Víkingaklappar „strákana okkar“ í bryggjustaura Þórarinn Þórarinsson skrifar 22. júlí 2019 09:00 Jonni hefur um árabil fengist við listsköpun úr gömlu timbri og tekst nú á við sjö gegnheila landsliðsmenn í Vilnius með hjálp eiginkonunnar Kseniju. Ég hef verið að undirbúa þetta lengi og er næstum því búinn með Ara Skúlason sem liggur núna á maganum og er að láta snyrta á sér hendurnar í víkingaklappinu,“ segir Jóhann Sigmarsson um fyrsta landsliðsmanninn af sjö sem hann stefnir á að höggva í aldargamalt timbur úr Reykjavíkurhöfn. Jonni, eins og hann er alltaf kallaður, fékk hugmyndina að því að reisa frægðarför íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM sumarið 2016 verðugan og gegnheilan minnisvarða eftir að ljóst varð að liðið kæmist á HM 2018. Víkingaklappið og frægðarför karlalandsliðsins á EM komu slíku róti á huga Jonna að honum fannst annað ómögulegt en að höggva „strákana okkar“ með sínu lagi í timbur sem honum finnst kallast á við úthald og seiglu landsliðsins.Ksenija Zapadenceva.HÚH! „Þegar þeir komust á HM fannst mér þurfa að gera höggmyndir af þessum hetjum,“ segir Jonni í samtali við Fréttablaðið og bætir við að honum hafi þótt massíft og sjóbarið timbrið tilvalinn efniviður í listaverkið sem hann sér ekki síst fyrir sér sem minnisvarða um víkingaklappið. „Þetta víkingaklapp sem varð heimsfrægt fangar einhvern veginn þessa sterku tilfinningu og gagnkvæmu hvatningu sem tengdi leikmenn og áhorfendur saman,“ segir Jonni sem treystir á að „húh-ið“ bergmáli enn með þjóðarsálinni þannig að almenningur muni leggja honum lið svo þessi hugmynd hans geti orðið að hátimbruðum raunveruleika.Þarf að safna 4 milljónum „Við ákváðum að reyna að gera þetta með hópfjármögnun og leita til þjóðarinnar,“ segir Jonni um söfnun sem er komin í gang á Karolinafund.com og leggur áherslu á að honum og hans fólki muni ekki takast ætlunarverkið án stuðnings almennings. „Það væri gott að fá bara þjóðina til þess að standa á bak við þetta enda eru þetta náttúrlega strákarnir okkar,“ segir Jonni sem lítur á verkið sem gjöf þjóðarinnar til KSÍ og í raun til sjálfrar sín um leið.Söfnunin hófst í síðustu viku og þótt enn sé langt í land og 75 dagar til stefnu hafa Jonni og konan hans, Ksenija Zapadenceva, þegar lagt til atlögu við drumbana ógurlegu á vinnustofu sinni í Vilnius í Litháen þar sem þau búa. „Við erum aðallega tvö í þessu, hjónin, en síðan fáum við aðstoðarmenn þegar á þarf að halda. Þetta eru náttúrlega massífir drumbar sem erfitt er við að eiga. Þetta er enginn korkur,“ segir Jonni sem þar fyrir utan getur vegna fötlunar aðeins beitt annarri hendinni.Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason er sá fyrsti sem tekur á sig mynd úr trédrumbunum.Tilbúinn fyrir tréverk „Drumbarnir eru þéttvaxnir og búnir að taka á sig ansi mikið veður í gegnum tíðina og fara í gegnum tvær heimsstyrjaldir,“ segir Jonni sem hefur um árabil unnið með timbur sem á sér langa sögu. „Þannig að þeir munu standa allt af sér áfram,“ heldur Jonni áfram og er þess fullviss að veðrað timbrið muni ekki síður standast veður og vinda sem útilistaverk ofansjávar. Jonni og Ksenija hefla þurrkaða drumbana og líma saman í klumpa þangað til rúmlegri líkamsstærð sjö landsliðsmanna er náð. Þá er hver klumpur sagaður til með keðju- og fjölsög eftir ljósmyndum af viðkomandi.Olíubornar hetjur „Síðan pússum við þá og gætum að hverju smáatriði þannig að ekki fari á milli mála hver maðurinn er. Allur frágangur verður unnin í höndunum og höggmyndirnar verða olíubornar fimm sinnum til þess að ná góðri og lifandi áferð.“ Jonni segir Guðna Bergsson, formann KSÍ, hafa tekið vel í hugmyndina sem hann bar undir Guðna um leið og minnisvarðinn fór að taka á sig mynd í huga hans. „Hann Guðni hefur nú þegar einhvern stað í huga í grennd við Laugardalsvöllinn og ég ætla bara að leyfa stjórn KSÍ að grúska í þessu að finna strákunum góðan stað þar sem þeir geta vonandi staðið um ókomna tíð.