Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2019 19:56 Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkalýðsfélögin leggja áfram áherslu á krónutöluhækkanir en atvinnurekendur vilja fara blandaða leið krónutölu- og prósentuhækkana. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag. Það fól í sér að laun upp að sex hundruð þúsund krónum hækkuðu um 20 þúsund krónur á ári næstu þrjú árin en laun þar yfir hækkuðu um 2,5 prósent. Efling, Verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR svöruðu síðan með gagntilboði í dag. Nú er lægsti kauptaxti 266 þúsund krónur en lágmarkslaun 300 þúsund krónur. Verkalýðsfélögin vilja eyða öllum töxtum undir lágmarkslaunum og fá krónutöluhækkanir fyrir alla frá 300 þúsund krónum þannig að lægstu laun verði 425 þúsund krónur á mánuði í lok þriggja ára samningstíma. Það er að jafnaði um 41.700 króna launahækkun á ári, samkvæmt heimildum fréttastofu.Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það á ábyrgð samningsaðila að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta að loknum samningum. „Við tjáðum okkur um það að það tilboð sem lagt var fram hér í dag. Það er óaðgengilegt fyrir Samtök atvinnulífsins og getur ekki orðið grunvöllur að kjarasamningi á milli aðila,“ sagði hann eftir fundinn í Karphúsinu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonbrigði að gagntilboðinu hafi verið hafnað, enn sé langt í milli aðila. „Þannig að lengra verður ekki gengið á milli þessara aðila í bili. Þannig að aðkoma stjórnvalda mun ráða úrslitum um framhaldið.Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga.ASÍ fundar með ríkisstjórn á þriðjudag Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga. Stjórnvöld munu funda innan sinna eigin raða á mánudag og síðanmeð forsetateymi Alþýðusambandsins á þriðjudag. Næsti samningafundur verður síðan á fimmtudag í næstu viku og þá gæti sorfið til stáls. „Minn skilningur á aðkomu stjórnvalda hefur verið á þann veg að forsenda fyrir aðkomu stjórnvalda að úrlausn kjarasamninganna sé sú að aðilar séu við það að ná saman,“ segir Halldór Benjamín. En það er alls ekki staðan eins og hún er eftir fundinn í dag. Ragnar Þór segir fundinn næst komandi fimmtudag því geta orðið úrslitafund. „Boltinn er hjá stjórnvöldum. Við breytum því ekki. Ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við höfum verið að óska eftir er augljóst í hvað stefnir og við erum klár í slaginn.“ Er þá komið að þeim tímamótum í viðræðunum að þið þurfið að fara að íhuga aðgerðir? „Já, það má segja það,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkalýðsfélögin leggja áfram áherslu á krónutöluhækkanir en atvinnurekendur vilja fara blandaða leið krónutölu- og prósentuhækkana. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag. Það fól í sér að laun upp að sex hundruð þúsund krónum hækkuðu um 20 þúsund krónur á ári næstu þrjú árin en laun þar yfir hækkuðu um 2,5 prósent. Efling, Verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR svöruðu síðan með gagntilboði í dag. Nú er lægsti kauptaxti 266 þúsund krónur en lágmarkslaun 300 þúsund krónur. Verkalýðsfélögin vilja eyða öllum töxtum undir lágmarkslaunum og fá krónutöluhækkanir fyrir alla frá 300 þúsund krónum þannig að lægstu laun verði 425 þúsund krónur á mánuði í lok þriggja ára samningstíma. Það er að jafnaði um 41.700 króna launahækkun á ári, samkvæmt heimildum fréttastofu.Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það á ábyrgð samningsaðila að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta að loknum samningum. „Við tjáðum okkur um það að það tilboð sem lagt var fram hér í dag. Það er óaðgengilegt fyrir Samtök atvinnulífsins og getur ekki orðið grunvöllur að kjarasamningi á milli aðila,“ sagði hann eftir fundinn í Karphúsinu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonbrigði að gagntilboðinu hafi verið hafnað, enn sé langt í milli aðila. „Þannig að lengra verður ekki gengið á milli þessara aðila í bili. Þannig að aðkoma stjórnvalda mun ráða úrslitum um framhaldið.Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga.ASÍ fundar með ríkisstjórn á þriðjudag Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga. Stjórnvöld munu funda innan sinna eigin raða á mánudag og síðanmeð forsetateymi Alþýðusambandsins á þriðjudag. Næsti samningafundur verður síðan á fimmtudag í næstu viku og þá gæti sorfið til stáls. „Minn skilningur á aðkomu stjórnvalda hefur verið á þann veg að forsenda fyrir aðkomu stjórnvalda að úrlausn kjarasamninganna sé sú að aðilar séu við það að ná saman,“ segir Halldór Benjamín. En það er alls ekki staðan eins og hún er eftir fundinn í dag. Ragnar Þór segir fundinn næst komandi fimmtudag því geta orðið úrslitafund. „Boltinn er hjá stjórnvöldum. Við breytum því ekki. Ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við höfum verið að óska eftir er augljóst í hvað stefnir og við erum klár í slaginn.“ Er þá komið að þeim tímamótum í viðræðunum að þið þurfið að fara að íhuga aðgerðir? „Já, það má segja það,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira