Netþrjótar reyna að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun í hverri viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2019 20:30 Í hverri viku gera netþrjótar tilraun til að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun. Nokkuð hefur borið á því að almenningur fái send óumbeðin SMS, sem ýmist fela í sér einhvers konar svikatilraunir eða óbeina markaðssetningu. Með örum tækniframförum verður sífellt auðveldara að beina hvers konar markaðssetningu beint til fólks, meðal annars í gegnum síma, tölvupóst og SMS sendingar. Óumbeðin fjarskipti af slíkum toga eru ólögleg samkvæmt fjarskiptalögum. Engu að síður virðast slíkar skeytasendingar nokkuð algengar. „Það er talsvert um það að við séum að fá slík mál inn á okkar borð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.„Það er óheimilt að senda markpóst á fólk nema það sé beinlínis fyrirfram búið að samþykkja að fá slíkan markpóst.“ Annar angi eru svo skeytasendingar þar sem reynt er að svindla á fólki og hafa af því fé. Þremur stærstu fjarskiptafyrirtækjunum hér á landi hafa ekki borist ábendingar um slík svik í gegnum SMS-skilaboð að neinu ráði samkvæmt svörum við fyrirspurn fréttastofu, en dæmi þekkjast erlendis. Algengara er að fólk og fyrirtæki verði fyrir barðinu á slíkum þrjótum í gegnum símtöl eða tölvupóst. „Hér á landi eru fyrirtæki því miður að lenda oft og tíðum illa í þessu. Við erum að tala um tjón upp á milljónir og jafnvel tugi milljóna per fyrirtæki. Og ég held að þetta sé því miður allt of útbreytt og fyrirtæki eru talsvert grandalaus um það að það er verið að svíkja út úr þeim fé í gegnum til dæmis tölvupóstsvik. Og þetta fé er illa endurheimt í gegnum bankakerfið ef þetta uppgötvast ekki strax,“ útskýrir Hrafnkell. Póst- og fjarskiptastofnun er ekki undanskilin slíkum tilraunum. „Ég held að það líði ekki sú vika sem að það er ekki reynt með einhverjum hætti að senda okkur einhvers konar svikapósta og biðja okkur að leggja inn peninga hér og þar og svo framvegis.“ Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Í hverri viku gera netþrjótar tilraun til að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun. Nokkuð hefur borið á því að almenningur fái send óumbeðin SMS, sem ýmist fela í sér einhvers konar svikatilraunir eða óbeina markaðssetningu. Með örum tækniframförum verður sífellt auðveldara að beina hvers konar markaðssetningu beint til fólks, meðal annars í gegnum síma, tölvupóst og SMS sendingar. Óumbeðin fjarskipti af slíkum toga eru ólögleg samkvæmt fjarskiptalögum. Engu að síður virðast slíkar skeytasendingar nokkuð algengar. „Það er talsvert um það að við séum að fá slík mál inn á okkar borð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.„Það er óheimilt að senda markpóst á fólk nema það sé beinlínis fyrirfram búið að samþykkja að fá slíkan markpóst.“ Annar angi eru svo skeytasendingar þar sem reynt er að svindla á fólki og hafa af því fé. Þremur stærstu fjarskiptafyrirtækjunum hér á landi hafa ekki borist ábendingar um slík svik í gegnum SMS-skilaboð að neinu ráði samkvæmt svörum við fyrirspurn fréttastofu, en dæmi þekkjast erlendis. Algengara er að fólk og fyrirtæki verði fyrir barðinu á slíkum þrjótum í gegnum símtöl eða tölvupóst. „Hér á landi eru fyrirtæki því miður að lenda oft og tíðum illa í þessu. Við erum að tala um tjón upp á milljónir og jafnvel tugi milljóna per fyrirtæki. Og ég held að þetta sé því miður allt of útbreytt og fyrirtæki eru talsvert grandalaus um það að það er verið að svíkja út úr þeim fé í gegnum til dæmis tölvupóstsvik. Og þetta fé er illa endurheimt í gegnum bankakerfið ef þetta uppgötvast ekki strax,“ útskýrir Hrafnkell. Póst- og fjarskiptastofnun er ekki undanskilin slíkum tilraunum. „Ég held að það líði ekki sú vika sem að það er ekki reynt með einhverjum hætti að senda okkur einhvers konar svikapósta og biðja okkur að leggja inn peninga hér og þar og svo framvegis.“
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira