Þyngist um tvö kíló á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2019 19:45 Vaxtarhraði kálfsins Draums á nýrri einangrunarstöð fyrir Aberdeen Angus holdagripi þykir einstakur því hann þyngist um tvö kíló á dag. Draumur sem er fimm mánaða vegur nú rúmlega þrjú hundruð kíló. Hér erum við að tala um einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Á stöðinni eru ellefu kýr sem Angus fósturvísar voru settar upp í og báru kýrnar kálfunum síðasta haust, tólf kálfar, ein var tvíkveld, sjö kvígur og fimm naut komu í heiminn. Kálfarnir eru nú í níu mánaða einangrun á stöðinni og dafna þar vel. Baldur Sveinsson bústjóri þarf að skipta um föt áður en hann fer inn til þeirra þar sem hann sér um að kálfarnir og kýrnar búi við gott atlæti. Kálfarnir eru vigtaðar á hálfs mánaðar fresti og þá sést hvað þeir þyngjast mikið. „Þeir eru að þyngjast um ríflega eitt og hálft kíló á dag að meðaltali yfir heilu línuna, sumir meira, Draumur allt upp í tvö kíló þegar best lætur. Þetta er alveg tvöfald á við það sem við þekkjum hjá íslensku kálfunum, þannig að ég held að við megum vera mjög sáttir við þessa þyngingu“, segir Baldur. Kálfarnir fá að sjúga mæður sínar, éta eins mikið hey og þeir vilja og þá fá þeir nánast ótakmarkað kjarnfóður. „Þetta eru miklir félagar mínir, það verð ég að segja. Þeir eru rólegir í umgengni, eru ekki að stanga mann eða hnippa í mann eins og þessir tuddar vilja gera oft þegar þeir stækka.“Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús HlynurEn hvað verður um kálfana þegar þeir hafa lokið sinni einangrun 4. júlí í sumar?„Þá má taka úr þeim sýni. Þegar það kemur í ljós að þeir eru alveg hreinir og lausir við alla sjúkdóma þá má fara að taka úr þeim sæði og það gerum við næsta haust. Síðan verður þessi sæði komið til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, sem mun sjá um dreifinguna á því. Þannig að það er næsta haust sem bændur munu fá erfðaefni úr þessum gripum til sín“, segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Sveinn segist að það sé mjög gaman að stússast í kringum Aberdeen Angus holdagripina. „Já, það er afskaplega ánægjulegt, það er ekki hægt að segja annað, það er verulega ánægjulegt“, segir Sveinn.Draumur sem þyngist um tvö kíló á dag. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Vaxtarhraði kálfsins Draums á nýrri einangrunarstöð fyrir Aberdeen Angus holdagripi þykir einstakur því hann þyngist um tvö kíló á dag. Draumur sem er fimm mánaða vegur nú rúmlega þrjú hundruð kíló. Hér erum við að tala um einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Á stöðinni eru ellefu kýr sem Angus fósturvísar voru settar upp í og báru kýrnar kálfunum síðasta haust, tólf kálfar, ein var tvíkveld, sjö kvígur og fimm naut komu í heiminn. Kálfarnir eru nú í níu mánaða einangrun á stöðinni og dafna þar vel. Baldur Sveinsson bústjóri þarf að skipta um föt áður en hann fer inn til þeirra þar sem hann sér um að kálfarnir og kýrnar búi við gott atlæti. Kálfarnir eru vigtaðar á hálfs mánaðar fresti og þá sést hvað þeir þyngjast mikið. „Þeir eru að þyngjast um ríflega eitt og hálft kíló á dag að meðaltali yfir heilu línuna, sumir meira, Draumur allt upp í tvö kíló þegar best lætur. Þetta er alveg tvöfald á við það sem við þekkjum hjá íslensku kálfunum, þannig að ég held að við megum vera mjög sáttir við þessa þyngingu“, segir Baldur. Kálfarnir fá að sjúga mæður sínar, éta eins mikið hey og þeir vilja og þá fá þeir nánast ótakmarkað kjarnfóður. „Þetta eru miklir félagar mínir, það verð ég að segja. Þeir eru rólegir í umgengni, eru ekki að stanga mann eða hnippa í mann eins og þessir tuddar vilja gera oft þegar þeir stækka.“Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús HlynurEn hvað verður um kálfana þegar þeir hafa lokið sinni einangrun 4. júlí í sumar?„Þá má taka úr þeim sýni. Þegar það kemur í ljós að þeir eru alveg hreinir og lausir við alla sjúkdóma þá má fara að taka úr þeim sæði og það gerum við næsta haust. Síðan verður þessi sæði komið til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, sem mun sjá um dreifinguna á því. Þannig að það er næsta haust sem bændur munu fá erfðaefni úr þessum gripum til sín“, segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Sveinn segist að það sé mjög gaman að stússast í kringum Aberdeen Angus holdagripina. „Já, það er afskaplega ánægjulegt, það er ekki hægt að segja annað, það er verulega ánægjulegt“, segir Sveinn.Draumur sem þyngist um tvö kíló á dag.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira