Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2019 10:30 Mynd af nýja leiðanetinu úr áfangaskýrslu Eflu. Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. Verið er að endurskoða leiðakerfi Strætó vegna uppbyggingar Borgarlínu og er um að ræða fyrsta áfangann í þeirri vinnu. Í dag eru aðeins tvær leiðir Strætó, 1 og 6, sem gætu verið skilgreindar sem stofnleiðir í nýju leiðaneti en lagt er upp með að í nýju leiðaneti verði annars vegar stofnleiðir og hins vegar almennar leiðir. Að því er segir í skýrslunni er lögð mikil áhersla á að stofnleiðir aki sem beinustu leið. Lagt er til að vagnar á stofnleiðum aki á að minnsta kosti á 7 til 10 mínútna fresti á annatíma og á að minnsta kosti 15 til 20 mínútna fresti utan annatíma. Hluti af þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar því hlutverki sem stofnleiðir Strætó eiga að gegna er að þær tengi sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og öll hverfi eða borgarhluta með um eða yfir 10 þúsund íbúa. Þá eiga þær að flytja sem flesta farþega, tengja meginbiðstöðvar í kerfinu og geta orðið grunnur að hraðvagnaleiðum. Í tilkynningu frá Strætó segir að mikilvægt sé að leiðanetið stuðli að sterkum farþegagrunni svo hægt sé að ná þeim markmiðum að almenningssamgöngur dragi úr umferð og neikvæðum áhrifum á umhverfið, og dragi þar með úr þörf á einkabílnum. „Í fyrstu hugmyndum að Nýju leiðanet hefur verið lögð þyngri áhersla á „þátttökukerfi“ til að svara áherslum úr samráði. Í slíku kerfi er tíðnin mest þar sem þéttleiki íbúa og vinnustaða er mestur og leiðirnar eru beinar (taka engar/fáar lykkjur). Í slíku kerfi er hægt að hafa örari tíðni sem stuðlar að því að stækka farþegagrunn.Í dag eru tvær leiðir (leiðir 1 og 6) sem gætu verið skilgreindar sem stofnleiðir skv. skilgreiningu um stofnleiðir í Nýju leiðaneti. Þær aka á 10 mínútna tíðni frá stærstu úthverfum höfuðborgarsvæðisins á háannatíma. Í Nýju leiðaneti er lagt til að stofnleiðir verði sjö talsins. Miðað við fyrstu hugmyndir að Nýju leiðaneti munu meira en tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins búa innan við 400 m radíus frá stoppistöð leiða sem aka á a.m.k. 10 mínútna fresti, eða 64% íbúa í stað 26% í núverandi leiðaneti. Þessar hugmyndir samræmast markmiðum og aðgerðum svæðisskipulagsins til 2040 um að auka hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum. Þörfum notenda er svarað með aukinni tíðni. Heilt yfir verður um 29% aukning á þjónustutíma Strætó á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningu Strætó.Áfangaskýrsluna má nálgast hér. Borgarlína Samgöngur Strætó Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. Verið er að endurskoða leiðakerfi Strætó vegna uppbyggingar Borgarlínu og er um að ræða fyrsta áfangann í þeirri vinnu. Í dag eru aðeins tvær leiðir Strætó, 1 og 6, sem gætu verið skilgreindar sem stofnleiðir í nýju leiðaneti en lagt er upp með að í nýju leiðaneti verði annars vegar stofnleiðir og hins vegar almennar leiðir. Að því er segir í skýrslunni er lögð mikil áhersla á að stofnleiðir aki sem beinustu leið. Lagt er til að vagnar á stofnleiðum aki á að minnsta kosti á 7 til 10 mínútna fresti á annatíma og á að minnsta kosti 15 til 20 mínútna fresti utan annatíma. Hluti af þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar því hlutverki sem stofnleiðir Strætó eiga að gegna er að þær tengi sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og öll hverfi eða borgarhluta með um eða yfir 10 þúsund íbúa. Þá eiga þær að flytja sem flesta farþega, tengja meginbiðstöðvar í kerfinu og geta orðið grunnur að hraðvagnaleiðum. Í tilkynningu frá Strætó segir að mikilvægt sé að leiðanetið stuðli að sterkum farþegagrunni svo hægt sé að ná þeim markmiðum að almenningssamgöngur dragi úr umferð og neikvæðum áhrifum á umhverfið, og dragi þar með úr þörf á einkabílnum. „Í fyrstu hugmyndum að Nýju leiðanet hefur verið lögð þyngri áhersla á „þátttökukerfi“ til að svara áherslum úr samráði. Í slíku kerfi er tíðnin mest þar sem þéttleiki íbúa og vinnustaða er mestur og leiðirnar eru beinar (taka engar/fáar lykkjur). Í slíku kerfi er hægt að hafa örari tíðni sem stuðlar að því að stækka farþegagrunn.Í dag eru tvær leiðir (leiðir 1 og 6) sem gætu verið skilgreindar sem stofnleiðir skv. skilgreiningu um stofnleiðir í Nýju leiðaneti. Þær aka á 10 mínútna tíðni frá stærstu úthverfum höfuðborgarsvæðisins á háannatíma. Í Nýju leiðaneti er lagt til að stofnleiðir verði sjö talsins. Miðað við fyrstu hugmyndir að Nýju leiðaneti munu meira en tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins búa innan við 400 m radíus frá stoppistöð leiða sem aka á a.m.k. 10 mínútna fresti, eða 64% íbúa í stað 26% í núverandi leiðaneti. Þessar hugmyndir samræmast markmiðum og aðgerðum svæðisskipulagsins til 2040 um að auka hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum. Þörfum notenda er svarað með aukinni tíðni. Heilt yfir verður um 29% aukning á þjónustutíma Strætó á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningu Strætó.Áfangaskýrsluna má nálgast hér.
Borgarlína Samgöngur Strætó Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira