Rúnar og Eyrún fengu eineggja tvíbura frá brúðkaupsgestunum Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2019 10:30 Eyrún og Rúnar eiga von á tvíburum og höfðu þau efni á ferlinu eftir brúðkaup sitt. Vala Matt heimsótti hjónin Rúnar Geirmundsson, kraftlyftingamann, og Eyrúnu Telmu Jónsdóttur, einkaþjálfara, í Íslandi í dag í gærkvöldi en þau voru búin að reyna að eignast barn í meira en fjögur ár en ekkert gekk. Þau ákváðu þá að fara í glasafrjóvgun. En glasafrjóvgun er rándýr á Íslandi enda ekki niðurgreidd eins og á hinum Norðurlöndunum og kostar því tæpar sex hundruð þúsund krónur sem er ekki á allra færi og segjast þau vita um þónokkur pör sem hreinlega hafi ekki efni á að fara í glasafrjóvgun og segja þetta því einungis fyrir efnað fólk. „Ég tók þetta mjög mikið inn á mig því mér fannst þetta vera mér að kenna og mér fannst ég vera bregðast honum. Svona verður maður ruglaður og þetta er ótrúlega erfitt hvað þetta gerir við höfuðið,“ segir Eyrún um þann tíma þegar það kom í ljós að hún væri ófrjó. „Þetta er ekkert hennar vandamál, við erum gift og erum í þessu saman,“ segir Rúnar. Fengu yndislega brúðkaupsgjöf og eiga von á tvíburum. Þegar Rúnar og Eyrún svo giftu sig ákváðu brúkaupsgestirnir að leggja saman í púkk og gefa þeim pening svo þau hefðu ráð á aðgerðinni. „Við förum í viðtalstíma í Livio og læknirinn segir strax við okkur að hún sé ófrjó og það þýði ekkert fyrir okkur að reyna neitt annað en glasafrjóvgun,“ segir Rúnar. „Við sendum ekki út nein boðskort eða neitt og báðum vini okkar á Facebook um að styrkja okkur. Okkur fannst við vera smá dónalega að vera biðja um eitthvað, en við höfum ekkert að gera við vasa eða sængurver og því báðum við bara um smá hjálp að stofna fjölskyldu,“ segir Rúnar. Brúðkaupsgjöfin var sannarlega góð því í dag eiga þau von á eineggja tvíburum og má því segja að þau hafi fengið tvíbura í brúðkaupsgjöf og eru í dag mjög hamingjusöm. Þau gagnrýna yfirvöld hér á landi þar nánast sé enginn niðurgreiðsla hér á landi í tæknifrjóvgunum, þvert á móti við norðurlöndin. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Börn og uppeldi Frjósemi Ísland í dag Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Vala Matt heimsótti hjónin Rúnar Geirmundsson, kraftlyftingamann, og Eyrúnu Telmu Jónsdóttur, einkaþjálfara, í Íslandi í dag í gærkvöldi en þau voru búin að reyna að eignast barn í meira en fjögur ár en ekkert gekk. Þau ákváðu þá að fara í glasafrjóvgun. En glasafrjóvgun er rándýr á Íslandi enda ekki niðurgreidd eins og á hinum Norðurlöndunum og kostar því tæpar sex hundruð þúsund krónur sem er ekki á allra færi og segjast þau vita um þónokkur pör sem hreinlega hafi ekki efni á að fara í glasafrjóvgun og segja þetta því einungis fyrir efnað fólk. „Ég tók þetta mjög mikið inn á mig því mér fannst þetta vera mér að kenna og mér fannst ég vera bregðast honum. Svona verður maður ruglaður og þetta er ótrúlega erfitt hvað þetta gerir við höfuðið,“ segir Eyrún um þann tíma þegar það kom í ljós að hún væri ófrjó. „Þetta er ekkert hennar vandamál, við erum gift og erum í þessu saman,“ segir Rúnar. Fengu yndislega brúðkaupsgjöf og eiga von á tvíburum. Þegar Rúnar og Eyrún svo giftu sig ákváðu brúkaupsgestirnir að leggja saman í púkk og gefa þeim pening svo þau hefðu ráð á aðgerðinni. „Við förum í viðtalstíma í Livio og læknirinn segir strax við okkur að hún sé ófrjó og það þýði ekkert fyrir okkur að reyna neitt annað en glasafrjóvgun,“ segir Rúnar. „Við sendum ekki út nein boðskort eða neitt og báðum vini okkar á Facebook um að styrkja okkur. Okkur fannst við vera smá dónalega að vera biðja um eitthvað, en við höfum ekkert að gera við vasa eða sængurver og því báðum við bara um smá hjálp að stofna fjölskyldu,“ segir Rúnar. Brúðkaupsgjöfin var sannarlega góð því í dag eiga þau von á eineggja tvíburum og má því segja að þau hafi fengið tvíbura í brúðkaupsgjöf og eru í dag mjög hamingjusöm. Þau gagnrýna yfirvöld hér á landi þar nánast sé enginn niðurgreiðsla hér á landi í tæknifrjóvgunum, þvert á móti við norðurlöndin. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Börn og uppeldi Frjósemi Ísland í dag Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira