Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Sighvatur Arnmundsson og Ari Brynjólfsson skrifar 7. maí 2019 06:15 Fleiri landsmenn eru andvígir samþykkt þriðja orkupakkans ef marka má nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. vísir/vilhelm Tæpur helmingur þeirra sem taka afstöðu er andvígur því að þriðji orkupakkinn verði samþykktur á Alþingi. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. 48,7 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvíg samþykkt þriðja orkupakkans, 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Þetta eru svipaðar niðurstöður og úr könnun Zenter frá desember á síðasta ári. Ef svör allra eru skoðuð kemur í ljós að stærsti hópurinn, eða 36,3 prósent, segist ekki vita hvort hann sé hlynntur eða andvígur þriðja orkupakkanum. Af öllum svörum reyndust 30,5 prósent andvíg samþykkt orkupakkans, 18,5 prósent hlynnt, 13,6 prósent hlutlaus og rúmt eitt prósent vildi ekki svara. Einnig var spurt að því hversu vel eða illa fólk hefði kynnt sér þriðja orkupakkann. Tæpur þriðjungur, eða 32,1 prósent, sagðist ekki hafa kynnt sér hann, og 26,5 prósent sögðust hafa kynnt sér hann illa. 22,2 prósent töldu sig hafa kynnt sér orkupakkann vel og 19,2 prósent hvorki vel né illa. Stuðningur við samþykkt þriðja orkupakkans eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Þannig segjast 46 prósent þeirra sem hafa kynnt sér málið vel hlynnt samþykkt, 26 prósent þeirra sem hvorki hafa kynnt sér málið vel né illa, 19 prósent þeirra sem hafa kynnt sér það illa og 12 prósent þeirra sem ekki hafa kynnt sér málið. Helmingur þeirra sem hafa kynnt sér málið vel og þeirra sem hafa hvorki kynnt sér það vel né illa er andvígur samþykkt þriðja orkupakkans. Þá eru 46 prósent þeirra sem hafa kynnt sér málið illa og 45 prósent þeirra sem ekki hafa kynnt sér það andvíg samþykkt þess. Könnun Zenter var netkönnun framkvæmd 24. apríl til 2. maí. Úrtakið var 2.500 manns en alls svöruðu 1.443, eða 57,7 prósent. Þriðji orkupakkinn var áfram til umræðu í utanríkismálanefnd í gær en Stefán Már Stefánsson lagaprófessor og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður komu á fund nefndarinnar. Þeir telja leiðina sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ætlar að fara í málinu ekki gallalausa. „Við göngum út frá því að forsendur ráðherra séu réttar og við höfum ekki kynnt okkur hvernig fyrirvararnir verða útfærðir á síðari stigum, það er eftirleikurinn, hvernig þingið kemur til með að útfæra þessa fyrirvara,“ segir Friðrik Árni. Stefán Már gat ekki sagt hvað myndi gerast ef málið yrði sent aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Það væri hins vegar rétta lögfræðilega leiðin, þar sem gert væri ráð fyrir því í EES-samningnum. Ekki væri hægt að útiloka að ESB myndi grípa til einhverra gagnaðgerða og alls óvíst hvort Ísland fengi varanlega undanþágu. Nánar á fréttablaðið.is. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Tæpur helmingur þeirra sem taka afstöðu er andvígur því að þriðji orkupakkinn verði samþykktur á Alþingi. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. 48,7 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvíg samþykkt þriðja orkupakkans, 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Þetta eru svipaðar niðurstöður og úr könnun Zenter frá desember á síðasta ári. Ef svör allra eru skoðuð kemur í ljós að stærsti hópurinn, eða 36,3 prósent, segist ekki vita hvort hann sé hlynntur eða andvígur þriðja orkupakkanum. Af öllum svörum reyndust 30,5 prósent andvíg samþykkt orkupakkans, 18,5 prósent hlynnt, 13,6 prósent hlutlaus og rúmt eitt prósent vildi ekki svara. Einnig var spurt að því hversu vel eða illa fólk hefði kynnt sér þriðja orkupakkann. Tæpur þriðjungur, eða 32,1 prósent, sagðist ekki hafa kynnt sér hann, og 26,5 prósent sögðust hafa kynnt sér hann illa. 22,2 prósent töldu sig hafa kynnt sér orkupakkann vel og 19,2 prósent hvorki vel né illa. Stuðningur við samþykkt þriðja orkupakkans eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Þannig segjast 46 prósent þeirra sem hafa kynnt sér málið vel hlynnt samþykkt, 26 prósent þeirra sem hvorki hafa kynnt sér málið vel né illa, 19 prósent þeirra sem hafa kynnt sér það illa og 12 prósent þeirra sem ekki hafa kynnt sér málið. Helmingur þeirra sem hafa kynnt sér málið vel og þeirra sem hafa hvorki kynnt sér það vel né illa er andvígur samþykkt þriðja orkupakkans. Þá eru 46 prósent þeirra sem hafa kynnt sér málið illa og 45 prósent þeirra sem ekki hafa kynnt sér það andvíg samþykkt þess. Könnun Zenter var netkönnun framkvæmd 24. apríl til 2. maí. Úrtakið var 2.500 manns en alls svöruðu 1.443, eða 57,7 prósent. Þriðji orkupakkinn var áfram til umræðu í utanríkismálanefnd í gær en Stefán Már Stefánsson lagaprófessor og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður komu á fund nefndarinnar. Þeir telja leiðina sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ætlar að fara í málinu ekki gallalausa. „Við göngum út frá því að forsendur ráðherra séu réttar og við höfum ekki kynnt okkur hvernig fyrirvararnir verða útfærðir á síðari stigum, það er eftirleikurinn, hvernig þingið kemur til með að útfæra þessa fyrirvara,“ segir Friðrik Árni. Stefán Már gat ekki sagt hvað myndi gerast ef málið yrði sent aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Það væri hins vegar rétta lögfræðilega leiðin, þar sem gert væri ráð fyrir því í EES-samningnum. Ekki væri hægt að útiloka að ESB myndi grípa til einhverra gagnaðgerða og alls óvíst hvort Ísland fengi varanlega undanþágu. Nánar á fréttablaðið.is.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira