varð fyrir vonbrigðum að lagið hennar komst ekki í úrslit Söngvakeppninnar. Ég elskaði lagið hennar, sendi henni mínar bestu kveðjur og vonandi man hún eftir mér.“
Eurovision Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira