Færri hælisumsóknir í fyrra en undanfarin ár Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 19:37 Útlendingastofnun veitti 160 manns alþjóðlega vernd í fyrra en 800 sóttu um hana. Fréttablaðið/GVA Einstaklingum sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fækkaði um rúmlega fjórðung á milli ára í fyrra. Þó að umsóknum ríkisborgara ríkja sem íslensk stjórnvöld telja örugg hafi fækkað um tvo þriðju fjölgaði umsóknum fólks frá öðrum ríkjum. Í frétt á vef Útlendingastofnunar kemur fram að 800 manns sóttu um alþjóðlega vernd í fyrra. Alls var 160 einstaklingum veitt vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum með ákvörðun stofnunarinnar. Þegar þeir sem fengu vernd í gegnum kærunefnd útlendingamála, sem aðstandendur eða í boði stjórnvalda eru taldir með var heildarfjöldi þeirra sem hlutu vernd 289 í fyrra. Umsóknirnar komu frá einstaklingum frá sjötíu ríkjum. Um fjórðungur umsækjenda var frá ríkjum á lista svonefndra öruggra upprunaríkja og er það sögð mikil fækkun frá síðustu tveimur árum á undan. Þá kom rúmur helmingur umsækjenda frá slíkum ríkjum. Stærstu hópar umsækjenda voru frá Írak og Albaníu, 112 og 108 umsóknir frá ríkisborgurum hvors ríkis. Þar á eftir voru Sómalar fjölmennastir (53), Afganar (46) og Pakistanar (45). Nærri því þrír af hverjum fjórum umsækjendum voru karlar og rúmur fjórðungur var fullorðinn eldri en átján ára.Tölfræði Útlendingastofnunar sem sýnir hvernig fjöldi umsókna hefur þróast undanfarin þrjú ár.ÚtlendingastofnunSigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggur áherslu á að umsækjendum frá ríkjum sem íslensk stjórnvöld telja örugg og hún telur að hafi lagt inn tilhæfulausar umsóknir hafi fækkað í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. „Ég hef lagt mikla áherslu á að stemma stigu við tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd frá öruggum ríkjum sem streymdu hingað til lands með fordæmalausum hætti árið 2016. Með aðgerðum sem drógu úr hvata fólks til að leggja fram bersýnilega tilhæfulausar umsóknir ásamt aðgerðum í samráði við erlend yfirvöld þeirra landa sem skilgreind voru sem örugg hefur mikill árangur náðst,“ skrifar ráðherrann. Þá segir Sigríður að mikill árangur hafi náðst í að hraða afgreiðslu umsókna í forgangsmeðferð. Afgreiðslutíminn hafi styst úr 69 dögum að meðaltali árið 2017 í fimm daga að meðaltali í fyrra. Hælisleitendur Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Einstaklingum sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fækkaði um rúmlega fjórðung á milli ára í fyrra. Þó að umsóknum ríkisborgara ríkja sem íslensk stjórnvöld telja örugg hafi fækkað um tvo þriðju fjölgaði umsóknum fólks frá öðrum ríkjum. Í frétt á vef Útlendingastofnunar kemur fram að 800 manns sóttu um alþjóðlega vernd í fyrra. Alls var 160 einstaklingum veitt vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum með ákvörðun stofnunarinnar. Þegar þeir sem fengu vernd í gegnum kærunefnd útlendingamála, sem aðstandendur eða í boði stjórnvalda eru taldir með var heildarfjöldi þeirra sem hlutu vernd 289 í fyrra. Umsóknirnar komu frá einstaklingum frá sjötíu ríkjum. Um fjórðungur umsækjenda var frá ríkjum á lista svonefndra öruggra upprunaríkja og er það sögð mikil fækkun frá síðustu tveimur árum á undan. Þá kom rúmur helmingur umsækjenda frá slíkum ríkjum. Stærstu hópar umsækjenda voru frá Írak og Albaníu, 112 og 108 umsóknir frá ríkisborgurum hvors ríkis. Þar á eftir voru Sómalar fjölmennastir (53), Afganar (46) og Pakistanar (45). Nærri því þrír af hverjum fjórum umsækjendum voru karlar og rúmur fjórðungur var fullorðinn eldri en átján ára.Tölfræði Útlendingastofnunar sem sýnir hvernig fjöldi umsókna hefur þróast undanfarin þrjú ár.ÚtlendingastofnunSigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggur áherslu á að umsækjendum frá ríkjum sem íslensk stjórnvöld telja örugg og hún telur að hafi lagt inn tilhæfulausar umsóknir hafi fækkað í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. „Ég hef lagt mikla áherslu á að stemma stigu við tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd frá öruggum ríkjum sem streymdu hingað til lands með fordæmalausum hætti árið 2016. Með aðgerðum sem drógu úr hvata fólks til að leggja fram bersýnilega tilhæfulausar umsóknir ásamt aðgerðum í samráði við erlend yfirvöld þeirra landa sem skilgreind voru sem örugg hefur mikill árangur náðst,“ skrifar ráðherrann. Þá segir Sigríður að mikill árangur hafi náðst í að hraða afgreiðslu umsókna í forgangsmeðferð. Afgreiðslutíminn hafi styst úr 69 dögum að meðaltali árið 2017 í fimm daga að meðaltali í fyrra.
Hælisleitendur Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira