Innlent

VR uppfyllir eigin kröfur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR.
Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR. Mynd/VR
VR mun hækka mánaðarlaun starfsmanna sinna um sömu krónutölu, 42 þúsund krónur, og félagið krefst í kjaraviðræðum.

Þetta staðfestir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR. Þetta gildir þó ekki um formann og framkvæmdastjóra VR.

„Starfsmenn VR, eins og aðrir félagsmenn, eiga samkvæmt kjarasamningi rétt á launaviðtali einu sinni á ári. Í ár var ákveðið að almennt myndu allir starfsmenn fá sömu hækkun eins og við erum að krefjast til handa öllum öðrum félagsmönnum okkar, eða 42.000 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2019.“


Tengdar fréttir

Munu ekki afsala sér réttinum til verkfalls

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir verkafólk ekki munu afsala sér verkfallsrétti. Á fundi hjá ríkissáttasemjara í næstu viku á loksins að ræða launaliðinn. Framkvæmdastjóri SA fagnar því að fá þá kostnaðarmat á kröfugerðir.

SA býður afturvirkni með skilmálum

Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×