Bærinn brotlegur í líkamsræktarútboði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. janúar 2019 07:00 Ráðhús Garðabæjar. Fréttablaðið/Ernir Verulegar líkur eru á að Garðabær hafi brotið gegn reglum um opinber innkaup í útboði á líkamsræktarstöð við Ásgarð. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála sem féllst á kröfu forsvarsmanna Sporthallarinnar um að stöðva útboðið um stundarsakir. Garðabær óskaði í október 2017 eftir umsóknum um að taka þátt í uppbyggingu og rekstri, fjármögnun og byggingu aðstöðu til líkamsræktar við íþróttamiðstöðina í Ásgarði. Eftir nokkurt ferli varð það niðurstaða bæjarins að hagkvæmara tilboð Sporthallarinnar teldist ógilt og að leitað yrði samninga við Laugar ehf. Forsvarsmenn Sporthallarinnar töldu þá niðurstöðu ólögmæta. Verkefnið fól í sér að bjóðendur byggðu nýjar viðbyggingar við núverandi íþróttamannvirki á eigin kostnað fyrir allt að 99 milljónir króna og greiddu leigu fyrir afnot af núverandi aðstöðu fyrir allt að 39 milljónir á ári í 20 ár að lágmarki. Kærunefndin sagði að verðmæti verksins væri umfram tiltekna viðmiðunarfjárhæð um sérleyfissamninga. Garðabæ hafi því borið að tilkynna um veitingu sérleyfisins með opinberum hætti á Evrópska efnahagssvæðinu. „Eru því fram komnar í málinu verulegar líkur á broti á reglum um opinber innkaup,“ segir nefndin. Skilyrðum um að fallast á kröfu Sporthallarinnar um að hið kærða útboð verði stöðvað um stundarsakir væri því fullnægt. Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Stjórnsýsla Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Verulegar líkur eru á að Garðabær hafi brotið gegn reglum um opinber innkaup í útboði á líkamsræktarstöð við Ásgarð. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála sem féllst á kröfu forsvarsmanna Sporthallarinnar um að stöðva útboðið um stundarsakir. Garðabær óskaði í október 2017 eftir umsóknum um að taka þátt í uppbyggingu og rekstri, fjármögnun og byggingu aðstöðu til líkamsræktar við íþróttamiðstöðina í Ásgarði. Eftir nokkurt ferli varð það niðurstaða bæjarins að hagkvæmara tilboð Sporthallarinnar teldist ógilt og að leitað yrði samninga við Laugar ehf. Forsvarsmenn Sporthallarinnar töldu þá niðurstöðu ólögmæta. Verkefnið fól í sér að bjóðendur byggðu nýjar viðbyggingar við núverandi íþróttamannvirki á eigin kostnað fyrir allt að 99 milljónir króna og greiddu leigu fyrir afnot af núverandi aðstöðu fyrir allt að 39 milljónir á ári í 20 ár að lágmarki. Kærunefndin sagði að verðmæti verksins væri umfram tiltekna viðmiðunarfjárhæð um sérleyfissamninga. Garðabæ hafi því borið að tilkynna um veitingu sérleyfisins með opinberum hætti á Evrópska efnahagssvæðinu. „Eru því fram komnar í málinu verulegar líkur á broti á reglum um opinber innkaup,“ segir nefndin. Skilyrðum um að fallast á kröfu Sporthallarinnar um að hið kærða útboð verði stöðvað um stundarsakir væri því fullnægt.
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Stjórnsýsla Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira