Missti bestu vinkonu sína í stríðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 19:30 Bana Alabed er tíu ára gömul frá Sýrlandi en búsett í Tyrklandi. Vísir/Friðrik Þór Milljónir barna um allan heim vita varla hvað það er að ganga í skóla og því þarf að breyta að sögn tíu ára stúlku frá Sýrlandi. Hún er ein af 450 þátttakendum á heimsþingi kvenleiðtoga sem nú stendur yfir í Hörpu. Bana Alabed fæddist í Aleppo í Sýrlandi sumarið 2009. Hún segir landið hafa verið fallegt og friðsælt áður en stríðið hófst þegar hún var afar ung. „Við vorum öll hamingjusöm og lékum okkur og svoleiðis en þegar stríðið byrjaði var það allt eyðilagt,“ segir Bana í samtali við fréttastofu. „Skólinn var eyðilagður svo við gátum ekki farið í skólann. Börn létu lífið. Jasmine vinkona mín dó. Ég mun aldrei gleyma henni, hún var besta vinkona mín. Þetta var mjög erfitt líf því á hverjum degi voru sprengjuárásir, þeim linnti aldrei, ekki einu sinni á nóttunni,“ segir Bana. Í umsátrinu um Aleppo 2016 hóf Bana, með aðstoð móður sinnar sem er enskukennari, að senda skilaboð til umheimsins um ástandið í gegnum Twitter. Framtakið hefur vakið heimsathygli en jafnframt sætt nokkurri gagnrýni. Fjölskylda hennar fékk að lokum ríkisborgararétt í Tyrklandi árið 2017. Nú ferðast Bana um heiminn til að koma skilaboðum sínum áleiðis, þótt það kosti að hún missi stöku sinnum af skóla. „Milljónir barna sækja ekki skóla. Þau vita ekki hvað skóli er, þau fá ekki góða menntun. Þess vegna ferðast ég um allan heim til að segja heiminum hvað er um að vera hjá þeim, til að hjálpa þeim að komast í skóla. Menntun er svo mikilvæg því án hennar verður ekkert úr okkur,“ segir Bana. „Á morgun er dagur barnanna og ég vil segja leiðtogunum að hjálpa börnunum að eignast betra líf.“ Reykjavík Sýrland Tyrkland Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Milljónir barna um allan heim vita varla hvað það er að ganga í skóla og því þarf að breyta að sögn tíu ára stúlku frá Sýrlandi. Hún er ein af 450 þátttakendum á heimsþingi kvenleiðtoga sem nú stendur yfir í Hörpu. Bana Alabed fæddist í Aleppo í Sýrlandi sumarið 2009. Hún segir landið hafa verið fallegt og friðsælt áður en stríðið hófst þegar hún var afar ung. „Við vorum öll hamingjusöm og lékum okkur og svoleiðis en þegar stríðið byrjaði var það allt eyðilagt,“ segir Bana í samtali við fréttastofu. „Skólinn var eyðilagður svo við gátum ekki farið í skólann. Börn létu lífið. Jasmine vinkona mín dó. Ég mun aldrei gleyma henni, hún var besta vinkona mín. Þetta var mjög erfitt líf því á hverjum degi voru sprengjuárásir, þeim linnti aldrei, ekki einu sinni á nóttunni,“ segir Bana. Í umsátrinu um Aleppo 2016 hóf Bana, með aðstoð móður sinnar sem er enskukennari, að senda skilaboð til umheimsins um ástandið í gegnum Twitter. Framtakið hefur vakið heimsathygli en jafnframt sætt nokkurri gagnrýni. Fjölskylda hennar fékk að lokum ríkisborgararétt í Tyrklandi árið 2017. Nú ferðast Bana um heiminn til að koma skilaboðum sínum áleiðis, þótt það kosti að hún missi stöku sinnum af skóla. „Milljónir barna sækja ekki skóla. Þau vita ekki hvað skóli er, þau fá ekki góða menntun. Þess vegna ferðast ég um allan heim til að segja heiminum hvað er um að vera hjá þeim, til að hjálpa þeim að komast í skóla. Menntun er svo mikilvæg því án hennar verður ekkert úr okkur,“ segir Bana. „Á morgun er dagur barnanna og ég vil segja leiðtogunum að hjálpa börnunum að eignast betra líf.“
Reykjavík Sýrland Tyrkland Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira