Að sögn Steinda eru þættirnir viðtalsþættir þar sem hann ræðir við ósköp venjulegt fólk.
„Ég er að fara að taka viðtöl, bara við venjulegt fólk,“ sagði Steindi í Ísland í dag um miðjan júní. „Ég er að fara að hitta góða landsmenn. Bara fólk sem er að rækta radísur eða er að safna felgum og maxar Visa-kortin sín á Tenerife á hverju sumri.“
Mikil stemning var á frumsýningunni í gær eins og sjá má á myndunum hér að neðan.






