Heldur svalara loft verður yfir landinu en að undanförnu en samt ætti hitinn að komast um og yfir 20 stigin þar sem best lætur. Mun svalara verður við sjávarsíðuna.
Veðurhorfur á landinu
Austan 3-13 m/s, hvassast syðst. Lægir með kvöldinu og hæg breytileg átt í nótt og á morgun. Bjart með köflum, en þokubakkar eða súld við sjávarsíðuna, einkum við A-ströndina og á Ströndum. Hiti víða 13 til 20 stig að deginum, en mun svalara fyrir austan.Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag og laugardag:Breytileg átt 3-8 og bjart með köflum, en þokuloft við N- og A-ströndina. Hiti víða 14 til 19 stig að deginum, en mun svalara í þokunni.
Á sunnudag og mánudag (frídagur verslunarmanna):
Austlæg átt, 3-10 m/s, hvassast við S-ströndina. Skýjað með köflum, en þokubakkar austast og síðdegisskúrir á stöku stað. Hiti 10 til 18 stig, svalast með A-ströndinni.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og stöku síðdegisskúrir SV-til en fremur milt veður.