Vilja stöðva fok á rusli Sveinn Arnarsson skrifar 14. september 2019 07:45 Kristinn Jónasson. Snæfellsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið áskorun Íslenska sjávarklasans og Bláa hersins um að koma í veg fyrir fok úr heimilissorptunnum. Sveitarfélagið mun í samvinnu við Gámaþjónustuna bjóða öllum íbúum upp á ókeypis festingar til að halda ruslatunnunum lokuðum. „Í þessari áskorun var bent á þá staðreynd að það gerist stundum að það komi vindur á Íslandi sem veldur því að það getur fokið upp úr ruslatunnunum hjá fólki. Við tókum bara þessari áskorun og finnst bara gott að fá þessa vakningu frá þeim,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Íbúar sveitarfélagsins geta nálgast ókeypis festingar hjá Gámaþjónustunni í Ólafsvík. Kristinn segir lausnina einfalda og þægilega en um er að ræða teygju auk festinga. „Það er einhver fjöldi hérna sem hefur þegar gert þetta en við erum bara að ýta undir að fleiri geri þetta.“ Kristinn segir að flestir í sveitarfélaginu hafi fengi sér festingar fyrir sjálfar tunnurnar svo þær fjúki ekki á haf út. „En það er ekki gott ef lokið fýkur upp og ruslið svo úr tunnunni. Við höfum séð það gerast þótt það sé ekkert í stórkostlegu magni.“ Bæjarstjórinn segist bjartsýnn á að sem flestir komi og sæki sér festingar. „Fólki hér er mjög umhugað um umhverfi sitt þannig að ég á von á mjög góðum viðtökum. Nú er að koma haust og fínt að fara í þetta en við viljum auðvitað gera allt til að fanga sorpið svo það fari þangað sem það á að fara. Þetta er einn liður í því.“ Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Snæfellsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið áskorun Íslenska sjávarklasans og Bláa hersins um að koma í veg fyrir fok úr heimilissorptunnum. Sveitarfélagið mun í samvinnu við Gámaþjónustuna bjóða öllum íbúum upp á ókeypis festingar til að halda ruslatunnunum lokuðum. „Í þessari áskorun var bent á þá staðreynd að það gerist stundum að það komi vindur á Íslandi sem veldur því að það getur fokið upp úr ruslatunnunum hjá fólki. Við tókum bara þessari áskorun og finnst bara gott að fá þessa vakningu frá þeim,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Íbúar sveitarfélagsins geta nálgast ókeypis festingar hjá Gámaþjónustunni í Ólafsvík. Kristinn segir lausnina einfalda og þægilega en um er að ræða teygju auk festinga. „Það er einhver fjöldi hérna sem hefur þegar gert þetta en við erum bara að ýta undir að fleiri geri þetta.“ Kristinn segir að flestir í sveitarfélaginu hafi fengi sér festingar fyrir sjálfar tunnurnar svo þær fjúki ekki á haf út. „En það er ekki gott ef lokið fýkur upp og ruslið svo úr tunnunni. Við höfum séð það gerast þótt það sé ekkert í stórkostlegu magni.“ Bæjarstjórinn segist bjartsýnn á að sem flestir komi og sæki sér festingar. „Fólki hér er mjög umhugað um umhverfi sitt þannig að ég á von á mjög góðum viðtökum. Nú er að koma haust og fínt að fara í þetta en við viljum auðvitað gera allt til að fanga sorpið svo það fari þangað sem það á að fara. Þetta er einn liður í því.“
Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira