Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 11. janúar 2019 20:00 Nokkrir ökumenn ætla ekki að una ákvörðun um að bæta ekki tjón þeirra sem keyrðu í holur á Hellisheiði í byrjun janúar Vísir/JóhannK Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að stofnunin muni ekki greiða tjón þeirra sem óku í holur á Suðurlandsvegi, 2. janúar síðastliðinn en fréttastofa hefur upplýsingar um að tjón hlaupi frá tugi upp í hundruð þúsunda.Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði þetta í hádegisfréttum Bylgjunnar, þann 2. janúar síðastliðinn „Samtal eru lélegur kafli á Hellisheiði á þremur stöðum og þetta eru svona um einn og hálfur eða tveir kílómetrar á hverjum stað.“ Torfi Rafn Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður er einn þeirra sem varð fyrir tjóni en inni í samfélagsmiðlahópnum Íbúar á Selfossi á Facebook óskar hann eftir að ná tali að ökumönnum sem lendi í tjóni á heiðinni þennan dag. Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaðurVísir/MHH„Hún var kannski meira sett fram til þess að safna liði og aðstoða þá sem hafa lent í þessu tjóni. Við lentum í þessu sjálf og maður var sjálfur ekki sáttur við afgreiðslu Vegagerðarinnar að hafna bótaskyldu,“ segir Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og tjónþoli í málinu. Torfi segir að nú þegar hafi nokkrir sett sig í samband við sig og segir að umfangið af þessu sé meira en hann hafi átt von á. „Ég gef nú ekki mikið fyrir þennan rökstuðning frá Vegagerðinni fyrir þessari höfnun á bótaskyldu. Maður var að vonast eftir því að Vegagerðin hefði hlaupið á sig í þessum viðbrögðum sínum og myndi taka afstöðu sína til endurskoðunar,“ segir Torfi. Torfi segir að ástand vegarins til vesturs um Hellisheiði hafi sjaldan eða aldrei verið jafn slæmt. „Það að Vegagerðin skuli vita af þessu gefur þeim fullt tilefni til að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þeim er í lófa lagið að ef að aðstæður eru þannig að holur geti verið að myndast að setja upp skilti eða koma tilkynningu til almennings til þess að koma í Veg fyrir að svona hlutir gerist,“ segir Torfi. Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að stofnunin muni ekki greiða tjón þeirra sem óku í holur á Suðurlandsvegi, 2. janúar síðastliðinn en fréttastofa hefur upplýsingar um að tjón hlaupi frá tugi upp í hundruð þúsunda.Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði þetta í hádegisfréttum Bylgjunnar, þann 2. janúar síðastliðinn „Samtal eru lélegur kafli á Hellisheiði á þremur stöðum og þetta eru svona um einn og hálfur eða tveir kílómetrar á hverjum stað.“ Torfi Rafn Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður er einn þeirra sem varð fyrir tjóni en inni í samfélagsmiðlahópnum Íbúar á Selfossi á Facebook óskar hann eftir að ná tali að ökumönnum sem lendi í tjóni á heiðinni þennan dag. Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaðurVísir/MHH„Hún var kannski meira sett fram til þess að safna liði og aðstoða þá sem hafa lent í þessu tjóni. Við lentum í þessu sjálf og maður var sjálfur ekki sáttur við afgreiðslu Vegagerðarinnar að hafna bótaskyldu,“ segir Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og tjónþoli í málinu. Torfi segir að nú þegar hafi nokkrir sett sig í samband við sig og segir að umfangið af þessu sé meira en hann hafi átt von á. „Ég gef nú ekki mikið fyrir þennan rökstuðning frá Vegagerðinni fyrir þessari höfnun á bótaskyldu. Maður var að vonast eftir því að Vegagerðin hefði hlaupið á sig í þessum viðbrögðum sínum og myndi taka afstöðu sína til endurskoðunar,“ segir Torfi. Torfi segir að ástand vegarins til vesturs um Hellisheiði hafi sjaldan eða aldrei verið jafn slæmt. „Það að Vegagerðin skuli vita af þessu gefur þeim fullt tilefni til að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þeim er í lófa lagið að ef að aðstæður eru þannig að holur geti verið að myndast að setja upp skilti eða koma tilkynningu til almennings til þess að koma í Veg fyrir að svona hlutir gerist,“ segir Torfi.
Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57
Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15