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Myndlist Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Ég hef verið að undirbúa þetta lengi og er næstum því búinn með Ara Skúlason sem liggur núna á maganum og er að láta snyrta á sér hendurnar í víkingaklappinu,“ segir Jóhann Sigmarsson um fyrsta landsliðsmanninn af sjö sem hann stefnir á að höggva í aldargamalt timbur úr Reykjavíkurhöfn. Jonni, eins og hann er alltaf kallaður, fékk hugmyndina að því að reisa frægðarför íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM sumarið 2016 verðugan og gegnheilan minnisvarða eftir að ljóst varð að liðið kæmist á HM 2018. Víkingaklappið og frægðarför karlalandsliðsins á EM komu slíku róti á huga Jonna að honum fannst annað ómögulegt en að höggva „strákana okkar“ með sínu lagi í timbur sem honum finnst kallast á við úthald og seiglu landsliðsins.Ksenija Zapadenceva.HÚH! „Þegar þeir komust á HM fannst mér þurfa að gera höggmyndir af þessum hetjum,“ segir Jonni í samtali við Fréttablaðið og bætir við að honum hafi þótt massíft og sjóbarið timbrið tilvalinn efniviður í listaverkið sem hann sér ekki síst fyrir sér sem minnisvarða um víkingaklappið. „Þetta víkingaklapp sem varð heimsfrægt fangar einhvern veginn þessa sterku tilfinningu og gagnkvæmu hvatningu sem tengdi leikmenn og áhorfendur saman,“ segir Jonni sem treystir á að „húh-ið“ bergmáli enn með þjóðarsálinni þannig að almenningur muni leggja honum lið svo þessi hugmynd hans geti orðið að hátimbruðum raunveruleika.Þarf að safna 4 milljónum „Við ákváðum að reyna að gera þetta með hópfjármögnun og leita til þjóðarinnar,“ segir Jonni um söfnun sem er komin í gang á Karolinafund.com og leggur áherslu á að honum og hans fólki muni ekki takast ætlunarverkið án stuðnings almennings. „Það væri gott að fá bara þjóðina til þess að standa á bak við þetta enda eru þetta náttúrlega strákarnir okkar,“ segir Jonni sem lítur á verkið sem gjöf þjóðarinnar til KSÍ og í raun til sjálfrar sín um leið.Söfnunin hófst í síðustu viku og þótt enn sé langt í land og 75 dagar til stefnu hafa Jonni og konan hans, Ksenija Zapadenceva, þegar lagt til atlögu við drumbana ógurlegu á vinnustofu sinni í Vilnius í Litháen þar sem þau búa. „Við erum aðallega tvö í þessu, hjónin, en síðan fáum við aðstoðarmenn þegar á þarf að halda. Þetta eru náttúrlega massífir drumbar sem erfitt er við að eiga. Þetta er enginn korkur,“ segir Jonni sem þar fyrir utan getur vegna fötlunar aðeins beitt annarri hendinni.Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason er sá fyrsti sem tekur á sig mynd úr trédrumbunum.Tilbúinn fyrir tréverk „Drumbarnir eru þéttvaxnir og búnir að taka á sig ansi mikið veður í gegnum tíðina og fara í gegnum tvær heimsstyrjaldir,“ segir Jonni sem hefur um árabil unnið með timbur sem á sér langa sögu. „Þannig að þeir munu standa allt af sér áfram,“ heldur Jonni áfram og er þess fullviss að veðrað timbrið muni ekki síður standast veður og vinda sem útilistaverk ofansjávar. Jonni og Ksenija hefla þurrkaða drumbana og líma saman í klumpa þangað til rúmlegri líkamsstærð sjö landsliðsmanna er náð. Þá er hver klumpur sagaður til með keðju- og fjölsög eftir ljósmyndum af viðkomandi.Olíubornar hetjur „Síðan pússum við þá og gætum að hverju smáatriði þannig að ekki fari á milli mála hver maðurinn er. Allur frágangur verður unnin í höndunum og höggmyndirnar verða olíubornar fimm sinnum til þess að ná góðri og lifandi áferð.“ Jonni segir Guðna Bergsson, formann KSÍ, hafa tekið vel í hugmyndina sem hann bar undir Guðna um leið og minnisvarðinn fór að taka á sig mynd í huga hans. „Hann Guðni hefur nú þegar einhvern stað í huga í grennd við Laugardalsvöllinn og ég ætla bara að leyfa stjórn KSÍ að grúska í þessu að finna strákunum góðan stað þar sem þeir geta vonandi staðið um ókomna tíð.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Myndlist Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”