Iðnaðarmenn skoða að semja til styttri tíma í einu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2019 13:29 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og talsmaður iðnaðarmannafélaganna innan ASÍ, segir sambandið sjá sóknarfæri í að semja til styttri tíma í einu. Viðræður vegna kjarasamninga þeirra gangi vel og horft er til kröfu um að tekið sé hart á brotum á vinnumarkaði. Kristján segir að verið sé að skoða ýmsar leiðir varðandi samninga iðnaðarmanna. „Við sjáum svona ákveðin sóknarfæri í því að samningstími verði ekki alltof langur. Það sem við erum að vinna svolítið út frá því að skoða möguleikann á að vera með skemmri samning, hvort sem það er þá til árs eða eins og hálfs árs eða eitthvað slíkt,“ segir hann. VR og Efling hafa talað fyrir því að hækka eigi laun upp launastigann í krónutölum en ekki prósentum eins og tíðkast hér á landi. Iðnaðarmenn hafa hingað til horft til prósentuhækkunar en segja launaliðinn og kröfur þar enn í mótun. „Varðandi markmið kjaraviðræðna hjá okkur þá erum við með það helst að ná fram auknum kaupmætti launa og ýta undir það að viðhalda því að kaupmáttur launa haldist á næstu árum. Þá á ég við að halda í þennan ávinning sem hefur náðst.“ Ekki hefur borið til tíðinda við samningaborðið hjá Starfsgreinasambandinu, en þessa vikuna hefur einnig verið fundað stíft í stærri og minni hópum með samtökum atvinnulífsins. Vr, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa vísað kröfum sínum til Ríkissáttasemjara og verður næsti fundur já þeim næstkomandi miðvikudag. Verkalýðsfélag Grindavíkur sagði sig frá samninganefnd SGS fyrr í vikunni og mun slást í hópinn á næstu dögum. Framsýn á Húsavík gefur Starfsgreinasambandinu út þessa viku til að þoka samningum áfram, annars mun félagið stökkvar á vagninn með þessum fjórum fyrrgreindu félögum. „Megin markmiðið í samningum hjá okkur er að færa taxtana nær greiddu kaupi, eða semsagt hækka gólfið hjá okkur og stuðla að auknum kaupmætti launa,“ segir Kristján þórður, formaður um kröfur iðnaðarmanna. Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og talsmaður iðnaðarmannafélaganna innan ASÍ, segir sambandið sjá sóknarfæri í að semja til styttri tíma í einu. Viðræður vegna kjarasamninga þeirra gangi vel og horft er til kröfu um að tekið sé hart á brotum á vinnumarkaði. Kristján segir að verið sé að skoða ýmsar leiðir varðandi samninga iðnaðarmanna. „Við sjáum svona ákveðin sóknarfæri í því að samningstími verði ekki alltof langur. Það sem við erum að vinna svolítið út frá því að skoða möguleikann á að vera með skemmri samning, hvort sem það er þá til árs eða eins og hálfs árs eða eitthvað slíkt,“ segir hann. VR og Efling hafa talað fyrir því að hækka eigi laun upp launastigann í krónutölum en ekki prósentum eins og tíðkast hér á landi. Iðnaðarmenn hafa hingað til horft til prósentuhækkunar en segja launaliðinn og kröfur þar enn í mótun. „Varðandi markmið kjaraviðræðna hjá okkur þá erum við með það helst að ná fram auknum kaupmætti launa og ýta undir það að viðhalda því að kaupmáttur launa haldist á næstu árum. Þá á ég við að halda í þennan ávinning sem hefur náðst.“ Ekki hefur borið til tíðinda við samningaborðið hjá Starfsgreinasambandinu, en þessa vikuna hefur einnig verið fundað stíft í stærri og minni hópum með samtökum atvinnulífsins. Vr, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa vísað kröfum sínum til Ríkissáttasemjara og verður næsti fundur já þeim næstkomandi miðvikudag. Verkalýðsfélag Grindavíkur sagði sig frá samninganefnd SGS fyrr í vikunni og mun slást í hópinn á næstu dögum. Framsýn á Húsavík gefur Starfsgreinasambandinu út þessa viku til að þoka samningum áfram, annars mun félagið stökkvar á vagninn með þessum fjórum fyrrgreindu félögum. „Megin markmiðið í samningum hjá okkur er að færa taxtana nær greiddu kaupi, eða semsagt hækka gólfið hjá okkur og stuðla að auknum kaupmætti launa,“ segir Kristján þórður, formaður um kröfur iðnaðarmanna.
Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira