Netþrjótar reyna að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun í hverri viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2019 20:30 Í hverri viku gera netþrjótar tilraun til að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun. Nokkuð hefur borið á því að almenningur fái send óumbeðin SMS, sem ýmist fela í sér einhvers konar svikatilraunir eða óbeina markaðssetningu. Með örum tækniframförum verður sífellt auðveldara að beina hvers konar markaðssetningu beint til fólks, meðal annars í gegnum síma, tölvupóst og SMS sendingar. Óumbeðin fjarskipti af slíkum toga eru ólögleg samkvæmt fjarskiptalögum. Engu að síður virðast slíkar skeytasendingar nokkuð algengar. „Það er talsvert um það að við séum að fá slík mál inn á okkar borð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.„Það er óheimilt að senda markpóst á fólk nema það sé beinlínis fyrirfram búið að samþykkja að fá slíkan markpóst.“ Annar angi eru svo skeytasendingar þar sem reynt er að svindla á fólki og hafa af því fé. Þremur stærstu fjarskiptafyrirtækjunum hér á landi hafa ekki borist ábendingar um slík svik í gegnum SMS-skilaboð að neinu ráði samkvæmt svörum við fyrirspurn fréttastofu, en dæmi þekkjast erlendis. Algengara er að fólk og fyrirtæki verði fyrir barðinu á slíkum þrjótum í gegnum símtöl eða tölvupóst. „Hér á landi eru fyrirtæki því miður að lenda oft og tíðum illa í þessu. Við erum að tala um tjón upp á milljónir og jafnvel tugi milljóna per fyrirtæki. Og ég held að þetta sé því miður allt of útbreytt og fyrirtæki eru talsvert grandalaus um það að það er verið að svíkja út úr þeim fé í gegnum til dæmis tölvupóstsvik. Og þetta fé er illa endurheimt í gegnum bankakerfið ef þetta uppgötvast ekki strax,“ útskýrir Hrafnkell. Póst- og fjarskiptastofnun er ekki undanskilin slíkum tilraunum. „Ég held að það líði ekki sú vika sem að það er ekki reynt með einhverjum hætti að senda okkur einhvers konar svikapósta og biðja okkur að leggja inn peninga hér og þar og svo framvegis.“ Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Í hverri viku gera netþrjótar tilraun til að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun. Nokkuð hefur borið á því að almenningur fái send óumbeðin SMS, sem ýmist fela í sér einhvers konar svikatilraunir eða óbeina markaðssetningu. Með örum tækniframförum verður sífellt auðveldara að beina hvers konar markaðssetningu beint til fólks, meðal annars í gegnum síma, tölvupóst og SMS sendingar. Óumbeðin fjarskipti af slíkum toga eru ólögleg samkvæmt fjarskiptalögum. Engu að síður virðast slíkar skeytasendingar nokkuð algengar. „Það er talsvert um það að við séum að fá slík mál inn á okkar borð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.„Það er óheimilt að senda markpóst á fólk nema það sé beinlínis fyrirfram búið að samþykkja að fá slíkan markpóst.“ Annar angi eru svo skeytasendingar þar sem reynt er að svindla á fólki og hafa af því fé. Þremur stærstu fjarskiptafyrirtækjunum hér á landi hafa ekki borist ábendingar um slík svik í gegnum SMS-skilaboð að neinu ráði samkvæmt svörum við fyrirspurn fréttastofu, en dæmi þekkjast erlendis. Algengara er að fólk og fyrirtæki verði fyrir barðinu á slíkum þrjótum í gegnum símtöl eða tölvupóst. „Hér á landi eru fyrirtæki því miður að lenda oft og tíðum illa í þessu. Við erum að tala um tjón upp á milljónir og jafnvel tugi milljóna per fyrirtæki. Og ég held að þetta sé því miður allt of útbreytt og fyrirtæki eru talsvert grandalaus um það að það er verið að svíkja út úr þeim fé í gegnum til dæmis tölvupóstsvik. Og þetta fé er illa endurheimt í gegnum bankakerfið ef þetta uppgötvast ekki strax,“ útskýrir Hrafnkell. Póst- og fjarskiptastofnun er ekki undanskilin slíkum tilraunum. „Ég held að það líði ekki sú vika sem að það er ekki reynt með einhverjum hætti að senda okkur einhvers konar svikapósta og biðja okkur að leggja inn peninga hér og þar og svo framvegis.“
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira