Game of Thrones halaði inn flest verðlaun á Emmy-hátíðinni Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2019 07:19 Leikkonan og framleiðandinn Phoebe Waller-Bridge var verðlaunuð fyrir bestu frammistöðu í grínhlutverki, bestu grínþættina og besta grínhandritið ,allt fyrir þættina Fleabag. Getty Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones, Tsjernóbyl og Fleabag voru á meðal sigurvegara á Emmy-hátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt. Game of Thrones, sem var að ljúka göngu sinni halaði í heildina inn tólf verðlaun, þar á meðal sem besta dramaþáttaröðin og þá fékk Peter Dinklage, sem túlkaði Tyrion Lannister, verðlaun sem besti aukaleikarinn. Tsjernobyl, fékk tíu verðlaun og The Marvelous Mrs. Maisel átta.Að neðan má sjá samantekt Imdb frá hátíðinni. Bretar voru fyrirferðarmiklir á hátíðinni þetta árið. Leikkonan og framleiðandinn Phoebe Waller-Bridge var verðlaunuð fyrir bestu frammistöðu í grínhlutverki, bestu grínþættina og besta grínhandritið, en hún leikur í og skrifar þáttaröðina vinsælu Fleabag sem alls vann sex verðlaun. Þá var Bretinn Jodie Comer valin besta leikkonan í dramaseríu fyrir hlutverk sitt í Killing Eve. Líkt og síðustu Óskarsverðlaunahátíð ákváðu skipuleggjendur hátíðarinnar að sleppa því að vera með sérstakan kynni á hátíðinni.Sigurvegarar í helstu flokkum: Besti aukaleikari í gamanþáttaröðTony Shalhoub, „The Marvelous Mrs. Maisel“Besta aukaleikkona í gamanþáttaröðAlex Borstein, „The Marvelous Mrs. Maisel“Besti aðalleikari í gamanþáttaröð Bill Hader, „Barry“Besta aðalleikona í gamanþáttaröð Phoebe Waller-Bridge, „Fleabag“ Besta raunveruleikasjónvarp„RuPaul's Drag Race“ Besti aðalleikari í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd Jharrel Jerome, „When They See Us“ Besta aðalleikkona í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmyndMichelle Williams, „Fosse/Verdon“ Besta stutta þáttaröð „Chernobyl“Besta aukaleikkona í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd Patricia Arquette, „The Act“Besti aukaleikari í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd Ben Whishaw, „A Very English Scandal“Besta sjónvarpsmynd „Black Mirror: Bandersnatch“Besti grín/sketsaþáttur „Saturday Night Live“Besti spjallþáttur „Last Week Tonight with John Oliver“Besti aukaleikari í dramaþáttum Peter Dinklage, „Game of Thrones“Besta aukaleikkona í dramaþáttum Julia Garner, „Ozark“Besti aðalleikari í dramaþáttum Billy Porter, „Pose“Besta aðalleikona í dramaþáttum Jodie Comer, „Killing Eve“Bestu gamanþættir „Fleabag“Bestu dramaþættir „Game of Thrones“ Á vef Emmy má sjá lista yfir alla sigurvegara og tilnefnda á verðlaunakvöldi gærkvöldsins. Fyrr í mánuðinum voru afhent Emmyverðlaun í fjölda annarra flokka. Þannig hann Hildur Guðnadóttir Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í Tsjernobyl-þáttunum um síðustu helgi. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Emmy Game of Thrones Tengdar fréttir Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones, Tsjernóbyl og Fleabag voru á meðal sigurvegara á Emmy-hátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt. Game of Thrones, sem var að ljúka göngu sinni halaði í heildina inn tólf verðlaun, þar á meðal sem besta dramaþáttaröðin og þá fékk Peter Dinklage, sem túlkaði Tyrion Lannister, verðlaun sem besti aukaleikarinn. Tsjernobyl, fékk tíu verðlaun og The Marvelous Mrs. Maisel átta.Að neðan má sjá samantekt Imdb frá hátíðinni. Bretar voru fyrirferðarmiklir á hátíðinni þetta árið. Leikkonan og framleiðandinn Phoebe Waller-Bridge var verðlaunuð fyrir bestu frammistöðu í grínhlutverki, bestu grínþættina og besta grínhandritið, en hún leikur í og skrifar þáttaröðina vinsælu Fleabag sem alls vann sex verðlaun. Þá var Bretinn Jodie Comer valin besta leikkonan í dramaseríu fyrir hlutverk sitt í Killing Eve. Líkt og síðustu Óskarsverðlaunahátíð ákváðu skipuleggjendur hátíðarinnar að sleppa því að vera með sérstakan kynni á hátíðinni.Sigurvegarar í helstu flokkum: Besti aukaleikari í gamanþáttaröðTony Shalhoub, „The Marvelous Mrs. Maisel“Besta aukaleikkona í gamanþáttaröðAlex Borstein, „The Marvelous Mrs. Maisel“Besti aðalleikari í gamanþáttaröð Bill Hader, „Barry“Besta aðalleikona í gamanþáttaröð Phoebe Waller-Bridge, „Fleabag“ Besta raunveruleikasjónvarp„RuPaul's Drag Race“ Besti aðalleikari í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd Jharrel Jerome, „When They See Us“ Besta aðalleikkona í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmyndMichelle Williams, „Fosse/Verdon“ Besta stutta þáttaröð „Chernobyl“Besta aukaleikkona í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd Patricia Arquette, „The Act“Besti aukaleikari í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd Ben Whishaw, „A Very English Scandal“Besta sjónvarpsmynd „Black Mirror: Bandersnatch“Besti grín/sketsaþáttur „Saturday Night Live“Besti spjallþáttur „Last Week Tonight with John Oliver“Besti aukaleikari í dramaþáttum Peter Dinklage, „Game of Thrones“Besta aukaleikkona í dramaþáttum Julia Garner, „Ozark“Besti aðalleikari í dramaþáttum Billy Porter, „Pose“Besta aðalleikona í dramaþáttum Jodie Comer, „Killing Eve“Bestu gamanþættir „Fleabag“Bestu dramaþættir „Game of Thrones“ Á vef Emmy má sjá lista yfir alla sigurvegara og tilnefnda á verðlaunakvöldi gærkvöldsins. Fyrr í mánuðinum voru afhent Emmyverðlaun í fjölda annarra flokka. Þannig hann Hildur Guðnadóttir Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í Tsjernobyl-þáttunum um síðustu helgi.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Emmy Game of Thrones Tengdar fréttir Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19