Fimm manna fjölskyldu bjargað eftir rafmagnslausan sólarhring: „Þið eruð að koma með okkur“ Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. desember 2019 23:16 Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki þegar þeir björguðu fimm manna fjölskyldu á miðvikudag sem hafði setið rafmagnslaus á bóndabæ sínum í botni Svarfaðardals í rúman sólarhring. Hjónin Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir búa ásamt börnunum sínum þremur á bænum Koti í botni Svarfaðardals. Þar reka þau sauðfjárbúásamt því að sinna öðrum störfum. Veðrið versnaði skjótt á þriðjudag. Þegar farið var að líða á óveðrið voru þau orðin áhyggjufull í rafmagnslausu og ísköldu húsi og höfðu enga leið til að hafa samskipti við umheiminn. „Við erum nú svo sem öllum veðrum vön hérna á þessu svæði en þetta var svolítið mikið. Við sáum ekkert, ekki handa okkar skil,“ sagði Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið alltaf eins Klukkan fjögur á þriðjudag fór rafmagnið. „Þá vorum við alveg sambandslaus í sólarhring. Þá vorum við ekkert farin að frétta og veðrið alltaf eins þangað til að á miðvikudagskvöld, þá var farið að skána aðeins. Það var fór svolítið um okkur þarna eftir sólarhringinn.“ Þau lögðu allt kapp á að halda á sér hita. „Við kveiktum bara á kertum. Við vorum náttúrlega ekki með neitt varaafl eða neitt. Við vorum bara saman í einu herbergi. Við náttúrulega erum með þrjú börn svo að við pössuðum okkur bara á því að halda einu herbergi heitu, vorum með kerti og okkur tókst það nokkuð vel á meðan kertabirgðirnar voru góðar, en alls staðar annars staðar var orðið mjög kalt í húsinu.“ Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti í Svarfaðadal.Stöð 2 Höfðu ekkert val Á miðvikudeginum var farið að óttast um fjölskylduna og björgunarsveitarmenn sendir á staðinn. „Þeir þumbuðust hérna marga klukkutíma á leiðinni, komust alla leið til okkar og þeir gáfu okkur ekkert val. Þeir bara sögðu: „Þið eruð að koma með okkur. Þetta er það slæmt ástand að það þið fáið ekki rafmagn á næstunni og þið verðið bara að koma.“ Við höfðum ekkert val um það.“ Þegar fréttastofu bar að garði í dag höfðu hjónin farið á vélsleða að bænum til að koma hita í húsið og huga að sauðfénu. Þau sjá ekki fram á að þetta ástand hafi áhrif á framtíðarbúsetu þeirra í botni dalsins. „Það er voðalega gott að vera þarna, það er ekki það sko. Ég veit að þetta er bara svona en neinei við erum ekkert endilega á förum,“ sagði Atli, bóndi á Koti í Svarfaðardal. Björgunarsveitir Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki þegar þeir björguðu fimm manna fjölskyldu á miðvikudag sem hafði setið rafmagnslaus á bóndabæ sínum í botni Svarfaðardals í rúman sólarhring. Hjónin Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir búa ásamt börnunum sínum þremur á bænum Koti í botni Svarfaðardals. Þar reka þau sauðfjárbúásamt því að sinna öðrum störfum. Veðrið versnaði skjótt á þriðjudag. Þegar farið var að líða á óveðrið voru þau orðin áhyggjufull í rafmagnslausu og ísköldu húsi og höfðu enga leið til að hafa samskipti við umheiminn. „Við erum nú svo sem öllum veðrum vön hérna á þessu svæði en þetta var svolítið mikið. Við sáum ekkert, ekki handa okkar skil,“ sagði Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið alltaf eins Klukkan fjögur á þriðjudag fór rafmagnið. „Þá vorum við alveg sambandslaus í sólarhring. Þá vorum við ekkert farin að frétta og veðrið alltaf eins þangað til að á miðvikudagskvöld, þá var farið að skána aðeins. Það var fór svolítið um okkur þarna eftir sólarhringinn.“ Þau lögðu allt kapp á að halda á sér hita. „Við kveiktum bara á kertum. Við vorum náttúrlega ekki með neitt varaafl eða neitt. Við vorum bara saman í einu herbergi. Við náttúrulega erum með þrjú börn svo að við pössuðum okkur bara á því að halda einu herbergi heitu, vorum með kerti og okkur tókst það nokkuð vel á meðan kertabirgðirnar voru góðar, en alls staðar annars staðar var orðið mjög kalt í húsinu.“ Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti í Svarfaðadal.Stöð 2 Höfðu ekkert val Á miðvikudeginum var farið að óttast um fjölskylduna og björgunarsveitarmenn sendir á staðinn. „Þeir þumbuðust hérna marga klukkutíma á leiðinni, komust alla leið til okkar og þeir gáfu okkur ekkert val. Þeir bara sögðu: „Þið eruð að koma með okkur. Þetta er það slæmt ástand að það þið fáið ekki rafmagn á næstunni og þið verðið bara að koma.“ Við höfðum ekkert val um það.“ Þegar fréttastofu bar að garði í dag höfðu hjónin farið á vélsleða að bænum til að koma hita í húsið og huga að sauðfénu. Þau sjá ekki fram á að þetta ástand hafi áhrif á framtíðarbúsetu þeirra í botni dalsins. „Það er voðalega gott að vera þarna, það er ekki það sko. Ég veit að þetta er bara svona en neinei við erum ekkert endilega á förum,“ sagði Atli, bóndi á Koti í Svarfaðardal.
Björgunarsveitir Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira