Minnkuðu hlutfall allra starfsmanna Sýslumannsins á Austurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. maí 2019 23:33 Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstri innan fjárheimilda. Staðgengill sýslumanns segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu.Sýslumannsembættum var fækkað úr 24 í 9 árið tvö þúsund og fimmtán og löggæslan aðskilin frá rekstrinum. Nú í byrjun apríl gaf Ríkisendurskoðun út úttekt á sýslumannsembættum landsins þar sem fram kemur að hagkvæmni með ákvörðuninni hafi langt frá því náðst. Öll embætti hafa skilað neikvæðri rekstrarafkomu upp á þrjú hundruð milljónir og uppsafnaður rekstrarhalli er fimm hundruð milljónir.Sýslumaðurinn á Austurlandi, sem meðal annars hefur aðsetur á Seyðisfirði, er eitt þeirra embætta sem ráðist hefur þurft í niðurskurð eftir að sýslumannsembættum var fækkað. Það er gert til þess að halda sér innan fjárheimilda.Tekin var sú ákvörðun um að minnka starfshlutfall allra starfsmanna og segir staðgengill sýslumannsins á Austurlandi stöðuna ekki góða.„Hún er vægast sagt bara mjög slæm. Við erum með halla sem við erum að reka á undan okkur og við höfum verið að gera það frá því að embættin voru sameinuð. Núna bara í lok febrúar þá þurftum við að segja upp starfsfólki. Við ákváðum að fara þá leið að segja upp starfsfólki og bjóða þeim níutíu prósent starfshlutfall í stað hundrað prósent bara til að halda úti þjónustustigi sem gerð er krafa um“, segir Íris Dröfn Árnadóttir, staðgengill Sýslumannsins á Austurlandi.Íris Dröfn Antonsdóttir, staðgengill sýslumanns.Vísir/Jói K.Íris segir að með þessum aðgerðum muni embættið halda sig innan fjárheimilda en Íris segir starfsfólk ekki sátt. „Það er þungt hljóð í þeim og þetta er ekki óska staða. Verkefnum fækkar ekki þó að starfshlutfallið minnki,“ segir Íris. Sýslumenn sjá meðal annars um leyfisveitingar, sifjamál, utankjörfundi, þinglýsingar, búskipti, fullnustuaðgerðir, nauðungarsölur og lögskráningu skipshafna. Íris segir yfirvöld ekki hafa gert sér grein fyrir starfsemi embættanna þegar þeim var fækkað. „Já, klárlega og það er staðfest í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar að sýslumannshlutinn tók á sig alla starfsmenn og launakostnaðurinn fylgdi ekki með starfsmanninum heldur var skiptu fjármagni eftir vinnuhlutfalli,“ segir Íris. Íris segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála en vonast eftir breytingum. „Það hefur verið mikið rætt og hefur verið unnið statt og stöðug í því að reyna fá leiðrétta þessa skiptingu sem að var við sameiningu,“ segir Íris. Seyðisfjörður Stjórnsýsla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstri innan fjárheimilda. Staðgengill sýslumanns segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu.Sýslumannsembættum var fækkað úr 24 í 9 árið tvö þúsund og fimmtán og löggæslan aðskilin frá rekstrinum. Nú í byrjun apríl gaf Ríkisendurskoðun út úttekt á sýslumannsembættum landsins þar sem fram kemur að hagkvæmni með ákvörðuninni hafi langt frá því náðst. Öll embætti hafa skilað neikvæðri rekstrarafkomu upp á þrjú hundruð milljónir og uppsafnaður rekstrarhalli er fimm hundruð milljónir.Sýslumaðurinn á Austurlandi, sem meðal annars hefur aðsetur á Seyðisfirði, er eitt þeirra embætta sem ráðist hefur þurft í niðurskurð eftir að sýslumannsembættum var fækkað. Það er gert til þess að halda sér innan fjárheimilda.Tekin var sú ákvörðun um að minnka starfshlutfall allra starfsmanna og segir staðgengill sýslumannsins á Austurlandi stöðuna ekki góða.„Hún er vægast sagt bara mjög slæm. Við erum með halla sem við erum að reka á undan okkur og við höfum verið að gera það frá því að embættin voru sameinuð. Núna bara í lok febrúar þá þurftum við að segja upp starfsfólki. Við ákváðum að fara þá leið að segja upp starfsfólki og bjóða þeim níutíu prósent starfshlutfall í stað hundrað prósent bara til að halda úti þjónustustigi sem gerð er krafa um“, segir Íris Dröfn Árnadóttir, staðgengill Sýslumannsins á Austurlandi.Íris Dröfn Antonsdóttir, staðgengill sýslumanns.Vísir/Jói K.Íris segir að með þessum aðgerðum muni embættið halda sig innan fjárheimilda en Íris segir starfsfólk ekki sátt. „Það er þungt hljóð í þeim og þetta er ekki óska staða. Verkefnum fækkar ekki þó að starfshlutfallið minnki,“ segir Íris. Sýslumenn sjá meðal annars um leyfisveitingar, sifjamál, utankjörfundi, þinglýsingar, búskipti, fullnustuaðgerðir, nauðungarsölur og lögskráningu skipshafna. Íris segir yfirvöld ekki hafa gert sér grein fyrir starfsemi embættanna þegar þeim var fækkað. „Já, klárlega og það er staðfest í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar að sýslumannshlutinn tók á sig alla starfsmenn og launakostnaðurinn fylgdi ekki með starfsmanninum heldur var skiptu fjármagni eftir vinnuhlutfalli,“ segir Íris. Íris segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála en vonast eftir breytingum. „Það hefur verið mikið rætt og hefur verið unnið statt og stöðug í því að reyna fá leiðrétta þessa skiptingu sem að var við sameiningu,“ segir Íris.
Seyðisfjörður Stjórnsýsla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira