Meira að segja O.J. Simpson er búinn að fá nóg af látalátunum í Antonio Brown Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 13:00 Antonio Brown. Getty/Christian Petersen Þetta er orðið svo slæmt ástand hjá stjörnuútherja ameríska fótboltans að sjálfur O.J. Simpson sá sig tilneyddan til að koma á Twitter og reyna að tala hann til. NFL-tímabilið hefst hjá Oakland Raiders á mánudaginn en liðið verður væntanlega þar líkt og allt undirbúningstímabilið, án stærstu stjörnu sinnar. Antonio Brown er einn allra besti útherji NFL-deildarinnar síðustu ár en hann hefur hoppað úr einum vandræðum yfir í önnur á þessu undirbúningstímabili og byrjar væntanlega tímabilið í skammakróknum. Antonio Brown kom til Oakland Raiders liðsins í sumar en hefur lítið látið sjá sig á æfingum. Hann byrjaði á því að fá kalskemmdir á fæturna eftir að hafa heimsótt kæliklefa í blautum sokkum, var síðan í stríði við NFL-deildina vegna þessa hvernig hjálmi honum er skipað að nota á tímabilinu og nú síðast hótaði hann framkvæmdastjóra félagsins barsmíðum eftir að hafa fengið stóra sekt fyrir látalæti sín.From NFL Now: So, what happened at the #Raiders practice yesterday?? pic.twitter.com/2S0vWs426h — Ian Rapoport (@RapSheet) September 5, 2019Antonio Brown trompaðist þegar Mike Mayock afhenti honum bréf þar sem fram kom að Oakland Raiders væri búið að sekta hann um 54 þúsund Bandaríkjadala, tæpar sjö milljónir, fyrir öll skrópin og allt vesenið á undirbúningstímabilinu. Brown varð alveg brjálaður við þessar fréttir og bæði öskraði á og hótaði Mike Mayock barsmíðum. Mike Mayock brást við þessu með því að tilkynna fjölmiðlum að Oakland Raiders væri búið að setja Antonio Brown í agabann. Það er allt eins líklegt að hann spili aldrei fyrir félagið. Málið hefur verið stanslaust í fjölmiðlum enda virðist Antonio Brown alltaf bjóða upp á eitthvað nýtt fjaðrafok þegar rykið er að setjast. Þetta varð til þess að sjálfur O.J. Simpson kom á Twitter og reyndi að gefa honum ráð. O.J. Simpson er frægur NFL-hetja sjálfur en kannski mun frægari fyrir morðið á fyrrum eiginkonu sinni sem hann var þó sýknaður af í frægum réttarhöldum. Það má heyra O.J. Simpson tala til Antonio Brown hér fyrir neðan.Antonio, Please!!! @AB84@Raiders#RaidersNation#antoniobrownpic.twitter.com/vQNMLoZRvk — O.J. Simpson (@TheRealOJ32) September 5, 2019 NFL Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Sjá meira
Þetta er orðið svo slæmt ástand hjá stjörnuútherja ameríska fótboltans að sjálfur O.J. Simpson sá sig tilneyddan til að koma á Twitter og reyna að tala hann til. NFL-tímabilið hefst hjá Oakland Raiders á mánudaginn en liðið verður væntanlega þar líkt og allt undirbúningstímabilið, án stærstu stjörnu sinnar. Antonio Brown er einn allra besti útherji NFL-deildarinnar síðustu ár en hann hefur hoppað úr einum vandræðum yfir í önnur á þessu undirbúningstímabili og byrjar væntanlega tímabilið í skammakróknum. Antonio Brown kom til Oakland Raiders liðsins í sumar en hefur lítið látið sjá sig á æfingum. Hann byrjaði á því að fá kalskemmdir á fæturna eftir að hafa heimsótt kæliklefa í blautum sokkum, var síðan í stríði við NFL-deildina vegna þessa hvernig hjálmi honum er skipað að nota á tímabilinu og nú síðast hótaði hann framkvæmdastjóra félagsins barsmíðum eftir að hafa fengið stóra sekt fyrir látalæti sín.From NFL Now: So, what happened at the #Raiders practice yesterday?? pic.twitter.com/2S0vWs426h — Ian Rapoport (@RapSheet) September 5, 2019Antonio Brown trompaðist þegar Mike Mayock afhenti honum bréf þar sem fram kom að Oakland Raiders væri búið að sekta hann um 54 þúsund Bandaríkjadala, tæpar sjö milljónir, fyrir öll skrópin og allt vesenið á undirbúningstímabilinu. Brown varð alveg brjálaður við þessar fréttir og bæði öskraði á og hótaði Mike Mayock barsmíðum. Mike Mayock brást við þessu með því að tilkynna fjölmiðlum að Oakland Raiders væri búið að setja Antonio Brown í agabann. Það er allt eins líklegt að hann spili aldrei fyrir félagið. Málið hefur verið stanslaust í fjölmiðlum enda virðist Antonio Brown alltaf bjóða upp á eitthvað nýtt fjaðrafok þegar rykið er að setjast. Þetta varð til þess að sjálfur O.J. Simpson kom á Twitter og reyndi að gefa honum ráð. O.J. Simpson er frægur NFL-hetja sjálfur en kannski mun frægari fyrir morðið á fyrrum eiginkonu sinni sem hann var þó sýknaður af í frægum réttarhöldum. Það má heyra O.J. Simpson tala til Antonio Brown hér fyrir neðan.Antonio, Please!!! @AB84@Raiders#RaidersNation#antoniobrownpic.twitter.com/vQNMLoZRvk — O.J. Simpson (@TheRealOJ32) September 5, 2019
NFL Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Sjá meira