Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 20:00 Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs greindi frá því í gær að öll miðlæg stjórnsýsla hjá borginni verði endurskoðuð sem feli í sér að farið verði yfir alla ferla og innkaupamál hjá borginni. Þetta komi í kjölfar skýrslu innri endurskoðunnar um braggamálið og sé gert til að slíkt mál endurtaki sig ekki. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins vill frekari rannsókn í málinu. „Meirihlutinn í borginni skýlir sér bak við það að skýrsla Innri endurskoðunnar sé fullkomin. Við erum ekki sammála því og ætlum að halda þessu braggamáli til streitu,“ segir Vigdís. „Við teljum tvö stór mál órannsökuð annars vegar reikningarnir og hins vegar að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni því það hefur komið fram að skjalavörslumál vöru í klessu,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann vill að bannið gildi þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Þá gerir Eyþór athugasemd við að tölvupóstum starfsmanna í braggamálinu hafi verið eytt en komið hafi í ljós að afriti hafi líka verið eytt þrátt fyrir að borgin sé með afritunarþjónustu. Vigdís segir mikilvægt að reikningar verði útskýrðir nánar. „Ég hef lagt áherslur á að fjármálastjóri borgarinnar útskýri greiðslu á 73 milljón króna reikning án útskýringa. Það er lögbrot á sveitarstjórnarlögum,“ segir Vigdís. Þessi ósk hafi ekki verið virt þó hún hafi komið fram í tvígang. Hún er ánægð með hvaða áhrif braggamálið hefur á meirihlutann í borginni. „Þetta tefur fyrir meirihlutanum og hans pólitísku innistæðu sem aðili eins og ég fagna,“ segir Vigdís. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs greindi frá því í gær að öll miðlæg stjórnsýsla hjá borginni verði endurskoðuð sem feli í sér að farið verði yfir alla ferla og innkaupamál hjá borginni. Þetta komi í kjölfar skýrslu innri endurskoðunnar um braggamálið og sé gert til að slíkt mál endurtaki sig ekki. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins vill frekari rannsókn í málinu. „Meirihlutinn í borginni skýlir sér bak við það að skýrsla Innri endurskoðunnar sé fullkomin. Við erum ekki sammála því og ætlum að halda þessu braggamáli til streitu,“ segir Vigdís. „Við teljum tvö stór mál órannsökuð annars vegar reikningarnir og hins vegar að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni því það hefur komið fram að skjalavörslumál vöru í klessu,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann vill að bannið gildi þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Þá gerir Eyþór athugasemd við að tölvupóstum starfsmanna í braggamálinu hafi verið eytt en komið hafi í ljós að afriti hafi líka verið eytt þrátt fyrir að borgin sé með afritunarþjónustu. Vigdís segir mikilvægt að reikningar verði útskýrðir nánar. „Ég hef lagt áherslur á að fjármálastjóri borgarinnar útskýri greiðslu á 73 milljón króna reikning án útskýringa. Það er lögbrot á sveitarstjórnarlögum,“ segir Vigdís. Þessi ósk hafi ekki verið virt þó hún hafi komið fram í tvígang. Hún er ánægð með hvaða áhrif braggamálið hefur á meirihlutann í borginni. „Þetta tefur fyrir meirihlutanum og hans pólitísku innistæðu sem aðili eins og ég fagna,“ segir Vigdís.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira