Litla föndurhornið: Jólakveðjur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. desember 2019 18:00 Vísir/Kristbjörg Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég er í pínulítilli uppreisn, vér mótmælum allir og allt það. Ég nefnilega neita að trúa því að fólk sé hætt að senda jólakort. Mér finnst þetta svo frábær siður og að fá jólakveðju á Facebook er alls ekki það sama og að heyra þegar eitthvað dettur inn um bréfalúguna. Og hvernig ætla ég að berjast gegn þessari þróun? Með helsta vopninu mínu, ég ætla að föndra. Jæja, að verkefninu. Smá viðvörun. Þetta er EKKI verkefni sem þið byrjið á á Þorláksmessu (nema þið ætlið að gera þetta fyrir næstu jól, ef svo er þá tek ég hattinn ofan af fyrir ykkur) vegna þess að þetta mun taka tíma (90% af tímanum fer reyndar í að bíða eftir að málningin þorni, þannig að þú getur alveg verið að vinna í einhverju á meðan). Og þið þurfið málningarlímband, mikið málingalímband. Ok, viðvaranirnar búnar. Ásamt málningarlímbandinu þá þurfið þið viðarplötu eða gamalt viðarskilti (eins og ég notaði) og 4 liti af málningu sem tóna saman. Ég var með svart, hvítt og grátt og blandaði svo svarta og gráa litnum saman og fékk þannig aðeins dekkri gráan. Ég byrjaði á því að mála allt skiltið hvítt, held að það hafi tekið þrjár umferðir til að þekja allt mjög vel. Svo var komið að límbandinu. Ég fann miðjuna efst og neðst á skiltinu og setti límband lóðrétt eftir því. Svo setti ég aðra límbandsræmu alveg þétt við fyrstu ræmuna en þessi seinni ræman verður svokallaður „spacer“, þ.e. ég mun nota hana til að fá jafnt bil á milli (þið sjáið betur á eftir hvað ég á við). Svo er þriðja ræman sett alveg upp við ræmu nr. tvö, ræman sem var í miðjunni (ræman nr. Tvö) tekin og sett hinum megin við ræmu nr. þrjú. Þannig koll af kolli. Svo tók ég dekkri gráu málninguna og málaði. Þegar allt er vel þornað þá er límbandið tekið, og ferlið endurtekið nema núna vinnum við lárétt eftir skiltinu. Svo málað með ljósgráa litnum og svo bið, endalaus bið. Þegar þetta er allt þornað og fínt þá takið þið ekki límbandið, ég endurtek, látið límbandið vera. Þið ættuð að sjá í gegn móta fyrir þar sem þið settuð límbandið upphaflega og þar leggið þið aftur límband yfir, sem sagt lóðrétt, og málið svart þau svæði sem eru eftir. Ég veit að þetta virkar flókið, en ef þið farið á Youtube og leitið af „how to paint buffalo plaid“ þá fáið þið upp myndbönd sem sýna þessa aðferð. Ég fæ alltaf svo mikið út úr því þegar það kemur að því að fjarlægja límbandið og sjá þetta ótrúlega flotta köflótta munstur fæðast. Ef málningin hefur runnið til hjá þér þá er bara að laga það með fínum pensli, ekkert mál. Svo „skrifaði“ ég jólakveðja efst á skiltið með uppáhalds aðferðinni minni en þú getur notað límmiða, þú getur skrifað fríhendis, þú getur keypt tréstafi (til dæmis í Söstrene grene) og notað þá eða þú getur sleppt þessu alveg. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir Það síðasta sem ég gerði var að taka nokkrar viðarklemmur, mála þær hvítar og festa á skiltið með trélími. Ég ætlaði að setja eitthvað skraut á þetta, fannst þetta pínu litlaust, en ákvað að sleppa því, jólakortin munu koma með litina. Þannig að núna bíð ég bara eftir að jólakortin fari að flæða inn um bréfalúguna. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Jólaföndur 17.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 17. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég er í pínulítilli uppreisn, vér mótmælum allir og allt það. Ég nefnilega neita að trúa því að fólk sé hætt að senda jólakort. Mér finnst þetta svo frábær siður og að fá jólakveðju á Facebook er alls ekki það sama og að heyra þegar eitthvað dettur inn um bréfalúguna. Og hvernig ætla ég að berjast gegn þessari þróun? Með helsta vopninu mínu, ég ætla að föndra. Jæja, að verkefninu. Smá viðvörun. Þetta er EKKI verkefni sem þið byrjið á á Þorláksmessu (nema þið ætlið að gera þetta fyrir næstu jól, ef svo er þá tek ég hattinn ofan af fyrir ykkur) vegna þess að þetta mun taka tíma (90% af tímanum fer reyndar í að bíða eftir að málningin þorni, þannig að þú getur alveg verið að vinna í einhverju á meðan). Og þið þurfið málningarlímband, mikið málingalímband. Ok, viðvaranirnar búnar. Ásamt málningarlímbandinu þá þurfið þið viðarplötu eða gamalt viðarskilti (eins og ég notaði) og 4 liti af málningu sem tóna saman. Ég var með svart, hvítt og grátt og blandaði svo svarta og gráa litnum saman og fékk þannig aðeins dekkri gráan. Ég byrjaði á því að mála allt skiltið hvítt, held að það hafi tekið þrjár umferðir til að þekja allt mjög vel. Svo var komið að límbandinu. Ég fann miðjuna efst og neðst á skiltinu og setti límband lóðrétt eftir því. Svo setti ég aðra límbandsræmu alveg þétt við fyrstu ræmuna en þessi seinni ræman verður svokallaður „spacer“, þ.e. ég mun nota hana til að fá jafnt bil á milli (þið sjáið betur á eftir hvað ég á við). Svo er þriðja ræman sett alveg upp við ræmu nr. tvö, ræman sem var í miðjunni (ræman nr. Tvö) tekin og sett hinum megin við ræmu nr. þrjú. Þannig koll af kolli. Svo tók ég dekkri gráu málninguna og málaði. Þegar allt er vel þornað þá er límbandið tekið, og ferlið endurtekið nema núna vinnum við lárétt eftir skiltinu. Svo málað með ljósgráa litnum og svo bið, endalaus bið. Þegar þetta er allt þornað og fínt þá takið þið ekki límbandið, ég endurtek, látið límbandið vera. Þið ættuð að sjá í gegn móta fyrir þar sem þið settuð límbandið upphaflega og þar leggið þið aftur límband yfir, sem sagt lóðrétt, og málið svart þau svæði sem eru eftir. Ég veit að þetta virkar flókið, en ef þið farið á Youtube og leitið af „how to paint buffalo plaid“ þá fáið þið upp myndbönd sem sýna þessa aðferð. Ég fæ alltaf svo mikið út úr því þegar það kemur að því að fjarlægja límbandið og sjá þetta ótrúlega flotta köflótta munstur fæðast. Ef málningin hefur runnið til hjá þér þá er bara að laga það með fínum pensli, ekkert mál. Svo „skrifaði“ ég jólakveðja efst á skiltið með uppáhalds aðferðinni minni en þú getur notað límmiða, þú getur skrifað fríhendis, þú getur keypt tréstafi (til dæmis í Söstrene grene) og notað þá eða þú getur sleppt þessu alveg. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir Það síðasta sem ég gerði var að taka nokkrar viðarklemmur, mála þær hvítar og festa á skiltið með trélími. Ég ætlaði að setja eitthvað skraut á þetta, fannst þetta pínu litlaust, en ákvað að sleppa því, jólakortin munu koma með litina. Þannig að núna bíð ég bara eftir að jólakortin fari að flæða inn um bréfalúguna.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Jólaföndur 17.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 17. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00
Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Jólaföndur 17.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 17. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00
Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45