Átta pítsur á dag í fjóra daga Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2019 13:30 Brynjar er hér til vinstri og Haukur til hægri. „Áhuginn kviknaði fyrir mörgum árum þegar maður fór að smakka alvöru súrdeigsbrauð. Síðan kynntumst við þessum Napólípítsum erlendis og eftir það gátum við ekki hætt að hugsa um þær,“ segir Haukur Már Gestsson. Haukur er einn af stofnendum veitingastaðarins Flatey Pizza og var hann, ásamt félaga sínum Brynjari Guðjónssyni, að senda frá sér bókina Ég elska þig PIZZA. Í bókinni kenna þeir Íslendingum allt um hvernig hægt er að gera umræddar Napólípítsur og súrdeigsbrauð í eldhúsinu heima. Pílagrímsferð til Lundúna og vinnubúðir í Napólí Staðurinn Flatey opnaði árið 2017 eftir að þeir Haukur og Brynjar höfðu farið í eins konar pílagrímsferð til Lundúna með kollegum sínum, Sindra Snæ Jenssyni og Jóni Davíð Davíðssyni. „Þar þræddum við pítsustaðina og borðuðum átta pítsur á dag í fjóra daga. Eftir það var ákveðið að kýla á að opna slíkan stað á Íslandi,“ segir Haukur. Áður en staðurinn opnaði héldu Haukur og Brynjar til Napólí þar sem þeir lærðu í nokkrar vikur í vöggu pítsumenningarinnar. Bókin Ég elska þig PIZZA. „Við vorum í þrjár vikur á 14 tíma vöktum að gera deig. Fórum svo í læri á stöðum í kring og bökuðum pítsur með gömlum Ítölum sem töluðu ekki stakt orð í ensku. Það var ævintýri.“ Breiða út fagnaðarerindið Aðspurður hvort það bitni ekki á staðnum að kenna fólki að gera pítsurnar heima hjá sér segir Haukur: „Alls ekki. Ég held að það sé bara til þess fallið að auka áhuga fólks á svona pítsum.“ „Við erum í hálfgerðum trúboðaleiðangri og viljum breiða út fagnaðarerindið. Fólk getur þá haldið ennþá betri pítsukvöld og bakað enn betra brauð heima hjá sér. Svo getur það kíkt til okkar þegar það nennir ekki að elda.“ En hver er hin fullkomna pítsa að mati pítsusérfræðingsins? „Ég myndi segja að það væri hin fullkomna margherita. Deig, sósa úr tómötum, ferskur mozzarella, fersk basilíka og góð ólífuolía. Ef hráefnið er upp á tíu þá er útkoman eitthvað sem er ekki hægt að lýsa í orðum,“ segir Haukur. Þeir Haukur og Brynjar mættu til Ómars Úlfs á X-inu í morgun og kenndu honum að gera pítsu. Matur Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
„Áhuginn kviknaði fyrir mörgum árum þegar maður fór að smakka alvöru súrdeigsbrauð. Síðan kynntumst við þessum Napólípítsum erlendis og eftir það gátum við ekki hætt að hugsa um þær,“ segir Haukur Már Gestsson. Haukur er einn af stofnendum veitingastaðarins Flatey Pizza og var hann, ásamt félaga sínum Brynjari Guðjónssyni, að senda frá sér bókina Ég elska þig PIZZA. Í bókinni kenna þeir Íslendingum allt um hvernig hægt er að gera umræddar Napólípítsur og súrdeigsbrauð í eldhúsinu heima. Pílagrímsferð til Lundúna og vinnubúðir í Napólí Staðurinn Flatey opnaði árið 2017 eftir að þeir Haukur og Brynjar höfðu farið í eins konar pílagrímsferð til Lundúna með kollegum sínum, Sindra Snæ Jenssyni og Jóni Davíð Davíðssyni. „Þar þræddum við pítsustaðina og borðuðum átta pítsur á dag í fjóra daga. Eftir það var ákveðið að kýla á að opna slíkan stað á Íslandi,“ segir Haukur. Áður en staðurinn opnaði héldu Haukur og Brynjar til Napólí þar sem þeir lærðu í nokkrar vikur í vöggu pítsumenningarinnar. Bókin Ég elska þig PIZZA. „Við vorum í þrjár vikur á 14 tíma vöktum að gera deig. Fórum svo í læri á stöðum í kring og bökuðum pítsur með gömlum Ítölum sem töluðu ekki stakt orð í ensku. Það var ævintýri.“ Breiða út fagnaðarerindið Aðspurður hvort það bitni ekki á staðnum að kenna fólki að gera pítsurnar heima hjá sér segir Haukur: „Alls ekki. Ég held að það sé bara til þess fallið að auka áhuga fólks á svona pítsum.“ „Við erum í hálfgerðum trúboðaleiðangri og viljum breiða út fagnaðarerindið. Fólk getur þá haldið ennþá betri pítsukvöld og bakað enn betra brauð heima hjá sér. Svo getur það kíkt til okkar þegar það nennir ekki að elda.“ En hver er hin fullkomna pítsa að mati pítsusérfræðingsins? „Ég myndi segja að það væri hin fullkomna margherita. Deig, sósa úr tómötum, ferskur mozzarella, fersk basilíka og góð ólífuolía. Ef hráefnið er upp á tíu þá er útkoman eitthvað sem er ekki hægt að lýsa í orðum,“ segir Haukur. Þeir Haukur og Brynjar mættu til Ómars Úlfs á X-inu í morgun og kenndu honum að gera pítsu.
Matur Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira