Ekki vitað til þess að bílstjórinn hafi áður fengið flog Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 16:07 Vagninn hélst alltaf á hjólunum, sem þykir mikil mildi. Mynd er frá vettvangi í dag. Vísir/Jói K. Strætó bs. hefur ekki vitneskju um að bílstjórinn, sem ók strætisvagninum sem hafnaði utan vegar í Mosfellsbæ í dag, hafi áður fengið flog. Talið er að hann hafi fengið flogakast undir stýri og misst meðvitund, með fyrrgreindum afleiðingum. Alls voru fjórir í strætisvagninum þegar hann fór út af veginum á öðrum tímanum í dag. Vagninn, sem var á leið 7 frá Mosfellsbæ í átt að Spönginni, rann niður talsverðan halla eftir bílastæði fyrir neðan veginn. Hann hélst þó alltaf á hjólunum, sem þykir mikil mildi, og voru meiðsl farþega og bílstjóra metin minniháttar. Sjá einnig: Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Bílstjórinn hefur ekið vögnum Strætó í yfir tuttugu ár, að sögn Guðmundar Heiðar Helgasonar upplýsingafulltrúa Strætó. Hann, ásamt einum farþega, var fluttur á slysadeild eftir slysið og var þá kominn til meðvitundar. Guðmundur hefur eftir eiginkonu bílstjórans að hann gangist nú undir rannsóknir á spítala og margt bendi til flogakasts, sem bílstjórinn hafi ekki fengið áður. Guðmundur gerir ráð fyrir að bílstjórinn fari í leyfi frá störfum í kjölfar slyssins og staðan verði svo tekin aftur í framhaldinu. Margar ástæður geta legið að baki flogaköstum og er flogaveiki aðeins ein þeirra, að því er fram kemur í umfjöllun um flogaveiki á Vísindavefnum. Þannig eru einstaklingar sem fá flog ekki endilega flogaveikir og þá er þekkt að fólk fái fyrst flog á efri árum. Vinnu á vettvangi slyssins við Álafosskvos í Mosfellsbæ lauk fyrir stundu en búið er að koma bílnum upp á veginn og aka honum í burt. Einhverjar skemmdir urðu á vagninum við slysið en umfang tjónsins er þó enn ekki ljóst. Mosfellsbær Samgönguslys Strætó Tengdar fréttir Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. 17. maí 2019 13:51 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Strætó bs. hefur ekki vitneskju um að bílstjórinn, sem ók strætisvagninum sem hafnaði utan vegar í Mosfellsbæ í dag, hafi áður fengið flog. Talið er að hann hafi fengið flogakast undir stýri og misst meðvitund, með fyrrgreindum afleiðingum. Alls voru fjórir í strætisvagninum þegar hann fór út af veginum á öðrum tímanum í dag. Vagninn, sem var á leið 7 frá Mosfellsbæ í átt að Spönginni, rann niður talsverðan halla eftir bílastæði fyrir neðan veginn. Hann hélst þó alltaf á hjólunum, sem þykir mikil mildi, og voru meiðsl farþega og bílstjóra metin minniháttar. Sjá einnig: Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Bílstjórinn hefur ekið vögnum Strætó í yfir tuttugu ár, að sögn Guðmundar Heiðar Helgasonar upplýsingafulltrúa Strætó. Hann, ásamt einum farþega, var fluttur á slysadeild eftir slysið og var þá kominn til meðvitundar. Guðmundur hefur eftir eiginkonu bílstjórans að hann gangist nú undir rannsóknir á spítala og margt bendi til flogakasts, sem bílstjórinn hafi ekki fengið áður. Guðmundur gerir ráð fyrir að bílstjórinn fari í leyfi frá störfum í kjölfar slyssins og staðan verði svo tekin aftur í framhaldinu. Margar ástæður geta legið að baki flogaköstum og er flogaveiki aðeins ein þeirra, að því er fram kemur í umfjöllun um flogaveiki á Vísindavefnum. Þannig eru einstaklingar sem fá flog ekki endilega flogaveikir og þá er þekkt að fólk fái fyrst flog á efri árum. Vinnu á vettvangi slyssins við Álafosskvos í Mosfellsbæ lauk fyrir stundu en búið er að koma bílnum upp á veginn og aka honum í burt. Einhverjar skemmdir urðu á vagninum við slysið en umfang tjónsins er þó enn ekki ljóst.
Mosfellsbær Samgönguslys Strætó Tengdar fréttir Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. 17. maí 2019 13:51 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. 17. maí 2019 13:51